Lækkun á mörkuðum gengur til baka að hluta Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 09:45 Karlmaður með andlitsgrímu gengur fram hjá styttum fyrir utan banka í Beijing í Kína í morgun. Hröð lækkun á mörkuðum í Asíu stöðvaðist þegar þeir opnuðu í morgun og náðu þeir sér aðeins á strik. AP/Andy Wong Verðbréfamarkaðir í heiminum jöfnuðu sig aðeins á verðfalli sem átti sér stað í gær vegna ótta við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar og hruns á olíuverði þegar þeir opnuðu í morgun. Verðfallið á olíu gekk einnig aðeins til baka. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur rétt eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að hlutabréfaverð féll um 7% og var það í fyrsta skipti sem til slíkrar stöðvunar kom frá því í fjármálahruninu árið 2008. Svipuð lækkun átti sér stað á mörkuðum í Evrópu og Asíu fyrr um daginn. Í kauphöllinni í London hækkaði hlutabréfaverð um 1,8 prósentustig í morgun og í Frankfurt um eitt prósentustig. Aðalhlutabréfavísitala Kína hækkaði um 1,8 prósentustig og í Tókýó um 0,9 stig. Verð á hráolíu, sem hrundi um hátt í 30% í fyrrinótt, hækkaði um 3-5% á mörkuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ekkert lát er þó á áhrifum kórónuveirunnar sem veldur áhyggjum af því að heimshagkerfið gæti siglt inn í kreppu. Ítölsk stjórnvöld hafa nú sett ferðatakmarkanir á allt landið sem hefur orðið verst fyrir barðinu á veirunni á eftir Kína. Á Írlandi ákváðu yfirvöld að blása af hátíðarhöld í tilefni af degi heilags Patreks sem áttu að fara fram í næstu viku. Í Bandaríkjunum hefur Donald Trump forseti boðað skattalækkanir og aðrar ívilnanir til fyrirtækja til þess að milda efnahagslega höggið af veirunni og aðgerðum til að takmarka útbreiðslu hennar. Markaðir Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Verðbréfamarkaðir í heiminum jöfnuðu sig aðeins á verðfalli sem átti sér stað í gær vegna ótta við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar og hruns á olíuverði þegar þeir opnuðu í morgun. Verðfallið á olíu gekk einnig aðeins til baka. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur rétt eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að hlutabréfaverð féll um 7% og var það í fyrsta skipti sem til slíkrar stöðvunar kom frá því í fjármálahruninu árið 2008. Svipuð lækkun átti sér stað á mörkuðum í Evrópu og Asíu fyrr um daginn. Í kauphöllinni í London hækkaði hlutabréfaverð um 1,8 prósentustig í morgun og í Frankfurt um eitt prósentustig. Aðalhlutabréfavísitala Kína hækkaði um 1,8 prósentustig og í Tókýó um 0,9 stig. Verð á hráolíu, sem hrundi um hátt í 30% í fyrrinótt, hækkaði um 3-5% á mörkuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ekkert lát er þó á áhrifum kórónuveirunnar sem veldur áhyggjum af því að heimshagkerfið gæti siglt inn í kreppu. Ítölsk stjórnvöld hafa nú sett ferðatakmarkanir á allt landið sem hefur orðið verst fyrir barðinu á veirunni á eftir Kína. Á Írlandi ákváðu yfirvöld að blása af hátíðarhöld í tilefni af degi heilags Patreks sem áttu að fara fram í næstu viku. Í Bandaríkjunum hefur Donald Trump forseti boðað skattalækkanir og aðrar ívilnanir til fyrirtækja til þess að milda efnahagslega höggið af veirunni og aðgerðum til að takmarka útbreiðslu hennar.
Markaðir Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12
Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15
Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01
Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52