The Salisbury Poisonings: Prýðileg bresk grámygla frá BBC Heiðar Sumarliðason skrifar 10. október 2020 09:01 Anne-Marie Duff, MyAnna Burning og Rafe Spell leika aðalhlutverkin í The Salisbury Poisonings. Í annað skiptið á stuttum tíma sýnir Stöð 2 nýlega breska míníseríu byggða á raunverulegum og nýlegum atburðum. Ég skrifaði um hina ágætu Quiz frá ITV fyrir ekki svo löngu, en nú er það The Salisbury Poisonings frá BBC sem hefur verið tekin til sýningar, sem er hin prýðilegasta fjögurra þátta sería. Þáttaröðin byggir frekar nákvæmlega á því þegar eitrað var fyrir rússnesku feðginunum Sergei og Yuliu Skripal í bænum Salisbury í Englandi, sem og rannsókninni á málinu og eftirköstum þess. Sjálfum líður mér líkt og þessir atburðir hafi átt sér stað fyrir sjö eða átta árum, en það er hins vegar mun styttra síðan þetta gerðist. Feðginin sem allt snýst um sjást lítið á skjánum. Það var í mars árið 2018 sem lögreglan fékk símhringingu um tvær meðvitundarlausar manneskjur á bekk í miðbæ þessarar 40.000 manna borgar rétt austan við Stonehenge í suðvesturhluta Englands. Það sem fyrst var talið of stór skömmtun lyfja varð fljótlega að risastóru alþjóðlegu bitbeini, þar sem Rússar voru sakaðir um að hafa eitrað fyrir fólkinu, sem kom í ljós að voru fyrrum njósnari og dóttir hans. Kórónuveiruspeglun Þar sem Skripal-feðginin voru föst í sjúkrarúmi á meðan allt havaríið átti sér stað, fjallar The Salisbury Poisonings-þáttaröðin að mestu leyti um þrjár manneskjur sem tengdust eftirköstum málsins: Rannsóknarlögreglumanninn Nick Bailey (Rafe Spell), sem komst í snertingu við eiturefnið þegar hann fór inn á heimili Sergeis og veiktist mjög í kjölfarið, Tracy Daszkiewicz (Anne-Marie Duff) sem var eins konar Alma Möller þessa máls og Dawn (MyAnna Buring) sem blandaðist inn í atburðarásina fyrir tilviljun. Tracy var Alma Möller Salisbury. Það er frekar áhugavert að horfa á þessa þætti í því kórónuveiruástandi sem við búum við. Novichok-eiturefninu mætti líkja við veiru sem hægt er að smitast af ef þú t.d. kemur við rangan hurðarhún. Svo eru hinar samfélagslegu afleiðingar svipaðar, t.d. deyr túrisminn á svæðinu og allt samfélagið í bænum fer á hliðina. Svo þegar allir halda að krísunni sé lokið dúkkar hún aftur upp öllum að óvörum. Það vissi því enginn í Salisbury hvað myndi gerast næst. Breska grámyglan Mér hefur áður verið tíðrætt um birtuna í bresku sjónvarpsefni. Á Bretlandseyjum er ávallt skýjað og ég fæ hálfgert skammdegisþunglyndi um leið og fyrsti ramminn birtist á skjánum þegar ég horfi á breska þætti. The Salisbury Poisonings eru teknir upp í nóvember og desember, þegar sól er lágt á lofti í Bretlandi (þó auðvitað ekkert miðað við hvernig þetta er á Íslandi), því svífur skammdegisvofan yfir öllu. Ég átta mig ekki á því hvort ég sé einn um óþol varðandi grámyglu bresks sjónvarpsefnis, en þetta hefur virkileg áhrif á það hvernig ég upplifi áhorfið. Þetta tengist að sjálfsögðu því að maður er alinn á kvikmyndum sem teknar eru upp í hinum sólríka suðurhluta Kaliforníu. Það tekur mig því oftast smá tíma að venjast bresku grámyglunni, svo hjálpa efnistök og umfjöllunarefni breska raunsæisdramans ekki til. Það má því segja að ég hoppi ekkert hæð mína þegar breskt sjónvarpsefni er á boðstólum. Ég lét mig þó hafa það og horfði á The Salisbury Poisonings. Og jú, hér er hakað í öll boxin: Síðdegissólin varpar skuggum í þau fáu skipti sem hún sést, annars er grátt yfir, fólkið alvarlegt og öll vinnubrögð listrænna stjórnenda mjög „vönduð.