Viku frá tillögum sóttvarnalæknis varðandi skóla og útfarir Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2020 17:51 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu Covid-19. Líkt og áður hefur komið fram miðast fjöldamörk samkomubanns við 20 manns en vikið er frá tillögum sóttvarnalæknis að því leyti að í framhalds- og háskólum verður miðað við 25 manna fjöldatakmörk í stað 20 manna og 50 manna fjöldatakmörk í útförum. Þá verður ekki gert ráð fyrir áhorfendum á íþróttaleikjum. Aðgerðirnar taka gildi mánudaginn 5. október og verður auglýsing heilbrigðisráðherra birt á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stærstu einstöku breytingarnar verða, líkt og áður segir, 20 manna fjöldatakmörkun með ákveðnum undantekningum. Þar má nefna 50 manna hámark í útförum og 100 manna hámark í tilteknum verslunum. 50% af hámarksfjölda í sundlaugum Krám, skemmtistöðum, spilasölum og líkamsræktarstöðvum verður lokað. Sundlaugar verða áfram opnar en með þrengri fjöldatakmörkunum, eða 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Ekki verða breytingar á starfsemi leik- og grunnskóla. Í framhalds- og háskólum munu gilda 25 manna fjöldatakmarkanir og er þar miðað við algenga bekkjarstærð. Áfram verður eins metra reglan í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Gerð verður sérstök grein fyrir reglum í íþrótta- og menningarstarfsemi í auglýsingu en ekki verður gert ráð fyrir áhorfendum. Starfsemi leikhúsa miðast við 100 manna hólf- og grímuskyldu. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að frá 15. september til 1. október hafi um 560 einstaklingar greinst innanlands, daglegur fjöldi nýgreindra verið um 30-40 og hlutfall þeirra sem er í sóttkví verið um 50%. Á sama tíma hafi fjöldi þeirra sem veikst hefur alvarlega aukist og um 20 einstaklingar þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. „Í ljósi þess að faraldurinn er nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt er að álag á sjúkrahúskerfið getur farið yfir þolmörk varðandi COVID og önnur verkefni, þá leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til bæla faraldurinn sem mest niður,“ segir meðal annars í minnisblaði sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hertar samkomutakmarkanir: Engir áhorfendur Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október. Verða engir áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum í kjölfarið. 3. október 2020 18:02 Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu Covid-19. Líkt og áður hefur komið fram miðast fjöldamörk samkomubanns við 20 manns en vikið er frá tillögum sóttvarnalæknis að því leyti að í framhalds- og háskólum verður miðað við 25 manna fjöldatakmörk í stað 20 manna og 50 manna fjöldatakmörk í útförum. Þá verður ekki gert ráð fyrir áhorfendum á íþróttaleikjum. Aðgerðirnar taka gildi mánudaginn 5. október og verður auglýsing heilbrigðisráðherra birt á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stærstu einstöku breytingarnar verða, líkt og áður segir, 20 manna fjöldatakmörkun með ákveðnum undantekningum. Þar má nefna 50 manna hámark í útförum og 100 manna hámark í tilteknum verslunum. 50% af hámarksfjölda í sundlaugum Krám, skemmtistöðum, spilasölum og líkamsræktarstöðvum verður lokað. Sundlaugar verða áfram opnar en með þrengri fjöldatakmörkunum, eða 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Ekki verða breytingar á starfsemi leik- og grunnskóla. Í framhalds- og háskólum munu gilda 25 manna fjöldatakmarkanir og er þar miðað við algenga bekkjarstærð. Áfram verður eins metra reglan í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð. Gerð verður sérstök grein fyrir reglum í íþrótta- og menningarstarfsemi í auglýsingu en ekki verður gert ráð fyrir áhorfendum. Starfsemi leikhúsa miðast við 100 manna hólf- og grímuskyldu. Fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis að frá 15. september til 1. október hafi um 560 einstaklingar greinst innanlands, daglegur fjöldi nýgreindra verið um 30-40 og hlutfall þeirra sem er í sóttkví verið um 50%. Á sama tíma hafi fjöldi þeirra sem veikst hefur alvarlega aukist og um 20 einstaklingar þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. „Í ljósi þess að faraldurinn er nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt er að álag á sjúkrahúskerfið getur farið yfir þolmörk varðandi COVID og önnur verkefni, þá leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til bæla faraldurinn sem mest niður,“ segir meðal annars í minnisblaði sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hertar samkomutakmarkanir: Engir áhorfendur Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október. Verða engir áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum í kjölfarið. 3. október 2020 18:02 Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hertar samkomutakmarkanir: Engir áhorfendur Hertar samkomutakmarkanir taka gildi 5. október. Verða engir áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum í kjölfarið. 3. október 2020 18:02
Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24