Kynlífstæki vinsæl í partýum Íslendinga Losti.is 28. júlí 2020 19:59 Saga, einn eiganda kynlífstækjabúðarinnar Losta.is, hvetur fólk til að kynna sér heimakynningarnar. Aðsend mynd „Þetta eru mjög fjölbreyttir hópar sem eru að panta heimakynningar sem gerir þetta einmitt svo skemmtilegt, þetta er klárlega eitthvað fyrir alla.“ Þetta segir Saga, annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losta.is Kynlífstækjabúðin Losti.is opnaði síðustu áramót og segir Saga viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Heimakynningarnar segir Saga að hafi slegið í gegn og greinilegt að forvitnin og eftirspurnin sé mikil. Hvernig virka heimakynningarnar? Við komum á svæðið með brot af okkar uppáhaldsvörum og kynnum svo flest allar þær vörur sem að við bjóðum upp á. Það sem gerist yfirleitt er að það skapast rosalega skemmtilegar og áhugaverðar umræður og við fáum að heyra allskonar spennandi sögur. Það myndast allt öðruvísi stemning innan hópsins þegar fólk byrjar að opna sig, deila og tala um kynlíf almennt. Er fólk ekkert feimið að spyrja ykkur eða að ræða um þessi mál? „Nei, yfirleitt ekki. Það er mikilvægt að hafa þetta létt og skemmtilegt. Þegar húmorinn er ekki langt frá nær fólk að slaka á og þá hverfur feimnin.“ Kostina við heimakynningarnar segir Saga vera marga og ásamt því að geta kynnst vörunum betur og upplifað skemmtilega stund þá býðst fólki 10% afsláttur af öllum vörum. „Þetta slær alltaf í gegn og það er mjög gaman að sjá hvað hóparnir eru stundum blandaðir. Þetta eru ekki alltaf bara gæsanir og steggjanir, þó að það sé algengt, heldur líka allskonar uppákomur. Við hvetjum áhugasama að vera óhrædda að hafa bara samband við okkur og kynna sér málin.“ Við erum ofboðslega sveigjanlegar með það hvernig kynningar fara fram og fólki er velkomið að vera með sérstakar óskir. Sem dæmi, ef fólk vill kynna sér einhverjar sérstakar vörur hvort sem það eru BDSM og/eða grófari vörur, vörur með áherslu á munnmök eða bara hvað sem er. Bindingargræjur. Mynd af síðu Losta.is Framboðið af kynlífsvörum á Íslandi segir Saga hingað til aðallega hugsað fyrir gagnkynhneigt fólk og fagnar hún því hversu umræðan um kynlíf og kynlífstæki hafi opnast síðustu ár. „Okkur fannst vanta vörur fyrir alla, óháð kyni eða kynhegðun. Við sáum gat á markaðnum fyrir eitthvað annað en þetta skilgreinda norm, markað fyrir alla jaðarhópana sem hafa alveg verið útundan.“ Vöntun á sérhæfðari vörum „Við erum rosalega þakklátar fyrir þessar frábæru viðtökur sem við höfum fengið. Það var greinilega vöntun á vörum og þjónustu fyrir svo breiðan og stóran hóp en við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á sérhæfðari vörur sem þjóna ólíkum hópum.“ Sem dæmi þá erum við fyrsta verslunin á Íslandi sem býður upp á einshverskonar vörur fyrir transfólk. Binder toppur. Mynd af síðu Losta.is „Það er frábært hvað það er orðið mikið úrval á Íslandi en það hafa aðlalega verið vörur fyrir þetta skilgreinda „norm“ ef svo má að orði komast.“ Okkar markmið frá byrjun hefur hinsvegar verið að mæta þörfum breiðari hóps. Til dæmis hópi samkynhneigðra, transfólks, BDSM og fólki sem á við einhverskonar hreyfihömlun að stríða. Við erum flest öll kynverur en með svo ólíkar þarfir. Þessi týpíska ímynd um kynlífstæki er mynd einstæðrar konu upp í rúmi með víbratorinn sinn, það er orðið svolítið úrelt. Litrófið er miklu stærra og við fögnum því auðvitað. Bindingar teipMynd af síðu Losta.is Töfrateppið, kynsjúkdómavörn fyrir munnmök Saga segir það mjög spennandi að bjóða upp á ýmsar nýjungar sem hafa ekki verið fáanlegar hingað til á Íslandi. Eitt af þeim er vara sem kallast Töfrateppið. Töfrateppið er í rauninni verja sem fólk notar í munnmökum. Það getur meðal annars komið í veg fyrir að fólk sé að smitast af kynsjúkdómum, til dæmis í munni og hálsi. Töfrateppið er þarna mjög góð vörn. Búðin Losti.is hefur hingað til eingöngu verið aðgengileg á netinu en segir Saga að bráðlega verði breyting þar á. „Það eru mjög spennandi tímar framundan þar sem við festum nýlega kaup á nýju húsnæði sem við erum að standsetja þessa dagana. Þetta verður reyndar miklu meira en bara búð svo að það verður mjög gaman að segja fólki betur frá því síðar. Fyrir fólk sem vill halda kynningu en hefur engan tíma til að taka til heima hjá sér þá munum við bjóða upp á aðstöðu fyrir kynningar hjá okkur þar sem við getum tekið á móti hópum. Múffa, kynlífstæki fyrir karlmann. Mynd af síðu Losta.is Erótískt veftímarit Á síðunni Losti.is er ekki einungis hægt að nálgast netbúðina heldur er þar einnig að finna veftímarit. Veftímaritið er svæði á síðunni þar sem hægt að nálgast allskonar efni tengt kynlífi. Greinar, umfjallanir um vörur, sögur, erótík og allt mögulegt. Saga vill einnig taka það fram að fólk getur sent þeim ábendingar eða sögur á netfangið [email protected] „Við tökum öllu efni, sem fólki langar að deila með okkur, fagnandi“, segir Saga að lokum. Fyrir áhugasama er hægt að lesa meira um heimakynningar Losta.is hér. Kynlíf Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Hafnað í 33 ár en lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Sjá meira
„Þetta eru mjög fjölbreyttir hópar sem eru að panta heimakynningar sem gerir þetta einmitt svo skemmtilegt, þetta er klárlega eitthvað fyrir alla.“ Þetta segir Saga, annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losta.is Kynlífstækjabúðin Losti.is opnaði síðustu áramót og segir Saga viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Heimakynningarnar segir Saga að hafi slegið í gegn og greinilegt að forvitnin og eftirspurnin sé mikil. Hvernig virka heimakynningarnar? Við komum á svæðið með brot af okkar uppáhaldsvörum og kynnum svo flest allar þær vörur sem að við bjóðum upp á. Það sem gerist yfirleitt er að það skapast rosalega skemmtilegar og áhugaverðar umræður og við fáum að heyra allskonar spennandi sögur. Það myndast allt öðruvísi stemning innan hópsins þegar fólk byrjar að opna sig, deila og tala um kynlíf almennt. Er fólk ekkert feimið að spyrja ykkur eða að ræða um þessi mál? „Nei, yfirleitt ekki. Það er mikilvægt að hafa þetta létt og skemmtilegt. Þegar húmorinn er ekki langt frá nær fólk að slaka á og þá hverfur feimnin.“ Kostina við heimakynningarnar segir Saga vera marga og ásamt því að geta kynnst vörunum betur og upplifað skemmtilega stund þá býðst fólki 10% afsláttur af öllum vörum. „Þetta slær alltaf í gegn og það er mjög gaman að sjá hvað hóparnir eru stundum blandaðir. Þetta eru ekki alltaf bara gæsanir og steggjanir, þó að það sé algengt, heldur líka allskonar uppákomur. Við hvetjum áhugasama að vera óhrædda að hafa bara samband við okkur og kynna sér málin.“ Við erum ofboðslega sveigjanlegar með það hvernig kynningar fara fram og fólki er velkomið að vera með sérstakar óskir. Sem dæmi, ef fólk vill kynna sér einhverjar sérstakar vörur hvort sem það eru BDSM og/eða grófari vörur, vörur með áherslu á munnmök eða bara hvað sem er. Bindingargræjur. Mynd af síðu Losta.is Framboðið af kynlífsvörum á Íslandi segir Saga hingað til aðallega hugsað fyrir gagnkynhneigt fólk og fagnar hún því hversu umræðan um kynlíf og kynlífstæki hafi opnast síðustu ár. „Okkur fannst vanta vörur fyrir alla, óháð kyni eða kynhegðun. Við sáum gat á markaðnum fyrir eitthvað annað en þetta skilgreinda norm, markað fyrir alla jaðarhópana sem hafa alveg verið útundan.“ Vöntun á sérhæfðari vörum „Við erum rosalega þakklátar fyrir þessar frábæru viðtökur sem við höfum fengið. Það var greinilega vöntun á vörum og þjónustu fyrir svo breiðan og stóran hóp en við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á sérhæfðari vörur sem þjóna ólíkum hópum.“ Sem dæmi þá erum við fyrsta verslunin á Íslandi sem býður upp á einshverskonar vörur fyrir transfólk. Binder toppur. Mynd af síðu Losta.is „Það er frábært hvað það er orðið mikið úrval á Íslandi en það hafa aðlalega verið vörur fyrir þetta skilgreinda „norm“ ef svo má að orði komast.“ Okkar markmið frá byrjun hefur hinsvegar verið að mæta þörfum breiðari hóps. Til dæmis hópi samkynhneigðra, transfólks, BDSM og fólki sem á við einhverskonar hreyfihömlun að stríða. Við erum flest öll kynverur en með svo ólíkar þarfir. Þessi týpíska ímynd um kynlífstæki er mynd einstæðrar konu upp í rúmi með víbratorinn sinn, það er orðið svolítið úrelt. Litrófið er miklu stærra og við fögnum því auðvitað. Bindingar teipMynd af síðu Losta.is Töfrateppið, kynsjúkdómavörn fyrir munnmök Saga segir það mjög spennandi að bjóða upp á ýmsar nýjungar sem hafa ekki verið fáanlegar hingað til á Íslandi. Eitt af þeim er vara sem kallast Töfrateppið. Töfrateppið er í rauninni verja sem fólk notar í munnmökum. Það getur meðal annars komið í veg fyrir að fólk sé að smitast af kynsjúkdómum, til dæmis í munni og hálsi. Töfrateppið er þarna mjög góð vörn. Búðin Losti.is hefur hingað til eingöngu verið aðgengileg á netinu en segir Saga að bráðlega verði breyting þar á. „Það eru mjög spennandi tímar framundan þar sem við festum nýlega kaup á nýju húsnæði sem við erum að standsetja þessa dagana. Þetta verður reyndar miklu meira en bara búð svo að það verður mjög gaman að segja fólki betur frá því síðar. Fyrir fólk sem vill halda kynningu en hefur engan tíma til að taka til heima hjá sér þá munum við bjóða upp á aðstöðu fyrir kynningar hjá okkur þar sem við getum tekið á móti hópum. Múffa, kynlífstæki fyrir karlmann. Mynd af síðu Losta.is Erótískt veftímarit Á síðunni Losti.is er ekki einungis hægt að nálgast netbúðina heldur er þar einnig að finna veftímarit. Veftímaritið er svæði á síðunni þar sem hægt að nálgast allskonar efni tengt kynlífi. Greinar, umfjallanir um vörur, sögur, erótík og allt mögulegt. Saga vill einnig taka það fram að fólk getur sent þeim ábendingar eða sögur á netfangið [email protected] „Við tökum öllu efni, sem fólki langar að deila með okkur, fagnandi“, segir Saga að lokum. Fyrir áhugasama er hægt að lesa meira um heimakynningar Losta.is hér.
Kynlíf Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Hafnað í 33 ár en lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Sjá meira