23 dagar í Rúmeníuleik: Ísland gæti endað í riðli með Englandi og Ítalíu í Þjóðadeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 10:00 Ísland mætti Englandi í fyrsta sinn í keppnisleik á EM í Frakklandi 2016. Getty/Marc Atkins Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir eru auðvitað með hugan við umspilið um laust sæti á EM og fram undan er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi sem við hjá Vísi erum að telja niður í. Íslensku strákarnir ná vonandi að tryggja sig inn á EM í sumar en í haust tekur síðan við Þjóðadeildin. Öll riðlakeppni Þjóðadeildarinnar 2020-21 fer fram frá september til nóvember 2020. Lokaúrslitin fara síðan fram í júní 2021. Þjóðunum í A-deildinni er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og fer eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil. Vísir mun fylgjast vel með drættinum í dag og sýna beint frá honum. Ríkharð Guðnason mun hita upp fyrir dráttinn á Stöð 2 Sport og Vísi og fara líka yfir niðurstöðurnar eftir hann þar sem hann mun kalla eftir viðbrögðum frá íslenskum landsliðsmanni. Ísland er í fjórða og síðasta styrkleikaflokknum með hinum þjóðunum sem áttu líka að falla áður en var fjölgað úr tólf liðum í sextán lið. Hinar þjóðirnar í fjórða styrkleikaflokki eru Þýskaland, Króatía og Pólland. Það er því öruggt að Ísland lendir ekki í riðli með þessum þremur þjóðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fer fram í dag. Klippa: Svona fer Þjóðadeildadrátturinn fram í dag Það er líka ljóst að riðill íslenska liðsins getur orðið mjög krefjandi. England og Ítalía eða Holland og Spánn. Liðin sem koma í íslenska riðilinn úr efstu tveimur styrkleikaflokknum geta bæði komið úr hópi bestu liða heims en við gætum líka lent í riðli með góðkunningjum okkar eins og Portúgal og Belgíu eða Sviss og Frakklandi. Hér fyrir neðan má sjá nokkra möguleika á draumariðli, martraðarriðli og mögulega léttasta riðlinum í boði.Draumariðill England Ítalía Danmörk ÍslandErfiðasti riðillinn Holland Frakkland Úkraína ÍslandLéttasti riðillinn Sviss Ítalía Bosnía ÍslandStyrkleikaflokkarnir í A-deild: Fyrsti: Portúgal, Holland, England, Sviss Annar: Belgía, Frakkland Spánn, Ítalía Þriðji: Bosnía, Úkraína Danmörk, Svíþjóð Fjórði: Króatía, Pólland, Þýskaland, Ísland- Efsta riðil í hverjum riðli kemst í úrslitin en neðsta liðið fellur í B-deild.Leikdagar í Þjóðadeildinni 2020-21: 1. umferð: 3.–5. september 2020 2. umferð: 6.–8. september 2020 3. umferð: 8.–10. október 2020 4. umferð: 11.–13. október 2020 5. umferð: 12.–14. nóvember 2020 6. umferð: 15.–17. nóvember 2020 Úrslitin: 2., 3. og 6. júní 2021 Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir eru auðvitað með hugan við umspilið um laust sæti á EM og fram undan er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi sem við hjá Vísi erum að telja niður í. Íslensku strákarnir ná vonandi að tryggja sig inn á EM í sumar en í haust tekur síðan við Þjóðadeildin. Öll riðlakeppni Þjóðadeildarinnar 2020-21 fer fram frá september til nóvember 2020. Lokaúrslitin fara síðan fram í júní 2021. Þjóðunum í A-deildinni er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og fer eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki í hvern riðil. Vísir mun fylgjast vel með drættinum í dag og sýna beint frá honum. Ríkharð Guðnason mun hita upp fyrir dráttinn á Stöð 2 Sport og Vísi og fara líka yfir niðurstöðurnar eftir hann þar sem hann mun kalla eftir viðbrögðum frá íslenskum landsliðsmanni. Ísland er í fjórða og síðasta styrkleikaflokknum með hinum þjóðunum sem áttu líka að falla áður en var fjölgað úr tólf liðum í sextán lið. Hinar þjóðirnar í fjórða styrkleikaflokki eru Þýskaland, Króatía og Pólland. Það er því öruggt að Ísland lendir ekki í riðli með þessum þremur þjóðum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fer fram í dag. Klippa: Svona fer Þjóðadeildadrátturinn fram í dag Það er líka ljóst að riðill íslenska liðsins getur orðið mjög krefjandi. England og Ítalía eða Holland og Spánn. Liðin sem koma í íslenska riðilinn úr efstu tveimur styrkleikaflokknum geta bæði komið úr hópi bestu liða heims en við gætum líka lent í riðli með góðkunningjum okkar eins og Portúgal og Belgíu eða Sviss og Frakklandi. Hér fyrir neðan má sjá nokkra möguleika á draumariðli, martraðarriðli og mögulega léttasta riðlinum í boði.Draumariðill England Ítalía Danmörk ÍslandErfiðasti riðillinn Holland Frakkland Úkraína ÍslandLéttasti riðillinn Sviss Ítalía Bosnía ÍslandStyrkleikaflokkarnir í A-deild: Fyrsti: Portúgal, Holland, England, Sviss Annar: Belgía, Frakkland Spánn, Ítalía Þriðji: Bosnía, Úkraína Danmörk, Svíþjóð Fjórði: Króatía, Pólland, Þýskaland, Ísland- Efsta riðil í hverjum riðli kemst í úrslitin en neðsta liðið fellur í B-deild.Leikdagar í Þjóðadeildinni 2020-21: 1. umferð: 3.–5. september 2020 2. umferð: 6.–8. september 2020 3. umferð: 8.–10. október 2020 4. umferð: 11.–13. október 2020 5. umferð: 12.–14. nóvember 2020 6. umferð: 15.–17. nóvember 2020 Úrslitin: 2., 3. og 6. júní 2021 Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira