Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 22:43 Hreyfiarmur Osiris-Rex þegar hann snerti yfirborð Bennu í gærkvöldi. NASA/AP Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. Osiris-Rex smokraði sér upp að yfirborði Bennu í Næturgalagígnum á ellefta tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hreyfiarmur þess þrýsti út köfnunarefnisgasi sem þyrlaði efni upp af yfirborðinu og safnaði því. Alls tók sýnatakan aðeins tíu sekúndur, að sögn Space.com. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti myndskeið af arminum þegar hann þyrlaði jarðveginum upp í dag. Bennu og Osiris-Rex eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, utan við sporbraut jarðarinnar og handan við sólina. Well, I definitely touched down on Bennu!Preliminary data show the sampling head touched Bennu s surface for approximately 6 seconds, within 3 feet (1 meter) of the targeted location. #ToBennuAndBackMore details: https://t.co/4rBrB27FEZ pic.twitter.com/LjDQICmxJM— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 21, 2020 Markmið leiðangursins er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af jarðvegi en vísindamennirnir sem standa að honum telja sig geta náð allt að kílói. Það gæti tekið tíu daga að komast að því hversu miklu Osiris-Rex náði að safna í gær. Ætlunin er að senda sýnin aftur til jarðar með hylki þegar geimfarið flýgur fram hjá jörðinni í september árið 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem bandarískt geimfar nær í sýni frá smástirni úti í sólkerfinu okkar en japönsku geimförin Hayabusa 1 og 2 voru þau fyrstu til að vinna það afrek. Evrópska geimstofnunin ESA lenti lendingarfarini Philae á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko árið 2014. Talið er að Bennu, sem er aðeins stærra en fjallið Keilir, sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir allt að milljarða ári. Þannig er líklegt að í Bennu sé að finna leifar af efni frá árdögum sólkerfisins okkar. Hafi Osiris-Rex ekki veitt fylli sína af jarðvegi í gær er enn möguleiki á tveimur tilraunum til viðbótar. Hafi allt gengið sem skyldi yfirgefur geimfarið Bennu í mars. Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. Osiris-Rex smokraði sér upp að yfirborði Bennu í Næturgalagígnum á ellefta tímanum í gærkvöldi að íslenskum tíma. Hreyfiarmur þess þrýsti út köfnunarefnisgasi sem þyrlaði efni upp af yfirborðinu og safnaði því. Alls tók sýnatakan aðeins tíu sekúndur, að sögn Space.com. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti myndskeið af arminum þegar hann þyrlaði jarðveginum upp í dag. Bennu og Osiris-Rex eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, utan við sporbraut jarðarinnar og handan við sólina. Well, I definitely touched down on Bennu!Preliminary data show the sampling head touched Bennu s surface for approximately 6 seconds, within 3 feet (1 meter) of the targeted location. #ToBennuAndBackMore details: https://t.co/4rBrB27FEZ pic.twitter.com/LjDQICmxJM— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 21, 2020 Markmið leiðangursins er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af jarðvegi en vísindamennirnir sem standa að honum telja sig geta náð allt að kílói. Það gæti tekið tíu daga að komast að því hversu miklu Osiris-Rex náði að safna í gær. Ætlunin er að senda sýnin aftur til jarðar með hylki þegar geimfarið flýgur fram hjá jörðinni í september árið 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem bandarískt geimfar nær í sýni frá smástirni úti í sólkerfinu okkar en japönsku geimförin Hayabusa 1 og 2 voru þau fyrstu til að vinna það afrek. Evrópska geimstofnunin ESA lenti lendingarfarini Philae á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko árið 2014. Talið er að Bennu, sem er aðeins stærra en fjallið Keilir, sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir allt að milljarða ári. Þannig er líklegt að í Bennu sé að finna leifar af efni frá árdögum sólkerfisins okkar. Hafi Osiris-Rex ekki veitt fylli sína af jarðvegi í gær er enn möguleiki á tveimur tilraunum til viðbótar. Hafi allt gengið sem skyldi yfirgefur geimfarið Bennu í mars.
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44