Bíó Paradís bjargað Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 12:21 Bíó Paradís við Hverfisgötu Vísir/Vilhelm Gunnarsson Bíó Paradís við Hverfisgötu mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 1. maí. Náðst hefur samkomulag við eigendur hússins og uppfærslur gerðar á samstarfssamningum við ríki og borg, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Stefnt er að því að opna bíóið á ný um miðjan september næstkomandi, en þá verða liðin tíu ár frá því að starfsemi hófst þar. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segist vera himinlifandi með niðurstöðuna. Vísir ræddi síðast við Hrönn í gær um stöðu mála, þá sagði hún að þessi mánaðamót mörkuðu þáttaskil. Peningarnir væru uppurnir og ef ekki næðist samkomulag við ríki og borg á næstu dögum væri endurreisn kvikmyndahússins úr sögunni. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/egill „Við viljum þakka öllu stuðningsfólki Bíós Paradísar fyrir stuðninginn, en þó sérstaklega mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og eigendum hússins, félaginu Karli Mikla ehf.,“ segir Hrönn í fyrrnefndri tilkynningu. Þar segir jafnframt að vegna aðstæðna hafi Bíó Paradís þurft að segja upp öllu starfsfólki síðastliðið vor, en þá höfðu aðilar ekki náð saman um leigukjör og nauðsynlegar endurbætur og viðhald húsnæðisins til lengri tíma. Það hefur nú tekist, eftir að málsaðilar slógu af „ítrustu kröfum sínum og mættust á miðri leið,“ eins og það er orðað. Áframhaldandi starfsemi í kvikmyndamenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur því verið tryggð. Borgarstjóri og mennta- og menningarmálaráðherra segjast einnig vera kát með málalyktir. Bíó Paradís sé vagga kvikmyndamenningar á Íslandi og gegni mikilvægu hlutverki fyrir atvinnugreinina. Þá segir ráðherra jafnframt að ráðgert sé að að kynna með haustinu heildstæða kvikmyndastefnu fyrir Ísland, þar sem m.a. sé gert ráð fyrir „rekstri öflugs kvikmyndamenningarhúss.“ Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Bíó Paradís við Hverfisgötu mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 1. maí. Náðst hefur samkomulag við eigendur hússins og uppfærslur gerðar á samstarfssamningum við ríki og borg, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Stefnt er að því að opna bíóið á ný um miðjan september næstkomandi, en þá verða liðin tíu ár frá því að starfsemi hófst þar. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segist vera himinlifandi með niðurstöðuna. Vísir ræddi síðast við Hrönn í gær um stöðu mála, þá sagði hún að þessi mánaðamót mörkuðu þáttaskil. Peningarnir væru uppurnir og ef ekki næðist samkomulag við ríki og borg á næstu dögum væri endurreisn kvikmyndahússins úr sögunni. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/egill „Við viljum þakka öllu stuðningsfólki Bíós Paradísar fyrir stuðninginn, en þó sérstaklega mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og eigendum hússins, félaginu Karli Mikla ehf.,“ segir Hrönn í fyrrnefndri tilkynningu. Þar segir jafnframt að vegna aðstæðna hafi Bíó Paradís þurft að segja upp öllu starfsfólki síðastliðið vor, en þá höfðu aðilar ekki náð saman um leigukjör og nauðsynlegar endurbætur og viðhald húsnæðisins til lengri tíma. Það hefur nú tekist, eftir að málsaðilar slógu af „ítrustu kröfum sínum og mættust á miðri leið,“ eins og það er orðað. Áframhaldandi starfsemi í kvikmyndamenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur því verið tryggð. Borgarstjóri og mennta- og menningarmálaráðherra segjast einnig vera kát með málalyktir. Bíó Paradís sé vagga kvikmyndamenningar á Íslandi og gegni mikilvægu hlutverki fyrir atvinnugreinina. Þá segir ráðherra jafnframt að ráðgert sé að að kynna með haustinu heildstæða kvikmyndastefnu fyrir Ísland, þar sem m.a. sé gert ráð fyrir „rekstri öflugs kvikmyndamenningarhúss.“
Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45
Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03