Icelandair kallar eftir fyrirsjánleika vegna næsta árs Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2020 11:56 Bogi Nils Bogason segir erfitt fyrir ferðaþjónustuna að hefja alvöru sölu á ferðum til landsins á næsta ári þegar enginn fyrirsjáanleiki sé til staðar varðandi fyrirkomulag við landamærin. Það myndi bæta stöðuna að hafa samræmdar reglur á flugvöllum í Evrópu. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að fljótlega verði til einhver fyrirsjáanleiki varðandi tilhögun sóttvarna við landamærin svo ferðaþjónustan hafi möguleika á að selja þjónustu hér á næsta ári. Forsætisráðherra segir ástand kórónufaraldurins í öðrum löndum hafa mikil áhrif á stöðuna. Frá því tekin var upp tvöföld skimun með fimm daga sóttkví á milli fyrir alla sem koma til landsins frá og með 19. ágúst hafa ferðamenn nánast hætt að koma til landsins. Icelandair birti flutningstölur sínar fyrir september í gær. Tólf þúsund manns flugu með félaginu milli landa í mánuðinum sem er 97 prósenta samdráttur frá september í fyrra og tæplega þúsund farþegum færri en flugu með Air Iceland Connect innanlands í sama mánuði. Bogi Nils Bogason segir megin ástæðu 97 prósenta fækkunar farega Icelandair í september vera fyrirkomulag skimunar við landamærin.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið hafa undirbúið sig allt frá því í vor fyrir að komandi vetur gæti orðið félaginu mjög erfiður. Félagið væri tilbúið að komast í gegnum þessa stöðu fram á næsta vor og jafnvel lengur eftir vel heppnað útboð og endurskipulagningu. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Landamæri hér myndu opna í takt við það sem við erum að sjáum í öðrum löndum. Það sem er nauðsynlegt fyrir okkur og ferðaþjónustuna í heild sinni er að það sé einhver fyrirsjáanleiki. Hvernig þetta muni þróast inn á næsta ár því það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef við vitum ekki hvernig ferðatakmarkanir og skimunarreglur verða á næsta ári,“ segir Bogi Nils. Síðast liðnar tvær vikur hafa aðeins verið 145 komur og brottfarir samanlagt á Keflavíkurflugvelli eins og sést í meðfylgjandi töflu.Grafík/HÞ Mikilvægt væri að fá einhvern fyrirsjáanleika í náinni framtíð. En Evrópusambandið hefur lagt til samræmdar reglur ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem litakóðar yrðu notaðir fyrir einstök lönd og svæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir margar leiðir hafa verið skoðaðar hér á landi, meðal annars að farþegar fari í skimun í heimalandinu nokkrum dögum fyriir komuna hingað með vottorð upp á fyrri skimun. Allir þessir möguleikar séu áfram til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Það er auðvitað ekki bara við sóttvarnaráðstafanir að sakast. Við erum að sjá algert hrun bæði í flugumferð og ferðaþjónustu um heim allan vegna heimsfaraldurs. Þannig að þetta snýst auðvitað ekki bara um þær ráðstafanir sem við setjum okkur hér heldur stöðuna alþjóðlega. Hún er svört um um heim allan. Sömuleiðis auðvitað eins og staðan er hér innanlands núna þá erum við Íslendingar komnir á rauðan lista hjá all mörgum þjóðum sem auðvitað gerir ferðalög hingað sérstaklega fýsileg einmitt um þessar mundir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20 Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári „Áhrif kórónuveirunnar á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg og ber afkoman hjá samstæðu Isavia þess merki,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. 30. september 2020 16:46 Upprisa ferðaþjónustunnar lykillinn að efnahagsbata Megin vextir Seðlabankans verða áfram eitt prósent samkvæmt tilkynningu peningamálastefnunefndar bankans í morgun. Seðlabankastjóri segir lægri vexti hafa skilað sér vel til heimilanna. 