Icelandair í samstarf við easyJet Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2020 16:25 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að með Worldwide by easyJet geti „farþegar sjálfir bókað flug með easyJet og fjölmörgum samstarfsflugfélögum á sjálfvirkan og einfaldan hátt og þannig aukið möguleika á tengiflugi til fjölda áfangastaða um allan heim.“ Áætlað er að þjónustan verði virk á næstu vikum og þegar markaðsaðstæður leyfa en ferðalög fólks á milli landa hafa verið í algjöru lágmarki undanfarin misseri vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem honum hafa fylgt. Þegar þjónustan verður virk munu viðskiptavinir geta bókað flug frá áfangastöðum easyJet í Evrópu og svo áfram inn í leiðakerfi Icelandair til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku „í nánustu framtíð,“ líkt og það er orðað í tilkynningu Icelandair. „Icelandair á nú þegar í samstarfi við önnur flugfélög á borð við SAS, Finnair og airBaltic í Evrópu og Jetblue og Alaska Airlines í Bandaríkjunum. Worldwide by easyJet tengir saman yfir 5 þúsund flugleiðir víða um heim með öflugu neti 17 samstarfsflugfélaga. Sem leiðandi flugfélag í Evrópu, flutti easyJet 96,1 milljón farþega á árinu 2019,“ segir í tilkynningu Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50 Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að með Worldwide by easyJet geti „farþegar sjálfir bókað flug með easyJet og fjölmörgum samstarfsflugfélögum á sjálfvirkan og einfaldan hátt og þannig aukið möguleika á tengiflugi til fjölda áfangastaða um allan heim.“ Áætlað er að þjónustan verði virk á næstu vikum og þegar markaðsaðstæður leyfa en ferðalög fólks á milli landa hafa verið í algjöru lágmarki undanfarin misseri vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem honum hafa fylgt. Þegar þjónustan verður virk munu viðskiptavinir geta bókað flug frá áfangastöðum easyJet í Evrópu og svo áfram inn í leiðakerfi Icelandair til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku „í nánustu framtíð,“ líkt og það er orðað í tilkynningu Icelandair. „Icelandair á nú þegar í samstarfi við önnur flugfélög á borð við SAS, Finnair og airBaltic í Evrópu og Jetblue og Alaska Airlines í Bandaríkjunum. Worldwide by easyJet tengir saman yfir 5 þúsund flugleiðir víða um heim með öflugu neti 17 samstarfsflugfélaga. Sem leiðandi flugfélag í Evrópu, flutti easyJet 96,1 milljón farþega á árinu 2019,“ segir í tilkynningu Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50 Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58 Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50
Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58
Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35