1917 rígheldur Heiðar Sumarliðason skrifar 22. janúar 2020 14:30 1917 MYND/Vísir Kvikmyndin 1917 í leikstjórn Sam Mendes er nú komin í kvikmyndahús. Hún fjallar um tvo hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni sem sendir eru með skilaboð á víglínuna um að aflýsa eigi fyrirhugaðri árás en þúsundir munu látast ef af henni verður. Hinn breski Sam Mendes leikstýrir og skrifar handritið í samvinnu við Krysty Wilson-Cairns. Eftir hann liggja gæðamyndir á borð við American Beauty og Revolutionary Road, sem og James Bond-myndirnar Spectre og Skyfall. Hann er sennilega einn af stærstu leikstjórum sinnar kynslóðar og nafn hans nefnt í sömu andrá og nöfn Christophers Nolan, Davids Fincher, Alfonsos Cuarón og Denis Villeneuve. 1917 er sennilega hans metnaðarfyllsta verkefni hingað til. Þetta er stríðsmynd og sem slík stór í sniðum. Hann ræðst heldur ekki á garðinn þar sem hann er lægstur varðandi úrvinnsluna, þar sem sagan er sögð þannig að hún líti út eins og ein löng taka. Að sjálfsögðu er klippt á nokkrum stöðum, stysta skotið er 39 sekúndur og lengsta skotið er rúmlega átta mínútur. Ég veit reyndar ekki hvort ég hefði áttað mig á þessu ef ég hefði ekki verið búinn að lesa mér til um það. Þetta virkar frábærlega, hjálpar við að knýja myndina áfram og gefur manni enn betri tilfinningu fyrir alvarleika málsins. George MacKay þarf að koma mikilvægum boðum til skila. 1917 fjallar í raun ekki um fyrri heimsstyrjöldina, hún gefur áhorfandanum ekki mikið samhengi varðandi þetta stríð sem lauk fyrir hundrað og einu ári. Hún súmmar inn á ákveðnar persónur og einn atburð og gerir það feykivel. Það eru þeir George MacKay og Dean-Charles Chapman sem fara með hlutverk hermannanna tveggja og gera það vel. Ég þekkti hvorugan leikarann, sem virkaði fullkomlega fyrir mína parta. Þetta voru ekki andlit sem ég þekkti, sem jók á tengingu mína við persónurnar. Mér er þó sagt að Chapman hafi leikið stórt hlutverk í Game of Thrones en þar sem ég sá þá þætti ekki var hann, líkt og MacKay, í raun bara eins og einhver stráklingur frá Englandi fyrir mér. Það dró því eilítið úr upplifun minni þegar Colin Firth og Benedict Cumberbatch birtust í litlum hlutverkum, það var í raun enginn tilgangur með því að láta þá birtast og ég hefði þegið að sleppa því að sjá þá á tjaldinu í þessu samhengi. Hefði ekki mátt sleppa að láta Cumberbatch-inn mæta á svæðið? 1917 vann nýverið Golden Globe-verðlaunin sem besta dramakvikmynd og var í síðustu viku tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna. Þar af leiðandi verður hún að teljast sæmilega líkleg til að hreppa stóra hnossið þann 10. febrúar næstkomandi, þegar styttan gullna fyrir bestu kvikmynd verður afhent í Kodak-leikhúsinu í Los Angeles. Út frá sigri hennar á Golden Globe-hátíðinni er áhugavert að meðaleinkunn hennar hjá helstu gagnrýnendum á vefsíðunni Metacritic er einungis 79, á meðan flestar aðrar tilnefndu myndirnar eru með hærri einkunnir. The Irishman er með 94, Marriage Story 93, Ford v. Ferrari 81, Once Upon a Time in Hollywood 83 og Little Women 87. Það er spurning hvað þetta segir eiginlega um gagnrýnendur. Flestir af þeim sem hafa ekki verið hrifnir af myndinni hafa rökstutt það með því að kalla hana ófrumlega og ekki nægilega sértæka. Það má vel vera að þetta fólk hafi eitthvað til síns máls en það sem hún hefur fram yfir þær myndir sem ég taldi upp áðan er að hún er aldrei leiðinleg, sem sumar fyrrnefndra mynda gerast sekar um. 1917 hélt mér við efnið allan tímann, á meðan ég hreinlega þjáðist vegna leiða á löngum köflum við áhorf á t.d. The Irishman, Marriage Story og Once Upon a Time in Hollywood. Frekar kýs ég að sjá ófrumlega mynd sem ég nýt, heldur en frumlega mynd sem mér drepleiðist á. Ekki það að þessar fyrirnefndu myndir séu sérlega frumlegar, nema kannski Once Upon a Time in Hollywood. Niðurstaða Fjórar stjörnur. 1917 er metnaðarfull kvikmynd og einstaklega vel úr garði gerð að flestu leyti. Ólíkt síðustu tveimur myndum sem unnu verðlaunin sem besta kvikmynd, Green Book og The Shape of Water, má 1917 hirða sem flestar Óskarsstyttur og ég mun ekki kvarta. Því er óhætt að mæla með þessari mynd um ensku piltana tvo sem hætta lífi og limum til að bjarga rúmlega 2000 öðrum hermönnum. Það geri ég með góðu geði og óska aðstandendum hennar alls hins besta þegar gullna styttan verður afhent. Hægt er að hlýða á umfjöllun Stjörnubíós á X977 um myndina í klippunni hér að neðan. Þar ræðir Heiðar Sumarliðason við rithöfundinn Braga Pál Sigurðarson og sviðslistakonuna Ástbjörgu Rut Jónsdóttur um myndina. Bíó og sjónvarp Menning Stjörnubíó Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndin 1917 í leikstjórn Sam Mendes er nú komin í kvikmyndahús. Hún fjallar um tvo hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni sem sendir eru með skilaboð á víglínuna um að aflýsa eigi fyrirhugaðri árás en þúsundir munu látast ef af henni verður. Hinn breski Sam Mendes leikstýrir og skrifar handritið í samvinnu við Krysty Wilson-Cairns. Eftir hann liggja gæðamyndir á borð við American Beauty og Revolutionary Road, sem og James Bond-myndirnar Spectre og Skyfall. Hann er sennilega einn af stærstu leikstjórum sinnar kynslóðar og nafn hans nefnt í sömu andrá og nöfn Christophers Nolan, Davids Fincher, Alfonsos Cuarón og Denis Villeneuve. 1917 er sennilega hans metnaðarfyllsta verkefni hingað til. Þetta er stríðsmynd og sem slík stór í sniðum. Hann ræðst heldur ekki á garðinn þar sem hann er lægstur varðandi úrvinnsluna, þar sem sagan er sögð þannig að hún líti út eins og ein löng taka. Að sjálfsögðu er klippt á nokkrum stöðum, stysta skotið er 39 sekúndur og lengsta skotið er rúmlega átta mínútur. Ég veit reyndar ekki hvort ég hefði áttað mig á þessu ef ég hefði ekki verið búinn að lesa mér til um það. Þetta virkar frábærlega, hjálpar við að knýja myndina áfram og gefur manni enn betri tilfinningu fyrir alvarleika málsins. George MacKay þarf að koma mikilvægum boðum til skila. 1917 fjallar í raun ekki um fyrri heimsstyrjöldina, hún gefur áhorfandanum ekki mikið samhengi varðandi þetta stríð sem lauk fyrir hundrað og einu ári. Hún súmmar inn á ákveðnar persónur og einn atburð og gerir það feykivel. Það eru þeir George MacKay og Dean-Charles Chapman sem fara með hlutverk hermannanna tveggja og gera það vel. Ég þekkti hvorugan leikarann, sem virkaði fullkomlega fyrir mína parta. Þetta voru ekki andlit sem ég þekkti, sem jók á tengingu mína við persónurnar. Mér er þó sagt að Chapman hafi leikið stórt hlutverk í Game of Thrones en þar sem ég sá þá þætti ekki var hann, líkt og MacKay, í raun bara eins og einhver stráklingur frá Englandi fyrir mér. Það dró því eilítið úr upplifun minni þegar Colin Firth og Benedict Cumberbatch birtust í litlum hlutverkum, það var í raun enginn tilgangur með því að láta þá birtast og ég hefði þegið að sleppa því að sjá þá á tjaldinu í þessu samhengi. Hefði ekki mátt sleppa að láta Cumberbatch-inn mæta á svæðið? 1917 vann nýverið Golden Globe-verðlaunin sem besta dramakvikmynd og var í síðustu viku tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna. Þar af leiðandi verður hún að teljast sæmilega líkleg til að hreppa stóra hnossið þann 10. febrúar næstkomandi, þegar styttan gullna fyrir bestu kvikmynd verður afhent í Kodak-leikhúsinu í Los Angeles. Út frá sigri hennar á Golden Globe-hátíðinni er áhugavert að meðaleinkunn hennar hjá helstu gagnrýnendum á vefsíðunni Metacritic er einungis 79, á meðan flestar aðrar tilnefndu myndirnar eru með hærri einkunnir. The Irishman er með 94, Marriage Story 93, Ford v. Ferrari 81, Once Upon a Time in Hollywood 83 og Little Women 87. Það er spurning hvað þetta segir eiginlega um gagnrýnendur. Flestir af þeim sem hafa ekki verið hrifnir af myndinni hafa rökstutt það með því að kalla hana ófrumlega og ekki nægilega sértæka. Það má vel vera að þetta fólk hafi eitthvað til síns máls en það sem hún hefur fram yfir þær myndir sem ég taldi upp áðan er að hún er aldrei leiðinleg, sem sumar fyrrnefndra mynda gerast sekar um. 1917 hélt mér við efnið allan tímann, á meðan ég hreinlega þjáðist vegna leiða á löngum köflum við áhorf á t.d. The Irishman, Marriage Story og Once Upon a Time in Hollywood. Frekar kýs ég að sjá ófrumlega mynd sem ég nýt, heldur en frumlega mynd sem mér drepleiðist á. Ekki það að þessar fyrirnefndu myndir séu sérlega frumlegar, nema kannski Once Upon a Time in Hollywood. Niðurstaða Fjórar stjörnur. 1917 er metnaðarfull kvikmynd og einstaklega vel úr garði gerð að flestu leyti. Ólíkt síðustu tveimur myndum sem unnu verðlaunin sem besta kvikmynd, Green Book og The Shape of Water, má 1917 hirða sem flestar Óskarsstyttur og ég mun ekki kvarta. Því er óhætt að mæla með þessari mynd um ensku piltana tvo sem hætta lífi og limum til að bjarga rúmlega 2000 öðrum hermönnum. Það geri ég með góðu geði og óska aðstandendum hennar alls hins besta þegar gullna styttan verður afhent. Hægt er að hlýða á umfjöllun Stjörnubíós á X977 um myndina í klippunni hér að neðan. Þar ræðir Heiðar Sumarliðason við rithöfundinn Braga Pál Sigurðarson og sviðslistakonuna Ástbjörgu Rut Jónsdóttur um myndina.
Bíó og sjónvarp Menning Stjörnubíó Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira