Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2020 23:25 Fjölmargir gengu um götur borga Frakklands í gær vegna hrottalegs morðs kennara. Getty/Adnan Farzat Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Þar á meðal eru fjórir nemendur skólans sem kennarinn Samuel Paty starfaði við, fjórir fjölskyldumeðlimir þess sem grunaður er um að hafa framið morðið, faðir barns við skólann og einn þekktur öfgamaður. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjann til bana skammt frá vettvangi. Paty hafði fengið hótanir eftir að sýndi myndirnar í tíma sem fjallaði um tjáningarfrelsi. Er hann sagður hafa beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Grunaði morðinginn mun ekki tengjast Patay eða skólanum á nokkurn hátt og er hann sagður hafa ferðast um hundrað kílómetra til þess eins að myrða Paty. Hann mun hafa beðið nemendur um að benda sér á hann og þegar Paty gekk heim á leið réðst hann á hann og skar hann á háls. BBC segir að um 40 húsleitir hafi verið gerðar í dag og að búist sé við fleirum. Í frétt France24 segir að embættismenn séu reiðir yfir árásinni. Hún hafi í raun verið árás á lýðveldið og frönsk gildi. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um 80 rannsóknir á meintri hatursorðræðu á netinu séu nú yfirstandandi og verið sé að skoða að leysa upp 51 samtök innan samfélags múslima í Frakklandi. Einnig stendur til að vísa 213 aðilum úr landi en allir eiga þeir sameiginlegt að vera til eftirlits vegna gruns um öfgastarfsemi. Samkvæmt heimildum France24 eru um 150 þeirra í fangelsi. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu. Frakkland Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Þar á meðal eru fjórir nemendur skólans sem kennarinn Samuel Paty starfaði við, fjórir fjölskyldumeðlimir þess sem grunaður er um að hafa framið morðið, faðir barns við skólann og einn þekktur öfgamaður. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjann til bana skammt frá vettvangi. Paty hafði fengið hótanir eftir að sýndi myndirnar í tíma sem fjallaði um tjáningarfrelsi. Er hann sagður hafa beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Grunaði morðinginn mun ekki tengjast Patay eða skólanum á nokkurn hátt og er hann sagður hafa ferðast um hundrað kílómetra til þess eins að myrða Paty. Hann mun hafa beðið nemendur um að benda sér á hann og þegar Paty gekk heim á leið réðst hann á hann og skar hann á háls. BBC segir að um 40 húsleitir hafi verið gerðar í dag og að búist sé við fleirum. Í frétt France24 segir að embættismenn séu reiðir yfir árásinni. Hún hafi í raun verið árás á lýðveldið og frönsk gildi. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um 80 rannsóknir á meintri hatursorðræðu á netinu séu nú yfirstandandi og verið sé að skoða að leysa upp 51 samtök innan samfélags múslima í Frakklandi. Einnig stendur til að vísa 213 aðilum úr landi en allir eiga þeir sameiginlegt að vera til eftirlits vegna gruns um öfgastarfsemi. Samkvæmt heimildum France24 eru um 150 þeirra í fangelsi. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu.
Frakkland Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20
Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20