Mitsubishi hættir kynningu nýrra gerða í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. júlí 2020 07:00 Mitsubishi Outlander PHEV Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi hefur tilkynnt að hætt verði að kynna nýjar gerðir bíla í Evrópu, sem leið til að draga úr föstum kostnaði. Mitsubishi er í miklum fjárhagskröggum samkvæmt frétt Reuters. Mitsubishi, sem er sjötti stærsti bílaframleiðandi Japan hefur áætlað að draga þurfi úr föstum kostnaði um 20% á næstu tveimur árum. Mitsubishi segist raunar ætla að frysta um ókomna tíð kynningar á nýjum gerðum í Evrópu, sem þýðir að næsta kynslóð af L200 pallbílnum, Outlander og Mirage borgarbílnum verða sennilega ekki í boði í Evrópu. Starfsemi félagsins mun því miðast eingöngu við Asíu-markað og með sérstaka áherslu á suð-austur Asíu. Þar er félagið með 6,4% markaðshlutdeild miðað við einungis 1% í Evrópu og 0,9% í Bandaríkjunum. Suð-austur Asía skilaði fimmfalt meiri tekjum á síðasta ári en restin af heiminum samanlagt. „Við munum færa fókusinn frá stækkun á öllum mörkuðum yfir í valda markaði þar sem við munum einbeita okkur sérstaklega. Fyrsta skrefið er að klára endurskipulagninguna og styrkja okkar samkeppnishæfni - sem mun leiða til innviða sem geta skilað hagnaði innan skamms tíma,“ sagði Takao Kato, framkvæmdastjóri Mitsubishi Motors um málið í gær. Enn er óvíst hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á sölu Mitsubishi á Íslandi. Leitað hefur verið eftir upplýsingum hjá Heklu, umboðsaðila Mitsubishi á Íslandi. Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi hefur tilkynnt að hætt verði að kynna nýjar gerðir bíla í Evrópu, sem leið til að draga úr föstum kostnaði. Mitsubishi er í miklum fjárhagskröggum samkvæmt frétt Reuters. Mitsubishi, sem er sjötti stærsti bílaframleiðandi Japan hefur áætlað að draga þurfi úr föstum kostnaði um 20% á næstu tveimur árum. Mitsubishi segist raunar ætla að frysta um ókomna tíð kynningar á nýjum gerðum í Evrópu, sem þýðir að næsta kynslóð af L200 pallbílnum, Outlander og Mirage borgarbílnum verða sennilega ekki í boði í Evrópu. Starfsemi félagsins mun því miðast eingöngu við Asíu-markað og með sérstaka áherslu á suð-austur Asíu. Þar er félagið með 6,4% markaðshlutdeild miðað við einungis 1% í Evrópu og 0,9% í Bandaríkjunum. Suð-austur Asía skilaði fimmfalt meiri tekjum á síðasta ári en restin af heiminum samanlagt. „Við munum færa fókusinn frá stækkun á öllum mörkuðum yfir í valda markaði þar sem við munum einbeita okkur sérstaklega. Fyrsta skrefið er að klára endurskipulagninguna og styrkja okkar samkeppnishæfni - sem mun leiða til innviða sem geta skilað hagnaði innan skamms tíma,“ sagði Takao Kato, framkvæmdastjóri Mitsubishi Motors um málið í gær. Enn er óvíst hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á sölu Mitsubishi á Íslandi. Leitað hefur verið eftir upplýsingum hjá Heklu, umboðsaðila Mitsubishi á Íslandi.
Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent