Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 06:48 Plexígler skildi varaforsetaefnin að í kappræðunum í nótt. Getty/Morry Gash-Pool Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Eins og við mátti búast var umræða um kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, við honum fyrirferðarmikil. Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal forsetinn sjálfur, hafa smitast af veirunni og meira en 210.000 hafa látið lífið. Pence og Harris tókust nokkuð hart á um viðbrögð forsetans við veirunni en kappræðurnar voru mun settlegri en kappræður Trumps og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, í liðinni viku. Þannig greip Pence ekki jafnmikið fram í og Trump gerði gegn Biden en þegar hann greip fram í sagði Harris honum ítrekað að hún væri með orðið. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni í spilara neðst í fréttinni. Stærstu mistök forseta í bandarískri sögu Harris sagði að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru stærstu mistök nokkurs forseta og ríkisstjórnar hans í bandarískri sögu. Þá sagði hún forsetann hafa afvegaleitt þjóðina varðandi alvarleika veiruna þegar hún fór fyrst að breiðast út í byrjun árs. „Þeir vissu þetta og leyndu því,“ sagði hún. watch on YouTube Pence, sem fer fyrir viðbragðshóp Hvíta hússins vegna faraldursins, viðurkenndi að árið 2020 hefði verið mikil áskorun fyrir þjóðina vegna kórónuveirunnar. Bandaríkjaforseti hefði hins vegar frá fyrsta degi sett heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Þá fullyrti hann að Trump hefði skýra stefnu á landsvísu hvernig ætti að takast á við faraldurinn. „Þetta hefur augljóslega ekki virkað þegar þú lítur til þess að meira en 210.000 manns hafa dáið í landinu okkar,“ sagði Harris. Sagði svívirðilegt af Harris að grafa undan trú almennings á bóluefni Susan Page, frá USA Today, stýrði kappræðunum. Hún spurði Harris hvort að hún myndi taka bóluefni við veirunni, ef samþykkt bóluefni kemur á markað fyrir kosningar. Harris svaraði því til að hún myndi taka bóluefni sem læknar mæltu með en ef Trump mælti með því myndi hún ekki taka það. Pence sagði Harris grafa undan trú almennings varðandi bóluefni ef bóluefnið skyldi koma fyrir kosningar. „Það þykir mér svívirðilegt,“ sagði Pence. Á meðal annarra málefna sem varaforsetaefnin ræddu voru lögregluofbeldi, skattamál og tilnefningar hæstaréttardómara en senuþjófurinn var án efa fluga sem tyllti sér á koll Pence í miðjum kappræðunum og sat þar í um tvær mínútur. watch on YouTube Hér fyrir neðan má horfa á kappræðurnar í heild sinni: watch on YouTube Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Eins og við mátti búast var umræða um kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, við honum fyrirferðarmikil. Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal forsetinn sjálfur, hafa smitast af veirunni og meira en 210.000 hafa látið lífið. Pence og Harris tókust nokkuð hart á um viðbrögð forsetans við veirunni en kappræðurnar voru mun settlegri en kappræður Trumps og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, í liðinni viku. Þannig greip Pence ekki jafnmikið fram í og Trump gerði gegn Biden en þegar hann greip fram í sagði Harris honum ítrekað að hún væri með orðið. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni í spilara neðst í fréttinni. Stærstu mistök forseta í bandarískri sögu Harris sagði að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru stærstu mistök nokkurs forseta og ríkisstjórnar hans í bandarískri sögu. Þá sagði hún forsetann hafa afvegaleitt þjóðina varðandi alvarleika veiruna þegar hún fór fyrst að breiðast út í byrjun árs. „Þeir vissu þetta og leyndu því,“ sagði hún. watch on YouTube Pence, sem fer fyrir viðbragðshóp Hvíta hússins vegna faraldursins, viðurkenndi að árið 2020 hefði verið mikil áskorun fyrir þjóðina vegna kórónuveirunnar. Bandaríkjaforseti hefði hins vegar frá fyrsta degi sett heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Þá fullyrti hann að Trump hefði skýra stefnu á landsvísu hvernig ætti að takast á við faraldurinn. „Þetta hefur augljóslega ekki virkað þegar þú lítur til þess að meira en 210.000 manns hafa dáið í landinu okkar,“ sagði Harris. Sagði svívirðilegt af Harris að grafa undan trú almennings á bóluefni Susan Page, frá USA Today, stýrði kappræðunum. Hún spurði Harris hvort að hún myndi taka bóluefni við veirunni, ef samþykkt bóluefni kemur á markað fyrir kosningar. Harris svaraði því til að hún myndi taka bóluefni sem læknar mæltu með en ef Trump mælti með því myndi hún ekki taka það. Pence sagði Harris grafa undan trú almennings varðandi bóluefni ef bóluefnið skyldi koma fyrir kosningar. „Það þykir mér svívirðilegt,“ sagði Pence. Á meðal annarra málefna sem varaforsetaefnin ræddu voru lögregluofbeldi, skattamál og tilnefningar hæstaréttardómara en senuþjófurinn var án efa fluga sem tyllti sér á koll Pence í miðjum kappræðunum og sat þar í um tvær mínútur. watch on YouTube Hér fyrir neðan má horfa á kappræðurnar í heild sinni: watch on YouTube
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira