Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 16:15 Danni Williams var frábær með Blikum í gær en hún skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Vísir/Daníel Valur, KR og Breiðablik fögnuðu sigri í leikjunum í Domino´s deild kvenna í körfubolta sem fóru fram í gærkvöldi. Arnar Björnsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins. Valur skaut nýkrýnda bikarmeistara niður á jörðina í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Skallagrímur lék án Keiru Robinson, Emilie Sofie Hesseldal og Maju Michalsku, sem voru allar með flensu en án þeirra byrjuðu Borgnesingar betur og þegar tvær og hálf mínúta var búin var staðan 8-2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði var þá búin að skora 6 stig. Valur svaraði af krafti og eftir því sem á leikinn leið breikkaði bilið milli liðanna. Valur skoraði 21 stig í röð í seinni hálfleik og vann að lokum 66 stiga sigur, 107-41. Valur, sem tapaði fyrir KR í frábærum undanúrslitaleik í bikarnum um helgina, færist því nær deildarmeistaratitilinum. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í Valsliðinu, skoraði 27 stig. Kiana Johnson kom næst með 16 stig. Sigrún Sjöfn var stigahæst hjá Skallagrími með 17 stig. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikina í gær. Klippa: Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Valur er 6 stigum á undan KR sem þurfti að hafa fyrir sigri á Haukum. Haukar voru sterkari framan af og eftir 9 stig í röð var staðan 17-8 sem var mesta forysta Hauka í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var spennandi en KR var fjórum stigum yfir í hálfleik, 46-42. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta en KR var 9 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 15 stig og þá ákvað Benedikt Guðmundsson þjálfari að hvíla lykilmenn. Haukar minnkuðu muninn jafnt og þétt en sigri KR var ekki ógnað, 75-72, urðu úrslitin. Danielle Rodriquez var nálægt þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hún fiskaði að auki 9 villur á Hauka. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 18 stig. Breiðablik og Grindavík voru jöfn að stigum á botninum þegar liðin mættust í Kópavogi í gærkvöldi. Liðin höfðu aðeins unnið 2 leiki í vetur, Grindavík vann leik liðanna í Grindavík en Breiðablik hafði betur þegar liðin mættust í Kópavogi. Breiðablik hafði að auki unnið Snæfell og Grindavík vann Keflavík í byrjun þessa mánaðar. Í gærkvöldi var Breiðablik með undirtökin allan tímann. Í byrjun 2. leikhluta var munurinn 5 stig en þá skoraði Breiðablik 10 stig í röð. Kópavogsliðið var 15 stigum yfir í hálfleik og vann að lokum 89-66. Hin geysiöfluga Danni Williams skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Eyrún Ósk Alfreðsdóttir átti góðan leik, skoraði 19 stig á þeim 25 mínútum sem hún spilaði. Tania Pierre-Marie var stigahæst hjá Grindavík með 28 stig. Breiðablik er í sjöunda sæti með 6 stig og Grindavík í 8. sæti með 4. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira
Valur, KR og Breiðablik fögnuðu sigri í leikjunum í Domino´s deild kvenna í körfubolta sem fóru fram í gærkvöldi. Arnar Björnsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins. Valur skaut nýkrýnda bikarmeistara niður á jörðina í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Skallagrímur lék án Keiru Robinson, Emilie Sofie Hesseldal og Maju Michalsku, sem voru allar með flensu en án þeirra byrjuðu Borgnesingar betur og þegar tvær og hálf mínúta var búin var staðan 8-2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði var þá búin að skora 6 stig. Valur svaraði af krafti og eftir því sem á leikinn leið breikkaði bilið milli liðanna. Valur skoraði 21 stig í röð í seinni hálfleik og vann að lokum 66 stiga sigur, 107-41. Valur, sem tapaði fyrir KR í frábærum undanúrslitaleik í bikarnum um helgina, færist því nær deildarmeistaratitilinum. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í Valsliðinu, skoraði 27 stig. Kiana Johnson kom næst með 16 stig. Sigrún Sjöfn var stigahæst hjá Skallagrími með 17 stig. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikina í gær. Klippa: Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Valur er 6 stigum á undan KR sem þurfti að hafa fyrir sigri á Haukum. Haukar voru sterkari framan af og eftir 9 stig í röð var staðan 17-8 sem var mesta forysta Hauka í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var spennandi en KR var fjórum stigum yfir í hálfleik, 46-42. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta en KR var 9 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 15 stig og þá ákvað Benedikt Guðmundsson þjálfari að hvíla lykilmenn. Haukar minnkuðu muninn jafnt og þétt en sigri KR var ekki ógnað, 75-72, urðu úrslitin. Danielle Rodriquez var nálægt þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hún fiskaði að auki 9 villur á Hauka. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 18 stig. Breiðablik og Grindavík voru jöfn að stigum á botninum þegar liðin mættust í Kópavogi í gærkvöldi. Liðin höfðu aðeins unnið 2 leiki í vetur, Grindavík vann leik liðanna í Grindavík en Breiðablik hafði betur þegar liðin mættust í Kópavogi. Breiðablik hafði að auki unnið Snæfell og Grindavík vann Keflavík í byrjun þessa mánaðar. Í gærkvöldi var Breiðablik með undirtökin allan tímann. Í byrjun 2. leikhluta var munurinn 5 stig en þá skoraði Breiðablik 10 stig í röð. Kópavogsliðið var 15 stigum yfir í hálfleik og vann að lokum 89-66. Hin geysiöfluga Danni Williams skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Eyrún Ósk Alfreðsdóttir átti góðan leik, skoraði 19 stig á þeim 25 mínútum sem hún spilaði. Tania Pierre-Marie var stigahæst hjá Grindavík með 28 stig. Breiðablik er í sjöunda sæti með 6 stig og Grindavík í 8. sæti með 4.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Sjá meira