Vilja að hætt sé við HM í handbolta Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2020 15:58 Ísland varð í 11. sæti á síðasta heimsmeistaramóti í handbolta, árið 2019. vísir/epa Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM karla í handbolta sem fara á fram í Egyptalandi í janúar. Ekki eru allir á eitt sáttir með að mótið fari fram, á tímum kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn þýsku handknattleiksfélaganna Kiel og Flensburg hafa kallað eftir því að HM verði aflýst. „Við höfum ekkert á móti Egyptalandi en leikmenn þyrftu væntanlega að fara í 14 daga sóttkví eftir mótið. Það er ekkert vit í þessu,“ sagði Marc Weinstock stjórnarformaður Kiel við Sport-Bild. Boy Meesenburg hjá Flensburg tók í svipaðan streng. „Egyptaland er kannski ekki beint þekkt fyrir mesta hreinlæti í heiminum,“ lét Meesenburg hafa eftir sér. Þeir Weinstock vilja auk þess að upphafi keppnistímabilsins í Þýskalandi verði frestað frá byrjun október og fram í byrjun janúar. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlín og varaformaður þýska handknattleikssambandsins, gagnrýnir kröfurnar um aflýsingu HM harðlega í viðtali við Sport1. „Í hreinskilni sagt finnst mér það fordómafullt að ætla að neita landi eins og Egyptalandi að halda HM með þessum hætti. Ég er viss um að Egyptarnir eru ekki síður til þess færir en Þjóðverjar að uppfylla kröfur um hreinlæti. Mér finnst í raun sorglegt að einhver skuli tala svona,“ sagði Hanning og vísaði sérstaklega til ummæla Meesenburg. „Menn verða að hugsa um hvað þessar kröfur þýða fyrir þýskan handbolta. Landsliðið er algjör drifkraftur fyrir okkar íþrótt. Við náum til 10 milljóna áhorfenda með heimsmeistara- og Evrópumótum, og félagsliðin græða á því að landsliðinu gangi vel,“ sagði Hanning. HM 2021 í handbolta Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37 Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Sjá meira
Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM karla í handbolta sem fara á fram í Egyptalandi í janúar. Ekki eru allir á eitt sáttir með að mótið fari fram, á tímum kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn þýsku handknattleiksfélaganna Kiel og Flensburg hafa kallað eftir því að HM verði aflýst. „Við höfum ekkert á móti Egyptalandi en leikmenn þyrftu væntanlega að fara í 14 daga sóttkví eftir mótið. Það er ekkert vit í þessu,“ sagði Marc Weinstock stjórnarformaður Kiel við Sport-Bild. Boy Meesenburg hjá Flensburg tók í svipaðan streng. „Egyptaland er kannski ekki beint þekkt fyrir mesta hreinlæti í heiminum,“ lét Meesenburg hafa eftir sér. Þeir Weinstock vilja auk þess að upphafi keppnistímabilsins í Þýskalandi verði frestað frá byrjun október og fram í byrjun janúar. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlín og varaformaður þýska handknattleikssambandsins, gagnrýnir kröfurnar um aflýsingu HM harðlega í viðtali við Sport1. „Í hreinskilni sagt finnst mér það fordómafullt að ætla að neita landi eins og Egyptalandi að halda HM með þessum hætti. Ég er viss um að Egyptarnir eru ekki síður til þess færir en Þjóðverjar að uppfylla kröfur um hreinlæti. Mér finnst í raun sorglegt að einhver skuli tala svona,“ sagði Hanning og vísaði sérstaklega til ummæla Meesenburg. „Menn verða að hugsa um hvað þessar kröfur þýða fyrir þýskan handbolta. Landsliðið er algjör drifkraftur fyrir okkar íþrótt. Við náum til 10 milljóna áhorfenda með heimsmeistara- og Evrópumótum, og félagsliðin græða á því að landsliðinu gangi vel,“ sagði Hanning.
HM 2021 í handbolta Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37 Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Sjá meira
Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37
Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21