7. október 2020 11:35 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að fljótlega verði til einhver fyrirsjáanleiki varðandi tilhögun sóttvarna við landamærin svo ferðaþjónustan hafi möguleika á að selja þjónustu hér á næsta ári. Forsætisráðherra segir ástand kórónufaraldurins í öðrum löndum hafa mikil áhrif á stöðuna. Frá því tekin var upp tvöföld skimun með fimm daga sóttkví á milli fyrir alla sem koma til landsins frá og með 19. ágúst hafa ferðamenn nánast hætt að koma til landsins. Icelandair birti flutningstölur sínar fyrir september í gær. Tólf þúsund manns flugu með félaginu milli landa í mánuðinum sem er 97 prósenta samdráttur frá september í fyrra og tæplega þúsund farþegum færri en flugu með Air Iceland Connect innanlands í sama mánuði. Bogi Nils Bogason segir megin ástæðu 97 prósenta fækkunar farega Icelandair í september vera fyrirkomulag skimunar við landamærin.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið hafa undirbúið sig allt frá því í vor fyrir að komandi vetur gæti orðið félaginu mjög erfiður. Félagið væri tilbúið að komast í gegnum þessa stöðu fram á næsta vor og jafnvel lengur eftir vel heppnað útboð og endurskipulagningu. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Landamæri hér myndu opna í takt við það sem við erum að sjáum í öðrum löndum. Það sem er nauðsynlegt fyrir okkur og ferðaþjónustuna í heild sinni er að það sé einhver fyrirsjáanleiki. Hvernig þetta muni þróast inn á næsta ár því það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef við vitum ekki hvernig ferðatakmarkanir og skimunarreglur verða á næsta ári,“ segir Bogi Nils. Síðast liðnar tvær vikur hafa aðeins verið 145 komur og brottfarir samanlagt á Keflavíkurflugvelli eins og sést í meðfylgjandi töflu.Grafík/HÞ Mikilvægt væri að fá einhvern fyrirsjáanleika í náinni framtíð. En Evrópusambandið hefur lagt til samræmdar reglur ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem litakóðar yrðu notaðir fyrir einstök lönd og svæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir margar leiðir hafa verið skoðaðar hér á landi, meðal annars að farþegar fari í skimun í heimalandinu nokkrum dögum fyriir komuna hingað með vottorð upp á fyrri skimun. Allir þessir möguleikar séu áfram til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Það er auðvitað ekki bara við sóttvarnaráðstafanir að sakast. Við erum að sjá algert hrun bæði í flugumferð og ferðaþjónustu um heim allan vegna heimsfaraldurs. Þannig að þetta snýst auðvitað ekki bara um þær ráðstafanir sem við setjum okkur hér heldur stöðuna alþjóðlega. Hún er svört um um heim allan. Sömuleiðis auðvitað eins og staðan er hér innanlands núna þá erum við Íslendingar komnir á rauðan lista hjá all mörgum þjóðum sem auðvitað gerir ferðalög hingað sérstaklega fýsileg einmitt um þessar mundir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20 Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári „Áhrif kórónuveirunnar á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg og ber afkoman hjá samstæðu Isavia þess merki,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. 30. september 2020 16:46 Upprisa ferðaþjónustunnar lykillinn að efnahagsbata Megin vextir Seðlabankans verða áfram eitt prósent samkvæmt tilkynningu peningamálastefnunefndar bankans í morgun. Seðlabankastjóri segir lægri vexti hafa skilað sér vel til heimilanna. 7. október 2020 11:35 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Icelandair flaug aðeins með tólf þúsund farþega í september sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Þetta eu heldur færri farþegar en flugu innanlands með dótturfélaginu Air Iceland Connect í september. 6. október 2020 19:20
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári „Áhrif kórónuveirunnar á rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hafa verið veruleg og ber afkoman hjá samstæðu Isavia þess merki,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. 30. september 2020 16:46
Upprisa ferðaþjónustunnar lykillinn að efnahagsbata Megin vextir Seðlabankans verða áfram eitt prósent samkvæmt tilkynningu peningamálastefnunefndar bankans í morgun. Seðlabankastjóri segir lægri vexti hafa skilað sér vel til heimilanna. 7. október 2020 11:35