“ Ég hef reyndar verið með þá kenningu að auglýsingafrasinn: „Vönduð bresk sjónvarpsþáttaröð,“ þýði í raun leiðinleg bresk þáttaröð. Líklegast er það vegna þess að ég hugsa enn með hryllingi til BBC-seríanna sem RÚV og Stöð 2 buðu upp á þegar ég var barn og unglingur. Ætli sárin séu ekki enn að gróa hjá sjónvarpssjúklingnum sem ég var. Það voru hræðileg kvöld þegar t.d. Hercule Poirot var á Stöð 2 og í Dauðans greipum á RÚV. Ætli ég hafi ekki neyðst til að horfa á VHS-upptöku af Miami Vice í hundraðasta skiptið þegar slíkt var ástandið (það var a.m.k. sól þarna í Flórída). Ég held að ég hafi a.m.k. ekki gripið í bók, sem ég hefði sennilega betur gert. Þetta hefur verið erfið vika fyrir aðdáendur amerísks afþreyingarefnis. Ekki löggudrama Þrátt fyrir að hafa ekki fengið neina forgjöf í mínum huga, þá náði þáttaröðin um eitrunina í Salisbury nokkuð vel til mín. Þar sem rannsakendur voru lengst af gjörsamlega út á túni varðandi þetta stórfurðulega mál taka höfundarnir rétta ákvörðun varðandi efnistök. Því þó svo að The Salisbury Poisonings líti á yfirborðinu út sem rannsóknarlögreglusaga þá er þáttaröðin í grunninn fjölskyldudrama. Og já, persónan Nick Bailey er sannarlega rannsóknarlögreglumaður, en hann eyðir minnstum skjátíma sínum við skyldustörf og mestum í sjúkrarúmi. Þó svo að mikið af löggum komi fram í þáttunum er lítið um hasar. Persónan Tracy Daszkiewicz eyðir stórum hluta þáttarins við skyldustörf að sinna eitruninni, en þó ekki mikið að rannsaka málið, heldur meira að hugga fólk . Dawn Sturgess kemur ekki nálægt eitruninni sjálfri fyrr en langt er liðið á söguna. Því fjallar stærstur hluti framvindu persónu hennar um samband hennar við fjölskyldu sína og baráttuna við Bakkus. Tha Salisbury Poisonings er misáhugaverð þáttaröð. Hún byrjar vel og heldur dampi framan af, en rétt eftir miðbik var ég eilítið farinn að ókyrrast. Sagan nær sér hins vegar aftur á flug áður en yfir lýkur, þó niðurlagið á sögu persónanna þriggja sé eilítið klunnalegt. The Salisbury Poisonings skilar sínu fyrir aðdáendur breskrar grámyglu og við hin sem erum meira fyrir amerísku sólina fáum einnig eitthvað fyrir okkar snúð. Hægt er að nálgast The Salisbury Poisonings á Stöð 2 Maraþon. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna. Skripal-feðginin eru skilin eftir á jaðrinum í prýðilegri nálgun frá BBC á Salisbury-eitrunarmálið. Stjörnubíó Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Í annað skiptið á stuttum tíma sýnir Stöð 2 nýlega breska míníseríu byggða á raunverulegum og nýlegum atburðum. Ég skrifaði um hina ágætu Quiz frá ITV fyrir ekki svo löngu, en nú er það The Salisbury Poisonings frá BBC sem hefur verið tekin til sýningar, sem er hin prýðilegasta fjögurra þátta sería. Þáttaröðin byggir frekar nákvæmlega á því þegar eitrað var fyrir rússnesku feðginunum Sergei og Yuliu Skripal í bænum Salisbury í Englandi, sem og rannsókninni á málinu og eftirköstum þess. Sjálfum líður mér líkt og þessir atburðir hafi átt sér stað fyrir sjö eða átta árum, en það er hins vegar mun styttra síðan þetta gerðist. Feðginin sem allt snýst um sjást lítið á skjánum. Það var í mars árið 2018 sem lögreglan fékk símhringingu um tvær meðvitundarlausar manneskjur á bekk í miðbæ þessarar 40.000 manna borgar rétt austan við Stonehenge í suðvesturhluta Englands. Það sem fyrst var talið of stór skömmtun lyfja varð fljótlega að risastóru alþjóðlegu bitbeini, þar sem Rússar voru sakaðir um að hafa eitrað fyrir fólkinu, sem kom í ljós að voru fyrrum njósnari og dóttir hans. Kórónuveiruspeglun Þar sem Skripal-feðginin voru föst í sjúkrarúmi á meðan allt havaríið átti sér stað, fjallar The Salisbury Poisonings-þáttaröðin að mestu leyti um þrjár manneskjur sem tengdust eftirköstum málsins: Rannsóknarlögreglumanninn Nick Bailey (Rafe Spell), sem komst í snertingu við eiturefnið þegar hann fór inn á heimili Sergeis og veiktist mjög í kjölfarið, Tracy Daszkiewicz (Anne-Marie Duff) sem var eins konar Alma Möller þessa máls og Dawn (MyAnna Buring) sem blandaðist inn í atburðarásina fyrir tilviljun. Tracy var Alma Möller Salisbury. Það er frekar áhugavert að horfa á þessa þætti í því kórónuveiruástandi sem við búum við. Novichok-eiturefninu mætti líkja við veiru sem hægt er að smitast af ef þú t.d. kemur við rangan hurðarhún. Svo eru hinar samfélagslegu afleiðingar svipaðar, t.d. deyr túrisminn á svæðinu og allt samfélagið í bænum fer á hliðina. Svo þegar allir halda að krísunni sé lokið dúkkar hún aftur upp öllum að óvörum. Það vissi því enginn í Salisbury hvað myndi gerast næst. Breska grámyglan Mér hefur áður verið tíðrætt um birtuna í bresku sjónvarpsefni. Á Bretlandseyjum er ávallt skýjað og ég fæ hálfgert skammdegisþunglyndi um leið og fyrsti ramminn birtist á skjánum þegar ég horfi á breska þætti. The Salisbury Poisonings eru teknir upp í nóvember og desember, þegar sól er lágt á lofti í Bretlandi (þó auðvitað ekkert miðað við hvernig þetta er á Íslandi), því svífur skammdegisvofan yfir öllu. Ég átta mig ekki á því hvort ég sé einn um óþol varðandi grámyglu bresks sjónvarpsefnis, en þetta hefur virkileg áhrif á það hvernig ég upplifi áhorfið. Þetta tengist að sjálfsögðu því að maður er alinn á kvikmyndum sem teknar eru upp í hinum sólríka suðurhluta Kaliforníu. Það tekur mig því oftast smá tíma að venjast bresku grámyglunni, svo hjálpa efnistök og umfjöllunarefni breska raunsæisdramans ekki til. Það má því segja að ég hoppi ekkert hæð mína þegar breskt sjónvarpsefni er á boðstólum. Ég lét mig þó hafa það og horfði á The Salisbury Poisonings. Og jú, hér er hakað í öll boxin: Síðdegissólin varpar skuggum í þau fáu skipti sem hún sést, annars er grátt yfir, fólkið alvarlegt og öll vinnubrögð listrænna stjórnenda mjög „vönduð.“ Ég hef reyndar verið með þá kenningu að auglýsingafrasinn: „Vönduð bresk sjónvarpsþáttaröð,“ þýði í raun leiðinleg bresk þáttaröð. Líklegast er það vegna þess að ég hugsa enn með hryllingi til BBC-seríanna sem RÚV og Stöð 2 buðu upp á þegar ég var barn og unglingur. Ætli sárin séu ekki enn að gróa hjá sjónvarpssjúklingnum sem ég var. Það voru hræðileg kvöld þegar t.d. Hercule Poirot var á Stöð 2 og í Dauðans greipum á RÚV. Ætli ég hafi ekki neyðst til að horfa á VHS-upptöku af Miami Vice í hundraðasta skiptið þegar slíkt var ástandið (það var a.m.k. sól þarna í Flórída). Ég held að ég hafi a.m.k. ekki gripið í bók, sem ég hefði sennilega betur gert. Þetta hefur verið erfið vika fyrir aðdáendur amerísks afþreyingarefnis. Ekki löggudrama Þrátt fyrir að hafa ekki fengið neina forgjöf í mínum huga, þá náði þáttaröðin um eitrunina í Salisbury nokkuð vel til mín. Þar sem rannsakendur voru lengst af gjörsamlega út á túni varðandi þetta stórfurðulega mál taka höfundarnir rétta ákvörðun varðandi efnistök. Því þó svo að The Salisbury Poisonings líti á yfirborðinu út sem rannsóknarlögreglusaga þá er þáttaröðin í grunninn fjölskyldudrama. Og já, persónan Nick Bailey er sannarlega rannsóknarlögreglumaður, en hann eyðir minnstum skjátíma sínum við skyldustörf og mestum í sjúkrarúmi. Þó svo að mikið af löggum komi fram í þáttunum er lítið um hasar. Persónan Tracy Daszkiewicz eyðir stórum hluta þáttarins við skyldustörf að sinna eitruninni, en þó ekki mikið að rannsaka málið, heldur meira að hugga fólk . Dawn Sturgess kemur ekki nálægt eitruninni sjálfri fyrr en langt er liðið á söguna. Því fjallar stærstur hluti framvindu persónu hennar um samband hennar við fjölskyldu sína og baráttuna við Bakkus. Tha Salisbury Poisonings er misáhugaverð þáttaröð. Hún byrjar vel og heldur dampi framan af, en rétt eftir miðbik var ég eilítið farinn að ókyrrast. Sagan nær sér hins vegar aftur á flug áður en yfir lýkur, þó niðurlagið á sögu persónanna þriggja sé eilítið klunnalegt. The Salisbury Poisonings skilar sínu fyrir aðdáendur breskrar grámyglu og við hin sem erum meira fyrir amerísku sólina fáum einnig eitthvað fyrir okkar snúð. Hægt er að nálgast The Salisbury Poisonings á Stöð 2 Maraþon. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna. Skripal-feðginin eru skilin eftir á jaðrinum í prýðilegri nálgun frá BBC á Salisbury-eitrunarmálið.
Stjörnubíó Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira