Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2020 10:38 Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandinn í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. Deilan snerist um 31 afleiðusamning, nánar tiltekið 23 samninga um gjaldmiðla og framvirk gjaldmiðlaskipti og átta samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti, svokallaðar „áhættuvarnir“Þrotabú Glitnis taldi útgerðarfélagið hafa gengist undir samningana með undirritun 25. mars 2008 og 17. apríl 2008 og svo aftur með framlengingu samninganna 6. og 7. október 2008, en síðastnefnda daginn tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnis. Vildi meina að aldrei hafi verið óskað eftir framlengingu Útgerðarfélagið hafnaði greiðsluskyldu á þeim rökum að samningarnir sem undirritaðir voru í mars og apríl hafi verið undirritaðir af Óttari Má Ingvarssyni, þáverandi fjármálastjóra utgerðarfélagsins, sem hafi ekki haft umboð til að skuldbinda útgerðarfélagið. Þá vildi útgerðarfélagið einnig meina að þrotabúið hafi framlengt samningana einhliða í október, ekki hafi verið óskað eftir þeirri framlengingu og samningarnir hafi ekki verið undirritaðir. Lögðu fram endurrit af hljóðupptökum Í löngum niðurstöðukafla héraðsdóms er bent á að samkvæmt gögnum málsins komi fram að Óttari Má hafi árið 2005 verið veitt umboð til að eiga viðskipti við Glitni fyrir hönd félagsins. Því sé ekki hægt að líta svo á að hann hafi ekki haft umboð til að undirrita samningana í mars og apríl. Til stuðnings þess að útgerðarfélagið hafði samþykkt framlenginguna lagði þrotabúið fram endurrit af hljóðupptökum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins og Rúnars Jónssonar, forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hjá Glitni, þar sem þeir ræða um samningana sem voru í gildi. Í dómi héraðsdóms segir að þegar símtölin um þá samningana sem voru á gjalddaga 6. og 7. október séu metin heildstætt megi sjá að Guðmundur hafi verið vel meðvitaðir um þá samninga og að þeir hafi verið í miklu tapi vegna gengishruns íslensku krónunnar. Óskaði eftir kvittunum Í dóminum segir einnig að komið hafi nægjanlega vel fram að útgerðarfélagið hafi í reynd viljað og ætlað sér að framlengja viðskiptin og með því gengist undir þær skuldbindingar sem lýst er í skjölum að baki þeim samningum sem framlengdir voru í október 2008. Í raun hafi útgerðarfélagið verið í brýnni þörf á að endurnýja þá þar sem það hafi ekki getað efnt fyrri samninga á gjalddaga. Þá var einnig litið til tölvupósts þann 8. október 2008 frá aðstoðarmanni Guðmundar þar sem óskað var eftir greiðslukvittunum vegna „swap viðskipta frá því í gær og í dag V/BRIM“. Að mati dómsins átti starfsmaðurinn við framlengingu á þeim samningum sem voru á gjalddaga 6. og 7. október. Sami starfsmaður sótti umrædda samninga í heimabanka útgerðarfélagsins 15. október. Var það því mat héraðsdóms að samningarnir hafi verið í gildi og því var höfuðstóll kröfu þrotabúsins tekinn til greina, rétt tæpir tveir milljarðar króna, nánar tiltekið 1.999.395.000 krónur með dráttarvöxtum frá 6. maí 2016 til greiðsludags. Þá þarf útgerðarfélagið einnig að greiða þrotabúinu 12 milljónir í málskostnað. Dómsmál Hrunið Sjávarútvegur Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. Deilan snerist um 31 afleiðusamning, nánar tiltekið 23 samninga um gjaldmiðla og framvirk gjaldmiðlaskipti og átta samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti, svokallaðar „áhættuvarnir“Þrotabú Glitnis taldi útgerðarfélagið hafa gengist undir samningana með undirritun 25. mars 2008 og 17. apríl 2008 og svo aftur með framlengingu samninganna 6. og 7. október 2008, en síðastnefnda daginn tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnis. Vildi meina að aldrei hafi verið óskað eftir framlengingu Útgerðarfélagið hafnaði greiðsluskyldu á þeim rökum að samningarnir sem undirritaðir voru í mars og apríl hafi verið undirritaðir af Óttari Má Ingvarssyni, þáverandi fjármálastjóra utgerðarfélagsins, sem hafi ekki haft umboð til að skuldbinda útgerðarfélagið. Þá vildi útgerðarfélagið einnig meina að þrotabúið hafi framlengt samningana einhliða í október, ekki hafi verið óskað eftir þeirri framlengingu og samningarnir hafi ekki verið undirritaðir. Lögðu fram endurrit af hljóðupptökum Í löngum niðurstöðukafla héraðsdóms er bent á að samkvæmt gögnum málsins komi fram að Óttari Má hafi árið 2005 verið veitt umboð til að eiga viðskipti við Glitni fyrir hönd félagsins. Því sé ekki hægt að líta svo á að hann hafi ekki haft umboð til að undirrita samningana í mars og apríl. Til stuðnings þess að útgerðarfélagið hafði samþykkt framlenginguna lagði þrotabúið fram endurrit af hljóðupptökum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins og Rúnars Jónssonar, forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hjá Glitni, þar sem þeir ræða um samningana sem voru í gildi. Í dómi héraðsdóms segir að þegar símtölin um þá samningana sem voru á gjalddaga 6. og 7. október séu metin heildstætt megi sjá að Guðmundur hafi verið vel meðvitaðir um þá samninga og að þeir hafi verið í miklu tapi vegna gengishruns íslensku krónunnar. Óskaði eftir kvittunum Í dóminum segir einnig að komið hafi nægjanlega vel fram að útgerðarfélagið hafi í reynd viljað og ætlað sér að framlengja viðskiptin og með því gengist undir þær skuldbindingar sem lýst er í skjölum að baki þeim samningum sem framlengdir voru í október 2008. Í raun hafi útgerðarfélagið verið í brýnni þörf á að endurnýja þá þar sem það hafi ekki getað efnt fyrri samninga á gjalddaga. Þá var einnig litið til tölvupósts þann 8. október 2008 frá aðstoðarmanni Guðmundar þar sem óskað var eftir greiðslukvittunum vegna „swap viðskipta frá því í gær og í dag V/BRIM“. Að mati dómsins átti starfsmaðurinn við framlengingu á þeim samningum sem voru á gjalddaga 6. og 7. október. Sami starfsmaður sótti umrædda samninga í heimabanka útgerðarfélagsins 15. október. Var það því mat héraðsdóms að samningarnir hafi verið í gildi og því var höfuðstóll kröfu þrotabúsins tekinn til greina, rétt tæpir tveir milljarðar króna, nánar tiltekið 1.999.395.000 krónur með dráttarvöxtum frá 6. maí 2016 til greiðsludags. Þá þarf útgerðarfélagið einnig að greiða þrotabúinu 12 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Hrunið Sjávarútvegur Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira