Harmar vantraustsyfirlýsingu Snigla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 09:58 Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni. „Okkur finnst þetta mjög leitt og höfum lagt áherslu á að vinna með öllum okkar vegfarendahópum þannig að við hörmum það,“ sagði Bergþóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Yfirlýsing sniglanna var gefin út í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttsins Kveiks um ástand vegakerfisins á Íslandi og var meðal annars fjallað um banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Vegagerðin hafi brugðist við á þrennan hátt Athygli beindist fljótt að malbikinu sem þá hafði nýlega verið lagt á vegkaflanum og þótti of sleipt og segir Bergþóra að malbikið hafi ekki staðist þær kröfur sem settar voru af Vegagerðinni í útboðinu til verksins. Nokkrum dögum eftir slysið var nýtt malbik lagt á vegkaflann þar sem slysið varð Bergþóra sagði í gær að brugðist hafi verið hjá Vegagerðinni á þrennan hátt. „Í fyrsta lagi með því að taka utan um þennan stað þar sem slysið varð og gera viðeigandi ráðstafanir þar um leið og við áttuðum okkur á því. Síðan fórum við í það að endurskoða alla þá parta sem voru hluti af þessu útboði, þetta útboð tók yfir fimm vegkafla. Þeir hafa allir verið fjarlægðir nema einn sem stenst sannarlega kröfur, og hefur verið lagt á þá nýtt malbik,“ sagði Bergþóra. Þriðja liðinn sagði hún vera endurskoðun á öllum verklagsreglum og ferlum Vegagerðarinnar og mun þeirri endurskoðun ljúka nú um áramótin að sögn Bergþóru. „Markmiðið með þeirri endurskoðun er auðvitað að sjá hvað við getum gert betur og hvernig getum við fylgt þeim verktökum sem vinna fyrir okkur betur eftir. Hvernig getum við veitt betri upplýsingar, meiri stuðning og meira yfirlit?“ Allir nýir vegkaflar standast viðnámspróf Í ályktun Snigla segir að fleiri slys hafi orðið á hringtorgum í borginni sem hafi ítrekað verið kvartað undan en að hálkuskilti hafi verið sett upp við flest, ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti. Bergþóra segir verklagsreglur segja til um það að hálkuskilti skuli sett upp þar sem áhyggjur eru uppi um að hált geti orðið til dæmis í rigningu. Allir vegkaflar sem hafi verið lagðir í sumar hafi verið viðnámsmældir. Allir þeir kaflar sem hafi fallið á viðnámsprófinu hafi verið hluti af verkinu sem Kjalarness-verkið var hluti af, og hafi þeir allir verið fjarlægðir og lagðir upp á nýtt. Þeir standist nú allir viðnámspróf. „Það breytir því ekki að þó að kafli standist viðnámspróf þá getur upplifun alveg verið sú að hann sé háll, þá sérstaklega í rigningu. Við vitum líka alveg að nýtt malbik er hálla en gamalt malbik og það er erfitt að gera eitthvað við því,“ sagði Bergþóra. Samgöngur Samgönguslys Reykjavík síðdegis Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49 Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni. „Okkur finnst þetta mjög leitt og höfum lagt áherslu á að vinna með öllum okkar vegfarendahópum þannig að við hörmum það,“ sagði Bergþóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Yfirlýsing sniglanna var gefin út í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttsins Kveiks um ástand vegakerfisins á Íslandi og var meðal annars fjallað um banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Vegagerðin hafi brugðist við á þrennan hátt Athygli beindist fljótt að malbikinu sem þá hafði nýlega verið lagt á vegkaflanum og þótti of sleipt og segir Bergþóra að malbikið hafi ekki staðist þær kröfur sem settar voru af Vegagerðinni í útboðinu til verksins. Nokkrum dögum eftir slysið var nýtt malbik lagt á vegkaflann þar sem slysið varð Bergþóra sagði í gær að brugðist hafi verið hjá Vegagerðinni á þrennan hátt. „Í fyrsta lagi með því að taka utan um þennan stað þar sem slysið varð og gera viðeigandi ráðstafanir þar um leið og við áttuðum okkur á því. Síðan fórum við í það að endurskoða alla þá parta sem voru hluti af þessu útboði, þetta útboð tók yfir fimm vegkafla. Þeir hafa allir verið fjarlægðir nema einn sem stenst sannarlega kröfur, og hefur verið lagt á þá nýtt malbik,“ sagði Bergþóra. Þriðja liðinn sagði hún vera endurskoðun á öllum verklagsreglum og ferlum Vegagerðarinnar og mun þeirri endurskoðun ljúka nú um áramótin að sögn Bergþóru. „Markmiðið með þeirri endurskoðun er auðvitað að sjá hvað við getum gert betur og hvernig getum við fylgt þeim verktökum sem vinna fyrir okkur betur eftir. Hvernig getum við veitt betri upplýsingar, meiri stuðning og meira yfirlit?“ Allir nýir vegkaflar standast viðnámspróf Í ályktun Snigla segir að fleiri slys hafi orðið á hringtorgum í borginni sem hafi ítrekað verið kvartað undan en að hálkuskilti hafi verið sett upp við flest, ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti. Bergþóra segir verklagsreglur segja til um það að hálkuskilti skuli sett upp þar sem áhyggjur eru uppi um að hált geti orðið til dæmis í rigningu. Allir vegkaflar sem hafi verið lagðir í sumar hafi verið viðnámsmældir. Allir þeir kaflar sem hafi fallið á viðnámsprófinu hafi verið hluti af verkinu sem Kjalarness-verkið var hluti af, og hafi þeir allir verið fjarlægðir og lagðir upp á nýtt. Þeir standist nú allir viðnámspróf. „Það breytir því ekki að þó að kafli standist viðnámspróf þá getur upplifun alveg verið sú að hann sé háll, þá sérstaklega í rigningu. Við vitum líka alveg að nýtt malbik er hálla en gamalt malbik og það er erfitt að gera eitthvað við því,“ sagði Bergþóra.
Samgöngur Samgönguslys Reykjavík síðdegis Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49 Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49
Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09