Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 09:18 Bargestir eru áfram beðnir um að haga sér. (AP/Frank Augstein) Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. Í morgun fór fram meiriháttar aflétting á aðgerðum sem Bretar hafa ráðist í til þess að stemma í stigu við faraldurinn. Þannig gátu bjórþyrstir kráaraðdáaendur og hárprúðir blaðamenn loksins fengið sér bjór eða farið í klippingu, þremur mánuðum eftir að þeim var skipað að loka vegna faraldursins. Veitingastaðir, hótel, listgallerí, bingósalir og kvikmyndahús eru á meðal þeirra staða sem mega opna á nýjan leik svo lengi sem ákveðnum takmörkunum og reglum sé fylgt. Blaðamenn hafa fylgst vel með líkt og sjá má á myndböndunum hér fyrir neðan þar sem fréttamenn BBC nýttu sér tækifærið og fóru í klippingu í beinni útsendingu. The haircut is underway on #BBCBreakfast 💇♂️✂️ALSO how much are @ChrisMasonBBC's glassing steaming up 😂😂 pic.twitter.com/3CGNFp18eo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 4, 2020 God love Jill for going on the box in a basin 🥰Making history here for @BBCBreakfast getting one of the very 1st post lockdown locks hair dos! Her las appointment was meant to be on the day the country closed. 5 months hair drought over today! pic.twitter.com/B9QCxr01VM— Jayne McCubbin (@JayneMcCubbinTV) July 4, 2020 Þá var blaðamaður Guardian einnig mættur á bar í London í morgun þar sem nokkrir tóku daginn mjög snemma. Eins og sjá má bað kráareigandinn þá sem mættu á svæðið að fylla út eyðublað með upplýsingum um nafn, hvernig væri hægt að ná í viðkomandi, hvenær hann kom á barinn og hvenær hann fór, allt til þess auðvelda smitrakningu ef til smits kemur. Ah, the classic English pub experience. pic.twitter.com/MMg3znMkvr— Rob Davies (@ByRobDavies) July 4, 2020 Og svo virðist sem að þeir sem mættu á krárnar í morgunsárið séu hæstánægðir. „Þetta er eins og að vinna úrvalsdeildina,“ sagði hinn 54 ára gamli Andrew Slawinski sem pantaði sér Guinnes-bjór. Ekki eru þó allir sammála um ágæti þess að opna barina á ný. Þannig varaði talsmaður sjúkraflutningamanna í Bretlandi við því að búast mætti við því að bráðamóttökur víðs vegar um Bretland myndu ekki ráða við álagið sem gæti fylgt því að Bretar gætu keypt sér bjór á krá í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Ráðamenn í Bretlandi hafa hvatt íbúa þar til þess að nýta sér tækifærið og styðja veitingastaði og krár í nærumhverfi sínu, enda hafi margir slíkir staðir tekið á sig mikið högg eftir að hafa þurft að loka. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Breta grátt en þar hafa alls 44,131 látist af völdum hans, samkvæmt opinberum tölum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. Í morgun fór fram meiriháttar aflétting á aðgerðum sem Bretar hafa ráðist í til þess að stemma í stigu við faraldurinn. Þannig gátu bjórþyrstir kráaraðdáaendur og hárprúðir blaðamenn loksins fengið sér bjór eða farið í klippingu, þremur mánuðum eftir að þeim var skipað að loka vegna faraldursins. Veitingastaðir, hótel, listgallerí, bingósalir og kvikmyndahús eru á meðal þeirra staða sem mega opna á nýjan leik svo lengi sem ákveðnum takmörkunum og reglum sé fylgt. Blaðamenn hafa fylgst vel með líkt og sjá má á myndböndunum hér fyrir neðan þar sem fréttamenn BBC nýttu sér tækifærið og fóru í klippingu í beinni útsendingu. The haircut is underway on #BBCBreakfast 💇♂️✂️ALSO how much are @ChrisMasonBBC's glassing steaming up 😂😂 pic.twitter.com/3CGNFp18eo— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 4, 2020 God love Jill for going on the box in a basin 🥰Making history here for @BBCBreakfast getting one of the very 1st post lockdown locks hair dos! Her las appointment was meant to be on the day the country closed. 5 months hair drought over today! pic.twitter.com/B9QCxr01VM— Jayne McCubbin (@JayneMcCubbinTV) July 4, 2020 Þá var blaðamaður Guardian einnig mættur á bar í London í morgun þar sem nokkrir tóku daginn mjög snemma. Eins og sjá má bað kráareigandinn þá sem mættu á svæðið að fylla út eyðublað með upplýsingum um nafn, hvernig væri hægt að ná í viðkomandi, hvenær hann kom á barinn og hvenær hann fór, allt til þess auðvelda smitrakningu ef til smits kemur. Ah, the classic English pub experience. pic.twitter.com/MMg3znMkvr— Rob Davies (@ByRobDavies) July 4, 2020 Og svo virðist sem að þeir sem mættu á krárnar í morgunsárið séu hæstánægðir. „Þetta er eins og að vinna úrvalsdeildina,“ sagði hinn 54 ára gamli Andrew Slawinski sem pantaði sér Guinnes-bjór. Ekki eru þó allir sammála um ágæti þess að opna barina á ný. Þannig varaði talsmaður sjúkraflutningamanna í Bretlandi við því að búast mætti við því að bráðamóttökur víðs vegar um Bretland myndu ekki ráða við álagið sem gæti fylgt því að Bretar gætu keypt sér bjór á krá í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Ráðamenn í Bretlandi hafa hvatt íbúa þar til þess að nýta sér tækifærið og styðja veitingastaði og krár í nærumhverfi sínu, enda hafi margir slíkir staðir tekið á sig mikið högg eftir að hafa þurft að loka. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Breta grátt en þar hafa alls 44,131 látist af völdum hans, samkvæmt opinberum tölum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira