Andrés Indriðason látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 17:31 Andrés Indriðason er látinn, 78 ára að aldri. Aðsend Andrés Indriðason, frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri. Andrés lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Ingimarsdóttur, dæturnar Ester og Ástu og þrjú barnabörn. Andrés fæddist í Reykjavík þann 7. ágúst 1941. Hann starfaði sem blaðamaður, kennari, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, við kvikmyndagerð og ritstörf. Hann hefur einnig þýtt fjölda bóka og þætti fyrir sjónvarp. Eftir hann liggur mikill fjöldi ritverka einkum fyrir börn og unglina. Andrés varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963 og stundaði hann enskunám við Háskóla Íslands 1963-1964. Hann nam kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Árósum og Kaupmannahöfn 1964 og 1966. Frá stofnun sjónvarps Ríkisútvarpsins árið 1966 starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður til ársins 1985. Þá starfaði hann sem rithöfundur og vann samhliða sjálfstætt að dagskrárgerð í sjónvarpi RÚV. Hann vann einnig að kvikmyndagerð sem leikstjóri og handritshöfundur og þá var hann einnig upptökustjóri og umsjónarmaður Gettu etur í 25 ár og hlaut fyrir það Edduverðlaunin. Andrés skrifaði meira en 30 skáldsögur og tugi leikverka fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið, til dæmis fyrir Þjóðleikhúsið og Kópavogsleikhúsið. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, hlaut fyrstu verðlaun í barnabókasamkeppni Máls og menningar árið 1979 og önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda bókin árið 1981. Fyrir bókina Það var skræpa hlaut Andrés verðlaun Námsgagnastofnunar í samkeppni um létt lesefni fyrir börn árið 1984. Bækur hans hafa verið gefnar út í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Útvarpsleikrit Andrésar hafa þá verið flutt á öllum Norðurlöndunum og Bretlandi og leiknar sjónvarpsmyndir hans fyrir börn hafa verið sýndar víða um heim. Einnig gerði hann leiknar kvikmyndir fyrir börn á vegum Námsgagnastofnunar, skrifaði hann handrit og leikstýrði, og eru myndirnar notaðar sem kennsluefni bæði hér á landi og erlendis. Andrés skapaði brúðupersónurnar Glám og Skrám sem margir þekkja úr leikþáttum í Stundinni okkar. Hann samdi einnig sögu- og söngtextana á hljómplötunni Glámur og Skrámur í sjöunda himni sem kom út árið 1979. Hann skrifaði og leikstýrði einnig fjölskyldumyndinni Veiðiferðin sem var frumsýnd árið 1980 og er enn í dag ein aðsóknarmesta kvikmynd sem gerð hefur verið hérlendis. Andlát Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Andrés Indriðason, frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri. Andrés lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Ingimarsdóttur, dæturnar Ester og Ástu og þrjú barnabörn. Andrés fæddist í Reykjavík þann 7. ágúst 1941. Hann starfaði sem blaðamaður, kennari, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, við kvikmyndagerð og ritstörf. Hann hefur einnig þýtt fjölda bóka og þætti fyrir sjónvarp. Eftir hann liggur mikill fjöldi ritverka einkum fyrir börn og unglina. Andrés varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963 og stundaði hann enskunám við Háskóla Íslands 1963-1964. Hann nam kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Árósum og Kaupmannahöfn 1964 og 1966. Frá stofnun sjónvarps Ríkisútvarpsins árið 1966 starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður til ársins 1985. Þá starfaði hann sem rithöfundur og vann samhliða sjálfstætt að dagskrárgerð í sjónvarpi RÚV. Hann vann einnig að kvikmyndagerð sem leikstjóri og handritshöfundur og þá var hann einnig upptökustjóri og umsjónarmaður Gettu etur í 25 ár og hlaut fyrir það Edduverðlaunin. Andrés skrifaði meira en 30 skáldsögur og tugi leikverka fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið, til dæmis fyrir Þjóðleikhúsið og Kópavogsleikhúsið. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, hlaut fyrstu verðlaun í barnabókasamkeppni Máls og menningar árið 1979 og önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda bókin árið 1981. Fyrir bókina Það var skræpa hlaut Andrés verðlaun Námsgagnastofnunar í samkeppni um létt lesefni fyrir börn árið 1984. Bækur hans hafa verið gefnar út í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Útvarpsleikrit Andrésar hafa þá verið flutt á öllum Norðurlöndunum og Bretlandi og leiknar sjónvarpsmyndir hans fyrir börn hafa verið sýndar víða um heim. Einnig gerði hann leiknar kvikmyndir fyrir börn á vegum Námsgagnastofnunar, skrifaði hann handrit og leikstýrði, og eru myndirnar notaðar sem kennsluefni bæði hér á landi og erlendis. Andrés skapaði brúðupersónurnar Glám og Skrám sem margir þekkja úr leikþáttum í Stundinni okkar. Hann samdi einnig sögu- og söngtextana á hljómplötunni Glámur og Skrámur í sjöunda himni sem kom út árið 1979. Hann skrifaði og leikstýrði einnig fjölskyldumyndinni Veiðiferðin sem var frumsýnd árið 1980 og er enn í dag ein aðsóknarmesta kvikmynd sem gerð hefur verið hérlendis.
Andlát Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira