Meirihluti hefur áhuga á bondage kynlífi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. júní 2020 10:27 Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála hefur meirihluti lesenda áhuga á bondage kynlífi en þriðjungur þeirra segist ekki þora að prófa. Getty Makamál gerðu könnun þar sem lesendur Vísis voru spurðir um áhuga sinn á bondage kynlífi en rúmlega þrjúþúsund manns tóku þátt í könnuninni. Ef marka má niðurstöðurnar, segjast 64% lesenda hafa áhuga og 22% af þeim segjast stunda það. Við höfðum samband við Sólhrafn Elí sem er talsmaður BDSM samtakanna á Íslandi og fengum að heyra hans viðbrögð. Hann segir að alls séu skráðir 120-130 manns í BDSM samtökin en það gefi þó ekki rétta mynd af fjöldanum sem stundi BDSM hér á landi. „Svo er það vefsíðan Fetlife (sem er einskonar Facebook síða fyrir kink). Þar eru skráðir 9.148 íslendingar“. Koma niðurstöðurnar úr þessari könnun þér á óvart? „Nei í rauninni kemur þessi mikli áhugi mér ekki á óvart. Fólk er flest forvitið og þegar það kemur að hlutum sem eru að miklu leyti ennþá tabú, þá er forvitnin enn meiri“. Hver er, að þínu mati, algengasti misskilningur fólks þegar það heyrir talað um BDSM? „Að það sé einungis eitthvað öfgakennt. Að BDSM sé klámfengt ofbeldi. Þegar staðreyndin er sú að heilbrigt BDSM samband byggir á trausti og virðingu.“ Makamál tóku viðtal við Sólhrafn Elí í fyrra þar sem hann tjáir sig um sína reynslu, heim BDSM og fordóma. Hægt er að nálgast viðtalið hér. Athygli vakti að tæplega þriðjungur lesenda segist hafa áhuga en ekki hafa þorað að prófa. Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan: Hefur þú áhuga á bondage kynlífi? Já, ég stunda það - 22% Já, ég hef áhuga en ekki þorað að prófa -29% Já, hef áhuga en ekki makinn minn - 13% Nei, ég hef ekki áhuga - 36% Makamál mættu í Brennsluna á FM957 á föstudagsmorgun og ræddu niðurstöðurnar. Einnig var kynnt til leiks ný Spurning vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Kynlíf Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Lítur þú á sambandið þitt sem langtímasamband? Eðlilega væri það ákjósanlegast ef báðir aðilar í sambandinu hefðu sama viðhorf til þess hvað varðar skuldbindingu og framtíðarsýn, en það er ekki sjálfgefið. 26. júní 2020 09:11 Bone-orðin 10: „Kærleikur við náungann er sexý“ „Ef þú ert ein/n af þeim sem svarar „Black lives matter“ með „All lives matter“, ekki bjóða mér á deit. Verandi tvíkynhneigð kona sem vinnur hjá einu hýrasta fyrirtæki Íslands, er LGBTQ+ baráttan mér mjög mikilvæg“. 25. júní 2020 20:00 Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Flestir forvitnir um fyrri ástir og ævintýr maka Makamál Góða nótt kossinn lifir enn Makamál Föðurland: „Fæstir feður haft þetta tækifæri sem við höfum í dag“ Makamál Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ Makamál Einhleypan: Fólk sem er bara með selfís lítur út fyrir að eiga enga vini Makamál Spurning vikunnar: Daðrar þú við makann þinn? Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Makamál gerðu könnun þar sem lesendur Vísis voru spurðir um áhuga sinn á bondage kynlífi en rúmlega þrjúþúsund manns tóku þátt í könnuninni. Ef marka má niðurstöðurnar, segjast 64% lesenda hafa áhuga og 22% af þeim segjast stunda það. Við höfðum samband við Sólhrafn Elí sem er talsmaður BDSM samtakanna á Íslandi og fengum að heyra hans viðbrögð. Hann segir að alls séu skráðir 120-130 manns í BDSM samtökin en það gefi þó ekki rétta mynd af fjöldanum sem stundi BDSM hér á landi. „Svo er það vefsíðan Fetlife (sem er einskonar Facebook síða fyrir kink). Þar eru skráðir 9.148 íslendingar“. Koma niðurstöðurnar úr þessari könnun þér á óvart? „Nei í rauninni kemur þessi mikli áhugi mér ekki á óvart. Fólk er flest forvitið og þegar það kemur að hlutum sem eru að miklu leyti ennþá tabú, þá er forvitnin enn meiri“. Hver er, að þínu mati, algengasti misskilningur fólks þegar það heyrir talað um BDSM? „Að það sé einungis eitthvað öfgakennt. Að BDSM sé klámfengt ofbeldi. Þegar staðreyndin er sú að heilbrigt BDSM samband byggir á trausti og virðingu.“ Makamál tóku viðtal við Sólhrafn Elí í fyrra þar sem hann tjáir sig um sína reynslu, heim BDSM og fordóma. Hægt er að nálgast viðtalið hér. Athygli vakti að tæplega þriðjungur lesenda segist hafa áhuga en ekki hafa þorað að prófa. Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan: Hefur þú áhuga á bondage kynlífi? Já, ég stunda það - 22% Já, ég hef áhuga en ekki þorað að prófa -29% Já, hef áhuga en ekki makinn minn - 13% Nei, ég hef ekki áhuga - 36% Makamál mættu í Brennsluna á FM957 á föstudagsmorgun og ræddu niðurstöðurnar. Einnig var kynnt til leiks ný Spurning vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Kynlíf Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Lítur þú á sambandið þitt sem langtímasamband? Eðlilega væri það ákjósanlegast ef báðir aðilar í sambandinu hefðu sama viðhorf til þess hvað varðar skuldbindingu og framtíðarsýn, en það er ekki sjálfgefið. 26. júní 2020 09:11 Bone-orðin 10: „Kærleikur við náungann er sexý“ „Ef þú ert ein/n af þeim sem svarar „Black lives matter“ með „All lives matter“, ekki bjóða mér á deit. Verandi tvíkynhneigð kona sem vinnur hjá einu hýrasta fyrirtæki Íslands, er LGBTQ+ baráttan mér mjög mikilvæg“. 25. júní 2020 20:00 Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Flestir forvitnir um fyrri ástir og ævintýr maka Makamál Góða nótt kossinn lifir enn Makamál Föðurland: „Fæstir feður haft þetta tækifæri sem við höfum í dag“ Makamál Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ Makamál Einhleypan: Fólk sem er bara með selfís lítur út fyrir að eiga enga vini Makamál Spurning vikunnar: Daðrar þú við makann þinn? Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Spurning vikunnar: Lítur þú á sambandið þitt sem langtímasamband? Eðlilega væri það ákjósanlegast ef báðir aðilar í sambandinu hefðu sama viðhorf til þess hvað varðar skuldbindingu og framtíðarsýn, en það er ekki sjálfgefið. 26. júní 2020 09:11
Bone-orðin 10: „Kærleikur við náungann er sexý“ „Ef þú ert ein/n af þeim sem svarar „Black lives matter“ með „All lives matter“, ekki bjóða mér á deit. Verandi tvíkynhneigð kona sem vinnur hjá einu hýrasta fyrirtæki Íslands, er LGBTQ+ baráttan mér mjög mikilvæg“. 25. júní 2020 20:00
Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58