Telja lán með breytilegum vöxtum ólögleg Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 20:40 Stóru bankanir þrír hafa fengið kröfubréf frá Neytendasamtökunum þar sem skorað er á þá að breyta skilmálum lána með breytilega vexti. Vísir Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. Kröfuna á hendur Arion banka, Landsbaka og Íslandsbanka lögðu Neytendasamtökin fram eftir að hafa lagst í skoðun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum í vetur. Töldu samtökin að vaxtabreytingar hefðu hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði, og grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur í huga fyrir neytendur margra félagsmanna samtakanna. Greining á vegum samtakanna leiddi í ljós að vaxtaálag bankanna hefði aukist á undanförnum misserum. Lögfræðiálit sem samtökin fengu sagði að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breytilega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi. Staðlaðir skilmálar lána til neytenda voru oft ekki talin standast lögmætar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiddi af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Þá kom fram að bankarnir hefðu ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lánasamningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. „Þó[tt] fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka, eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Því sendu samtökin bönkunum þremur kröfubréf með alvarlegum athugasemdum og skoruðu á þá að lagfæra skilmála og framkvæmda vaxtabreytinga þannig að grundvöllur þeirra verði skýr, aðgengilegur og hlutlægur. Einnig skora samtökin á bankana að leiðrétta hlut neytenda sem hallað hafi á með ákvörðunum um vaxtabreytingar. Gáfu samtökin bönkunum frest til 24. september til að bregðast við kröfunum. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög. Kröfuna á hendur Arion banka, Landsbaka og Íslandsbanka lögðu Neytendasamtökin fram eftir að hafa lagst í skoðun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum í vetur. Töldu samtökin að vaxtabreytingar hefðu hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði, og grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur í huga fyrir neytendur margra félagsmanna samtakanna. Greining á vegum samtakanna leiddi í ljós að vaxtaálag bankanna hefði aukist á undanförnum misserum. Lögfræðiálit sem samtökin fengu sagði að framkvæmd bankanna er varðar vaxtabreytingar á lánum með breytilega vexti uppfylli í mörgum tilvikum ekki þær kröfur sem gera verður um gagnsæi. Staðlaðir skilmálar lána til neytenda voru oft ekki talin standast lögmætar kröfur um upplýsingagjöf og skýrleika sem leiddi af sér mikið ójafnvægi í samningssambandi neytanda og bankanna. Þá kom fram að bankarnir hefðu ekki lækkað vexti í samræmi við eigin ákvæði í lánasamningum, til dæmis í samræmi við þróun stýrivaxta Seðlabankans. „Þó[tt] fjárhæðirnar séu ekki alltaf háar fyrir hvern og einn lántaka, eru þetta verulegar upphæðir séu þær lagðar saman,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Því sendu samtökin bönkunum þremur kröfubréf með alvarlegum athugasemdum og skoruðu á þá að lagfæra skilmála og framkvæmda vaxtabreytinga þannig að grundvöllur þeirra verði skýr, aðgengilegur og hlutlægur. Einnig skora samtökin á bankana að leiðrétta hlut neytenda sem hallað hafi á með ákvörðunum um vaxtabreytingar. Gáfu samtökin bönkunum frest til 24. september til að bregðast við kröfunum.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira