FÍB skorar á stjórnvöld að innleiða reglugerð um takmarkanir á mengun frá bílum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. september 2020 07:00 Tesla Model 3 bíll fyrir utan risarafhlöðuverksmiðju Tesla í Nevada. Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, skorar á íslensk stjórnvöld að innleiða Evrópu reglugerð um takmarkanir á mengun frá bílum. Innleiðingin hefur dregist úr hófi fram, sem gæti haft það í för með sér að framleiðendur selji ekki raf- eða hreinorkubíla hingað til lands og jafnvel ekki heldur til Noregs. Í fréttatíma á RÚV í fyrra kvöld kom fram í máli Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, að Evrópusambandið hafi samþykkt harðari reglur og auknar kröfur á bílaframleiðendur varðandi útblástur bíla samkvæmt frétt á heimasíðu FÍB. Fram kom að í ár megi meðal framleiðsla hvers bílaframleiðanda ekki menga meira en sem nemur 95 gr. á kílómetra af koltvísýringi. Háar sektir liggi við brotum sem þessum og hefðu framleiðendur því keppst við að fara yfir í framleiðslu á hreinorku bílum. EFTA-ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein, sem eru hluti af EES samningnum þurfa öll að samþykkja það sem fer inn í samninginn. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Stöð 2/Björn Sigurðsson. „Eftir upplýsingum sem við höfum frá Noregi hafa aðilar þar áhyggjur að því að einhverra hluta vegna hafa Íslendingar dregið lappirnar með að samþykkja þetta regluverk frá Evrópu sem lítur að því að draga úr útlosun frá ökutækjum. Það sé í raun þvert á samþykktir stjórnvalda í átaki í þeim efnum,“ sagði Runólfur Ólafsson í samtali á RÚV. Runólfur sagði enn fremur að framleiðendur sæju sér ekki hag í því að flytja hingað til lands raf- eða hreina raforkubíla því þeir telji ekki með í kvóta þeirra og sama gæti gilt fyrir Noreg. Runólfur segir að samkvæmt upplýsingum hafi málið beðið afgreiðslu hjá Alþingi frá því í október á síðasta ári. „Við skorum á stjórnvöld að standa við sínar skyldur og undirrita þetta samkomulag til að tryggja það að hér verði áfram nægt framboð á raf- og hreinorkubílum á markaðnum,“ sagði Runólfur Ólafsson. Vistvænir bílar Evrópusambandið Umhverfismál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent
Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, skorar á íslensk stjórnvöld að innleiða Evrópu reglugerð um takmarkanir á mengun frá bílum. Innleiðingin hefur dregist úr hófi fram, sem gæti haft það í för með sér að framleiðendur selji ekki raf- eða hreinorkubíla hingað til lands og jafnvel ekki heldur til Noregs. Í fréttatíma á RÚV í fyrra kvöld kom fram í máli Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, að Evrópusambandið hafi samþykkt harðari reglur og auknar kröfur á bílaframleiðendur varðandi útblástur bíla samkvæmt frétt á heimasíðu FÍB. Fram kom að í ár megi meðal framleiðsla hvers bílaframleiðanda ekki menga meira en sem nemur 95 gr. á kílómetra af koltvísýringi. Háar sektir liggi við brotum sem þessum og hefðu framleiðendur því keppst við að fara yfir í framleiðslu á hreinorku bílum. EFTA-ríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein, sem eru hluti af EES samningnum þurfa öll að samþykkja það sem fer inn í samninginn. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Stöð 2/Björn Sigurðsson. „Eftir upplýsingum sem við höfum frá Noregi hafa aðilar þar áhyggjur að því að einhverra hluta vegna hafa Íslendingar dregið lappirnar með að samþykkja þetta regluverk frá Evrópu sem lítur að því að draga úr útlosun frá ökutækjum. Það sé í raun þvert á samþykktir stjórnvalda í átaki í þeim efnum,“ sagði Runólfur Ólafsson í samtali á RÚV. Runólfur sagði enn fremur að framleiðendur sæju sér ekki hag í því að flytja hingað til lands raf- eða hreina raforkubíla því þeir telji ekki með í kvóta þeirra og sama gæti gilt fyrir Noreg. Runólfur segir að samkvæmt upplýsingum hafi málið beðið afgreiðslu hjá Alþingi frá því í október á síðasta ári. „Við skorum á stjórnvöld að standa við sínar skyldur og undirrita þetta samkomulag til að tryggja það að hér verði áfram nægt framboð á raf- og hreinorkubílum á markaðnum,“ sagði Runólfur Ólafsson.
Vistvænir bílar Evrópusambandið Umhverfismál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent