Nei án afsakana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. maí 2020 18:00 Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Hvernig segi ég NEI án afsakana? Þegar þú segir JÁ við einhverju sem þú vilt ekki gera, hefur ekki umframorku fyrir eða tíma fyrir þá ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma, orku og athygli í sjálfan þig, eða fólkið í kringum þig. Að setja öðrum mörk verndar orkuna þína. minna stress. meira sjálfstraust. betri sjálfsmynd. Því þú segir "JÁ" á hátíðni við að baka hundrað múffur fyrir fjáröflun í íþróttafélaginu. En á sama tíma fara börnin og makinn í sund eða á skíði á meðan þú stendur heima og hrærir í helvítis deigi og löðrar röndóttu smjörkremi í sprautupoka. Alltof margir eiga erfitt með að setja mörk vegna þess að þeir hafa ekki séð fólkið í kringum sig setja mörk. Mamma sagði alltaf já við að passa börn nágrannans og baka hnallþórur fyrir fermingarveislur í frændgarðinum. Jafnvel vaknað eldsnemma um helgar að hræra saman mæjó og rækjur. Pabbi sagði alltaf já við að hjálpa Stulla að flytja í fjórtánda sinn, eða mála bílskúrinn hjá Sigga bró. Jafnvel dauðþreyttur eftir vinnu mættur með pensilinn á þröskuldinn hjá Sigga. Samfélagið verðlaunar svona hegðun með þakklæti náungans, og hrós fyrir dugnað en sjaldan leiðum við hugann að því hver áhrifin eru á andlega og líkamlega heilsu eða gæði og ánægju í sambandi. Mörk eru mikilvæg fyrir sjálfsmyndina Þess vegna eru mörk mikilvæg. Mörk eru girðingin sem þú reisir til að vernda sjálfan þig. Þegar þú ert með sterk mörk verða sambönd dýpri og sterkari. Mörk forða þér frá að verða meðvirkni að bráð eins og horaður fuglsungi í kattarkjafti. Hvernig veistu að mörkin þín séu slöpp og niðurnídd? Færðu illt í rasskinnarnar við tilhugsunina að segja NEI án þess að afsaka þig uppúr og niðurúr. Færðu svita á augnlokin við að segja NEI án þess að fylgja því eftir með löngum útskýringum á af hverju ekki. Kvíði hríslast um skrokkinn. Ótti heltekur sinnið. Hvað ef hann verður móðgaður? Hvað ef hann verður sár? Hvað ef hún hættir að tala við mig? Hvað ef hún verður vonsvikin með mig? Að sama skapi ef þú færð samviskubit, sektarkennd og kvíða yfir að setja þig í forgang framyfir aðra. Ef þú hefur aldrei spurt “Hvað vil ég eða hvað hentar mér á þessari stundu”. Að hugsa um sjálfan þig er ekki eigingirni. Það er sjálfsrækt og sjálfsumhyggja. Þóknunarröddin er hávær Það er eðlilegt að vilja að fólki líki vel við þig en þegar kostnaðurinn eru þínar eigin tilfinningar þá þarftu að vinna betur í sjálfsvirðingunni. Mörk eru akkúrat byggingarefnið fyrir skothelda sjálfsmynd. Þú átt rétt á að segja NEI án þess að því fylgi afsökun NEI getur alveg staðið berrassað. Nei er alveg heil setning. Þú skuldar engum útskýringar eða afsakanir á þínu "NEI-i" Þú þakkar fyrir kurteisislega og dúndrar svo inn NEI-inu. “Takk fyrir að bjóða mér en ég kemst því miður ekki.” “Nei það hentar mér ekki akkúrat núna.” “Það hljómar mjög vel, en ég get það því miður ekki á þessum tímapunkti.” “Takk fyrir að hugsa til mín, en ég ætla að taka því rólega í kvöld.” “Þessi kaka lítur mjög vel út, en ég ætla að afþakka sneið núna.” NEI getur alveg staðið berrassað í setningu Æfðu þig að segja fyrst berrassað NEI án afsakana í auðveldum samböndum. Til dæmis í tölvupósti í vinnunni við vinnufélaga. Fikraðu þig síðan smám saman upp í að segja berrassað NEI án útskýringa maður á mann í erfiðum samböndum. Númer eitt tvö og átján. Þú berð ekki ábyrgð á tilfinningum annarra. Oftar en ekki ofmetum við tilfinningaviðbrögð annarra. Svekkelsi húsfreyju yfir óétinni kökusneið varir yfirleitt afar stutt. Siggi frændi finnur annan til að flytja sófann með sér. Gulli nágranni fær pössun fyrir hundinn annars staðar. Prentaðu inn í harðadrifið öll tilfellin þar sem þú sagðir NEI og fékkst ekki hurðina í smettið. Fylgdu NEI-inu þínu eftir. Mörk krefjast þess að þú fylgir eftir með einhverri hegðun. Þegar Siggi biður þig um þúsundkall í tíunda skiptið þennan mánuðinn og þú segir berrassað NEI þá þarftu að fylgja því eftir með að standa við orð þín óháð hversu mikið hann grenjar yfir eigin fátækt og loforðum um að borga “strax á morgun”. Eitt er að segja NEI… síðan er hegðunin sem þarf að fylgja. Þú þarft líka að hunsa röddina sem reynir að tala þig útúr samviskubitinu yfir að segja NEI. Þessi rödd er þóknunarhneigðin þín að garga á þig. Rétt eins og leiðinlegt lag í útvarpinu þá geturðu lækkað, slökkt, eða bara leyft því að flæða í bakgrunninum. Þú færð ekki hæðnisbréf þó þú segir NEI Yfirleitt þýðir þitt NEI ekki lok vinasambands eða útskúfun úr samfélagi mannanna. Þú færð ekki hæðnisbréf frá ríkisstjórninni. Þitt NEI þýðir hinsvegar stórt skref í átt að sterkari mörkum og þannig sífellt minni meðvirkni. Strippaðu NEI-ið þitt niður í berrassað eins oft og þú getur. Það gerir þína sjálfsmynd sterkar, dýpkar og styrkir samböndin þín og eykur sjálfstraustið þitt. Ragga nagli Tengdar fréttir Mismunandi týpur af föstu - Hvað hentar hverjum? Eins og með allt þá er auðvelt að misnota föstur og gera of mikið af þeim en þá fara þær að hafa öfug og slæm áhrif eins og að misþyrma hormónabúskapnum, hárlos, þurr húð og heilaþoka. 7. maí 2020 20:00 Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. 4. maí 2020 10:00 Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Hvernig segi ég NEI án afsakana? Þegar þú segir JÁ við einhverju sem þú vilt ekki gera, hefur ekki umframorku fyrir eða tíma fyrir þá ertu samtímis að segja NEI við að eyða tíma, orku og athygli í sjálfan þig, eða fólkið í kringum þig. Að setja öðrum mörk verndar orkuna þína. minna stress. meira sjálfstraust. betri sjálfsmynd. Því þú segir "JÁ" á hátíðni við að baka hundrað múffur fyrir fjáröflun í íþróttafélaginu. En á sama tíma fara börnin og makinn í sund eða á skíði á meðan þú stendur heima og hrærir í helvítis deigi og löðrar röndóttu smjörkremi í sprautupoka. Alltof margir eiga erfitt með að setja mörk vegna þess að þeir hafa ekki séð fólkið í kringum sig setja mörk. Mamma sagði alltaf já við að passa börn nágrannans og baka hnallþórur fyrir fermingarveislur í frændgarðinum. Jafnvel vaknað eldsnemma um helgar að hræra saman mæjó og rækjur. Pabbi sagði alltaf já við að hjálpa Stulla að flytja í fjórtánda sinn, eða mála bílskúrinn hjá Sigga bró. Jafnvel dauðþreyttur eftir vinnu mættur með pensilinn á þröskuldinn hjá Sigga. Samfélagið verðlaunar svona hegðun með þakklæti náungans, og hrós fyrir dugnað en sjaldan leiðum við hugann að því hver áhrifin eru á andlega og líkamlega heilsu eða gæði og ánægju í sambandi. Mörk eru mikilvæg fyrir sjálfsmyndina Þess vegna eru mörk mikilvæg. Mörk eru girðingin sem þú reisir til að vernda sjálfan þig. Þegar þú ert með sterk mörk verða sambönd dýpri og sterkari. Mörk forða þér frá að verða meðvirkni að bráð eins og horaður fuglsungi í kattarkjafti. Hvernig veistu að mörkin þín séu slöpp og niðurnídd? Færðu illt í rasskinnarnar við tilhugsunina að segja NEI án þess að afsaka þig uppúr og niðurúr. Færðu svita á augnlokin við að segja NEI án þess að fylgja því eftir með löngum útskýringum á af hverju ekki. Kvíði hríslast um skrokkinn. Ótti heltekur sinnið. Hvað ef hann verður móðgaður? Hvað ef hann verður sár? Hvað ef hún hættir að tala við mig? Hvað ef hún verður vonsvikin með mig? Að sama skapi ef þú færð samviskubit, sektarkennd og kvíða yfir að setja þig í forgang framyfir aðra. Ef þú hefur aldrei spurt “Hvað vil ég eða hvað hentar mér á þessari stundu”. Að hugsa um sjálfan þig er ekki eigingirni. Það er sjálfsrækt og sjálfsumhyggja. Þóknunarröddin er hávær Það er eðlilegt að vilja að fólki líki vel við þig en þegar kostnaðurinn eru þínar eigin tilfinningar þá þarftu að vinna betur í sjálfsvirðingunni. Mörk eru akkúrat byggingarefnið fyrir skothelda sjálfsmynd. Þú átt rétt á að segja NEI án þess að því fylgi afsökun NEI getur alveg staðið berrassað. Nei er alveg heil setning. Þú skuldar engum útskýringar eða afsakanir á þínu "NEI-i" Þú þakkar fyrir kurteisislega og dúndrar svo inn NEI-inu. “Takk fyrir að bjóða mér en ég kemst því miður ekki.” “Nei það hentar mér ekki akkúrat núna.” “Það hljómar mjög vel, en ég get það því miður ekki á þessum tímapunkti.” “Takk fyrir að hugsa til mín, en ég ætla að taka því rólega í kvöld.” “Þessi kaka lítur mjög vel út, en ég ætla að afþakka sneið núna.” NEI getur alveg staðið berrassað í setningu Æfðu þig að segja fyrst berrassað NEI án afsakana í auðveldum samböndum. Til dæmis í tölvupósti í vinnunni við vinnufélaga. Fikraðu þig síðan smám saman upp í að segja berrassað NEI án útskýringa maður á mann í erfiðum samböndum. Númer eitt tvö og átján. Þú berð ekki ábyrgð á tilfinningum annarra. Oftar en ekki ofmetum við tilfinningaviðbrögð annarra. Svekkelsi húsfreyju yfir óétinni kökusneið varir yfirleitt afar stutt. Siggi frændi finnur annan til að flytja sófann með sér. Gulli nágranni fær pössun fyrir hundinn annars staðar. Prentaðu inn í harðadrifið öll tilfellin þar sem þú sagðir NEI og fékkst ekki hurðina í smettið. Fylgdu NEI-inu þínu eftir. Mörk krefjast þess að þú fylgir eftir með einhverri hegðun. Þegar Siggi biður þig um þúsundkall í tíunda skiptið þennan mánuðinn og þú segir berrassað NEI þá þarftu að fylgja því eftir með að standa við orð þín óháð hversu mikið hann grenjar yfir eigin fátækt og loforðum um að borga “strax á morgun”. Eitt er að segja NEI… síðan er hegðunin sem þarf að fylgja. Þú þarft líka að hunsa röddina sem reynir að tala þig útúr samviskubitinu yfir að segja NEI. Þessi rödd er þóknunarhneigðin þín að garga á þig. Rétt eins og leiðinlegt lag í útvarpinu þá geturðu lækkað, slökkt, eða bara leyft því að flæða í bakgrunninum. Þú færð ekki hæðnisbréf þó þú segir NEI Yfirleitt þýðir þitt NEI ekki lok vinasambands eða útskúfun úr samfélagi mannanna. Þú færð ekki hæðnisbréf frá ríkisstjórninni. Þitt NEI þýðir hinsvegar stórt skref í átt að sterkari mörkum og þannig sífellt minni meðvirkni. Strippaðu NEI-ið þitt niður í berrassað eins oft og þú getur. Það gerir þína sjálfsmynd sterkar, dýpkar og styrkir samböndin þín og eykur sjálfstraustið þitt.
Ragga nagli Tengdar fréttir Mismunandi týpur af föstu - Hvað hentar hverjum? Eins og með allt þá er auðvelt að misnota föstur og gera of mikið af þeim en þá fara þær að hafa öfug og slæm áhrif eins og að misþyrma hormónabúskapnum, hárlos, þurr húð og heilaþoka. 7. maí 2020 20:00 Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. 4. maí 2020 10:00 Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Mismunandi týpur af föstu - Hvað hentar hverjum? Eins og með allt þá er auðvelt að misnota föstur og gera of mikið af þeim en þá fara þær að hafa öfug og slæm áhrif eins og að misþyrma hormónabúskapnum, hárlos, þurr húð og heilaþoka. 7. maí 2020 20:00
Sjálfsrækt er ekki sjálfselska Sjálfsrækt er grunnurinn í öllum samböndum, því hvernig þú kemur fram við sjálfan þig setur tóninn fyrir hvernig aðrir koma fram við þig. 4. maí 2020 10:00
Þarmaflóran er frægari en Beyoncé Þarmaflóran hefur átt sitt stjörnumóment undanfarin ár enda hafa vísindamenn sjaldan kastað jafn mikilli vinnu og aurum í að skoða þetta sex metra langa líffæri sem hvílir fyrir miðjum skrokki. 30. apríl 2020 09:30