Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 11:00 Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Vísir/Egill Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri í janúar. Eftir að hann lét af störfum kveðst hann hafa fundið kalda og bitra vinda úr ranni þeirra sem standa að meirihlutanum í bænum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Á meðal þess sem hafi valdið ágreiningi var framganga hans í tengslum við snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Suðureyri í janúar.Þetta kom fram í viðtali við Guðmund í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær. Fyrr um daginn hafði hann greint frá því á Facebook að hann og fjölskyldan hans sæju ekkert annað í stöðunni en að flytja úr bænum.Þeim liði ekki lengur vel í bænum og vildu ekki vera „hluti af samfélagi þar sem fyrirferðarmiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ eins og sagði í færslu Guðmundar. Tíðindin af uppsögn Guðmundar þann 27. janúar vöktu nokkra athygli. Hann hafði verið áberandi í fréttum vikurnar tvær á undan eftir að snjóflóð féllu á Flateyri sem ollu miklu tjóni og munaði mjóu að manntjón yrði af. Í tilkynningu frá bæjarstjórn vegna uppsagnarinnar sagði að báðir aðilar teldu best fyrir alla að leiðir skildu. Guðmundur sagði starfslokin ekki hafa átt sér langan aðdraganda. Það hefði verið draumur fjölskyldunnar að flytja heim á Vestfirði en Guðmundur er sjálfur Bolvíkingur. Hvorki hann né bæjarfulltrúar vildu ræða starfslokin á öðrum nótum en um ólíka sýn aðila væri að ræða. Hann væri þó þakklátur fyrir eitt og hálft ár í starfi bæjarstjóra. „Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ég lagði hjarta og sál í þetta starf. Það tekur enginn frá mér,“ sagði Guðmundur. Frá Ísafirði þar sem nýr bæjarstjóri tók við fyrr í mánuðinum.vísir/egill „Alls konar sögusagnir og gróusögur“ Guðmundur sagði í Síðdegisútvarpinu að þegar fólk vissi ekki nákvæmlega hvað hefði gerst færu auðvitað af stað eftiráskýringar. Það hefði gerst í tengslum við starfslok hans. „Fólk verður forvitið og vill fá að vita og spyr. Það er fullkomlega eðlilegt og það, sem maður áttaði sig kannski ekki á, er að það fara af stað alls konar sögusagnir og gróusögur um hitt og þetta, um mína persónu og mín störf og framgöngu og annað slíkt sem við höfum þurft að bera af okkur og umbera. Og ég get alveg sagt ykkur það heiðarlega að það hefur reynt mjög mikið á að fara í rauninni ekki í það að leysa frá skjóðunni og segja frá nákvæmlega hvernig var í pottinn búið og hvernig þetta horfði við mér,“ sagði Guðmundur. Hann gaf samt lítið út um ástæður þess að hann hætti en þó eitthvað og hafði þetta að segja um yfirlýsinguna sem gefin var út við starfslokin: „Það sem má hins vegar segja um yfirlýsinguna að hún er rétt að því leytinu til að það var ofboðslega mikið sem bar á milli meirihlutans, þeirra sýn á það hvernig við ættum að fara áfram með þetta sveitarfélag og það sem ég stend fyrir. Ég held að það sé ofboðslega mikill munur á þeim gildum sem við stöndum fyrir. Og á fundi sem átti að heita sáttafundur kom þessi munur mjög bersýnilega í ljós þannig að báðir aðilar hafi held ég séð á þeim fundi að það yrði ekki haldið áfram. […] Miðað við hvernig afarkostirnir voru settir upp í hendurnar á mér um hvernig ég þyrfti að hegða mér í starfi þá fannst mér ekki verjandi að halda áfram.“ Guðmundur sagðist telja að komið hefði í ljós að ekki væru allir í meirihlutanum heilir á bak við það að ráða ópólitískan bæjarstjóra, en það lá fyrir í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að það væri ein af kröfum Framsóknarflokksins kæmist hann í meirihluta í Ísafjarðarbæ. Frá höfninni við Flateyri eftir að snjóflóð féllu í bænum í janúar sem ollu miklu eignatjóni. Guðmundur var þá bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og var töluvert áberandi í fjölmiðlum vegna fló´ðanna.vísir/egill Getur myndast ágreiningur ef sumir skína meira en aðrir Sagði Guðmundur stóru skýringuna á því að hann og meirihlutinn hefðu aldrei náð taktinum þá að ekki hefðu allir í meirihlutanum verið sannfærðir um þá leið að hafa ópólitískan bæjarstjóra. „Svo er það nú bara oft þannig að það getur verið tekist á um það hver eigi að vera meira áberandi en annar, hverjir eiga að sitja í ákveðnum sætum, hverjir eiga að vera í fararbroddi, hverjir eiga að fá að skína og ef að mönnum líður eitthvað illa með það að einhverjir séu að skína meira en aðrir þá getur það tekið á og það getur myndast ágreiningur út frá því.“ Spurður hvort að þarna væri hann að vísa til snjóflóðanna á Flateyri og Suðureyri í janúar svaraði hann: „Að hluta til var það sem olli ágreiningi. Í rauninni var það framganga mín í kringum þá atburði og þá að það væru ekki fleiri sem stæðu í stafni. Það var eitt af því sem steytti á.“ Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi þegar tilkynnt var um starfslokin í lok janúar að þau hefðu ekkert haft með snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. „Guðmundur hefur staðið sig sérstaklega vel í þeim verkefnum en þetta hefur ekkert um þau að gera,“ sagði Kristján. Birgir Gunnarsson var fyrr í þessum mánuði ráðinn nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni á vef Ríkisútvarpsins. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri í janúar. Eftir að hann lét af störfum kveðst hann hafa fundið kalda og bitra vinda úr ranni þeirra sem standa að meirihlutanum í bænum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Á meðal þess sem hafi valdið ágreiningi var framganga hans í tengslum við snjóflóðin sem féllu á Flateyri og Suðureyri í janúar.Þetta kom fram í viðtali við Guðmund í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær. Fyrr um daginn hafði hann greint frá því á Facebook að hann og fjölskyldan hans sæju ekkert annað í stöðunni en að flytja úr bænum.Þeim liði ekki lengur vel í bænum og vildu ekki vera „hluti af samfélagi þar sem fyrirferðarmiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ eins og sagði í færslu Guðmundar. Tíðindin af uppsögn Guðmundar þann 27. janúar vöktu nokkra athygli. Hann hafði verið áberandi í fréttum vikurnar tvær á undan eftir að snjóflóð féllu á Flateyri sem ollu miklu tjóni og munaði mjóu að manntjón yrði af. Í tilkynningu frá bæjarstjórn vegna uppsagnarinnar sagði að báðir aðilar teldu best fyrir alla að leiðir skildu. Guðmundur sagði starfslokin ekki hafa átt sér langan aðdraganda. Það hefði verið draumur fjölskyldunnar að flytja heim á Vestfirði en Guðmundur er sjálfur Bolvíkingur. Hvorki hann né bæjarfulltrúar vildu ræða starfslokin á öðrum nótum en um ólíka sýn aðila væri að ræða. Hann væri þó þakklátur fyrir eitt og hálft ár í starfi bæjarstjóra. „Þetta er skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ég lagði hjarta og sál í þetta starf. Það tekur enginn frá mér,“ sagði Guðmundur. Frá Ísafirði þar sem nýr bæjarstjóri tók við fyrr í mánuðinum.vísir/egill „Alls konar sögusagnir og gróusögur“ Guðmundur sagði í Síðdegisútvarpinu að þegar fólk vissi ekki nákvæmlega hvað hefði gerst færu auðvitað af stað eftiráskýringar. Það hefði gerst í tengslum við starfslok hans. „Fólk verður forvitið og vill fá að vita og spyr. Það er fullkomlega eðlilegt og það, sem maður áttaði sig kannski ekki á, er að það fara af stað alls konar sögusagnir og gróusögur um hitt og þetta, um mína persónu og mín störf og framgöngu og annað slíkt sem við höfum þurft að bera af okkur og umbera. Og ég get alveg sagt ykkur það heiðarlega að það hefur reynt mjög mikið á að fara í rauninni ekki í það að leysa frá skjóðunni og segja frá nákvæmlega hvernig var í pottinn búið og hvernig þetta horfði við mér,“ sagði Guðmundur. Hann gaf samt lítið út um ástæður þess að hann hætti en þó eitthvað og hafði þetta að segja um yfirlýsinguna sem gefin var út við starfslokin: „Það sem má hins vegar segja um yfirlýsinguna að hún er rétt að því leytinu til að það var ofboðslega mikið sem bar á milli meirihlutans, þeirra sýn á það hvernig við ættum að fara áfram með þetta sveitarfélag og það sem ég stend fyrir. Ég held að það sé ofboðslega mikill munur á þeim gildum sem við stöndum fyrir. Og á fundi sem átti að heita sáttafundur kom þessi munur mjög bersýnilega í ljós þannig að báðir aðilar hafi held ég séð á þeim fundi að það yrði ekki haldið áfram. […] Miðað við hvernig afarkostirnir voru settir upp í hendurnar á mér um hvernig ég þyrfti að hegða mér í starfi þá fannst mér ekki verjandi að halda áfram.“ Guðmundur sagðist telja að komið hefði í ljós að ekki væru allir í meirihlutanum heilir á bak við það að ráða ópólitískan bæjarstjóra, en það lá fyrir í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að það væri ein af kröfum Framsóknarflokksins kæmist hann í meirihluta í Ísafjarðarbæ. Frá höfninni við Flateyri eftir að snjóflóð féllu í bænum í janúar sem ollu miklu eignatjóni. Guðmundur var þá bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og var töluvert áberandi í fjölmiðlum vegna fló´ðanna.vísir/egill Getur myndast ágreiningur ef sumir skína meira en aðrir Sagði Guðmundur stóru skýringuna á því að hann og meirihlutinn hefðu aldrei náð taktinum þá að ekki hefðu allir í meirihlutanum verið sannfærðir um þá leið að hafa ópólitískan bæjarstjóra. „Svo er það nú bara oft þannig að það getur verið tekist á um það hver eigi að vera meira áberandi en annar, hverjir eiga að sitja í ákveðnum sætum, hverjir eiga að vera í fararbroddi, hverjir eiga að fá að skína og ef að mönnum líður eitthvað illa með það að einhverjir séu að skína meira en aðrir þá getur það tekið á og það getur myndast ágreiningur út frá því.“ Spurður hvort að þarna væri hann að vísa til snjóflóðanna á Flateyri og Suðureyri í janúar svaraði hann: „Að hluta til var það sem olli ágreiningi. Í rauninni var það framganga mín í kringum þá atburði og þá að það væru ekki fleiri sem stæðu í stafni. Það var eitt af því sem steytti á.“ Kristján Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi þegar tilkynnt var um starfslokin í lok janúar að þau hefðu ekkert haft með snjóflóðin á Flateyri og Suðureyri að gera. „Guðmundur hefur staðið sig sérstaklega vel í þeim verkefnum en þetta hefur ekkert um þau að gera,“ sagði Kristján. Birgir Gunnarsson var fyrr í þessum mánuði ráðinn nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni á vef Ríkisútvarpsins.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
„Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47