Fasteignamarkaðurinn líflegur um þessar mundir Andri Eysteinsson skrifar 9. júlí 2020 10:09 Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um að fasteignamarkaður hér á landi sé líflegur um þessar mundir en samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar var fjöldi íbúða sem teknar voru af söluskrá síðustu tvo mánuði með hæsta móti. Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018. Á landsbyggðinni hægðist á verðhækkunum en í maí hafði íbúðaverð lækkað um 1,2%. Þá benda tölur um þinglýsingar kaupsamninga til þess að þinglýsingum sé farið að fjölga á landsbyggðinni eftir að fjöldi dróst saman í samkomubanni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Íbúðir seldar í maí voru þá að meðaltali 77 daga í sölu. Í skýrslunni segir þá að ódýrara sé að leigja íbúð núna en í fyrra. Skarpar lækkanir hafi verið á leiguverði en hækkun íbúðaverðs hafi einnig stuðlað að lækkuninni. Hrein ný útlán bankanna vegna íbúðarkaupa námu 22,3 ma. Kr. í maí og hafa útlánin aldrei verið meiri.+ Samkvæmt fasteignaskrá eru nú um 4.400 íbúðir með byggingarár 2019 eða 2020. Af þessum 4.400 íbúðum eru tæplega þúsund sérbýli en hinar eru í fjölbýlishúsum. Rúmlega 1.500 nýjar íbúðir eru í Reykjavík, nær 600 í Kópavogi og um 300 í Garðabæ, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Árborg og á Akureyri. Rangárþing ytra er eina sveitarfélagið, að Akureyrarbæ frátöldum, sem er í meira en klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og með yfir 30 nýjar íbúðir en Hella er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Á Norðvesturlandi eru 33 nýjar íbúðir, á Vestfjörðum eru þær 21 og 14 á Austurlandi. Húsnæðismál Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Vísbendingar eru um að fasteignamarkaður hér á landi sé líflegur um þessar mundir en samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar var fjöldi íbúða sem teknar voru af söluskrá síðustu tvo mánuði með hæsta móti. Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018. Á landsbyggðinni hægðist á verðhækkunum en í maí hafði íbúðaverð lækkað um 1,2%. Þá benda tölur um þinglýsingar kaupsamninga til þess að þinglýsingum sé farið að fjölga á landsbyggðinni eftir að fjöldi dróst saman í samkomubanni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Íbúðir seldar í maí voru þá að meðaltali 77 daga í sölu. Í skýrslunni segir þá að ódýrara sé að leigja íbúð núna en í fyrra. Skarpar lækkanir hafi verið á leiguverði en hækkun íbúðaverðs hafi einnig stuðlað að lækkuninni. Hrein ný útlán bankanna vegna íbúðarkaupa námu 22,3 ma. Kr. í maí og hafa útlánin aldrei verið meiri.+ Samkvæmt fasteignaskrá eru nú um 4.400 íbúðir með byggingarár 2019 eða 2020. Af þessum 4.400 íbúðum eru tæplega þúsund sérbýli en hinar eru í fjölbýlishúsum. Rúmlega 1.500 nýjar íbúðir eru í Reykjavík, nær 600 í Kópavogi og um 300 í Garðabæ, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Árborg og á Akureyri. Rangárþing ytra er eina sveitarfélagið, að Akureyrarbæ frátöldum, sem er í meira en klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og með yfir 30 nýjar íbúðir en Hella er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Á Norðvesturlandi eru 33 nýjar íbúðir, á Vestfjörðum eru þær 21 og 14 á Austurlandi.
Húsnæðismál Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira