Kanadamenn hætta brátt að borga reikninginn vegna öryggisgæslunnar Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 08:02 Þau Harry og Meghan munu formlega hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Getty Kanadamenn munu brátt hætta að borga fyrir þá öryggisgæslu sem fylgir veru hertogans og hertogaynjunnar af Sussex í landinu. Stjórnvöld í Kanada greindu frá því í gær að yfirvöld þar í landi muni senn hætta að sjá þeim Harry og Meghan fyrir öryggisgæslu í takt við breytt hlutverk þeirra. Kanadamenn hafa séð þeim og greitt fyrir öryggisgæslu frá því að hjónin fluttu til landsins í nóvember síðastliðinn, en þegar greint var frá ákvörðun þeirra að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar í janúar síðastliðinn vöknuðu spurningar um hverjir myndu sjá þeim fyrir öryggisgæslu. Hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verið þráspurður af fjölmiðlum um hvernig málum verði háttað. Harry og Meghan munu formlega láta af stöðu sinni í framlínu konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Munu þau þá hætta að sinna verkefnum í nafni hennar hátignar, en fyrirkomulagið verður endurskoðað að ári. Í frétt BBC segir að ekki sé ljóst á þessu stigi hvernig fyrirkomulagið verður varðandi öryggisgæslu þeirra hjóna. Harry og Meghan hafa sagst ætla að verja tíma sínum bæði í Bretlandi og Norður-Ameríku en þau stefna að því að koma á fót góðgerðarstofnun í sínu nafni. Hafa deilur staðið um hvort að þau megi nota orðið „royal“ (í. konunglegur) í markaðssetningu og á samfélagsmiðlum. Þau Harry og Meghan hafa notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á samfélagsmiðlum, en má nú ljóst vera að þau munu losa sig við orðið sem deilurnar standa um. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Kanadamenn munu brátt hætta að borga fyrir þá öryggisgæslu sem fylgir veru hertogans og hertogaynjunnar af Sussex í landinu. Stjórnvöld í Kanada greindu frá því í gær að yfirvöld þar í landi muni senn hætta að sjá þeim Harry og Meghan fyrir öryggisgæslu í takt við breytt hlutverk þeirra. Kanadamenn hafa séð þeim og greitt fyrir öryggisgæslu frá því að hjónin fluttu til landsins í nóvember síðastliðinn, en þegar greint var frá ákvörðun þeirra að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar í janúar síðastliðinn vöknuðu spurningar um hverjir myndu sjá þeim fyrir öryggisgæslu. Hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verið þráspurður af fjölmiðlum um hvernig málum verði háttað. Harry og Meghan munu formlega láta af stöðu sinni í framlínu konungsfjölskyldunnar síðasta dag marsmánaðar. Munu þau þá hætta að sinna verkefnum í nafni hennar hátignar, en fyrirkomulagið verður endurskoðað að ári. Í frétt BBC segir að ekki sé ljóst á þessu stigi hvernig fyrirkomulagið verður varðandi öryggisgæslu þeirra hjóna. Harry og Meghan hafa sagst ætla að verja tíma sínum bæði í Bretlandi og Norður-Ameríku en þau stefna að því að koma á fót góðgerðarstofnun í sínu nafni. Hafa deilur staðið um hvort að þau megi nota orðið „royal“ (í. konunglegur) í markaðssetningu og á samfélagsmiðlum. Þau Harry og Meghan hafa notast við vörumerkið „SussexRoyal“ á samfélagsmiðlum, en má nú ljóst vera að þau munu losa sig við orðið sem deilurnar standa um.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22 Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21 Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35 Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Harry og Meghan munu hætta að nota vörumerkið SussexRoyal Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu hætta að notast við vörumerkið "SussexRoyal“ á vordögum. 22. febrúar 2020 09:22
Harry og Meghan sögð reið konungshöllinni vegna deilna um vörumerkið SussexRoyal Harry Bretaprins og Meghan Markle segja bresku konungsfjölskylduna ekki hafa neina lögsögu yfir notkun á orðinu "royal“ (í. konunglegur) á erlendri grundu. 23. febrúar 2020 13:21
Sussex Global Charities gæti tekið við af SussexRoyal Hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins, gætu verið búin að finna lausn varðandi vörumerki sitt. 23. febrúar 2020 19:35
Vill bara vera kallaður Harry hér eftir Harry Bretaprins bað gesti á ferðaþjónusturáðstefnu í Edinborg í Skotlandi í gær að kalla sig „bara Harry“. 27. febrúar 2020 07:37