Sigmar minnist föður síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2019 18:08 Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður. Vísir/vilhelm Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og sonur Vilhálms Einarssonar frjálsíþróttamanns, minnist föður síns í færslu á Facebook í dag. Sigmar segist stoltur af föður sínum, bæði sem íþróttamanni og manneskju. Vilhjálmur lést í gær, 85 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júní 1934. Hann lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála og var meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Gerður Unndórsdóttir. Þau eignuðust sex syni, Rúnar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar og Sigmar. Sá síðastnefndi byrjar minningarorð sín á því að minnast silfurverðlauna föður síns á Ólympíuleikunum árið 1956. „Elsku Pabbi minn kvaddi í gær. Opinberlega er hann Silfurmaðurinn frá Melbourne 1956, þar sem hann fékk silfurverðlaun á Olympíuleikunum. Hefur það afrek fylgt mér frá fæðingu og rifjað upp árlega við veitingu Íþróttamanns ársins. Það er því táknrænt að hann hafi kvatt okkur sama dag og kjör íþróttamanns ársins fór fram. Ég er svo sannarlega stoltur af því afreki föður míns,“ skrifar Sigmar. Þetta afrek hafi aldrei stigið Vilhjálmi til höfuðs. Sigmar kveðst þó stoltastur af pabba sínum sem manneskju. „Ég ólst upp hjá Skólameistaranum Vilhjálmi en ekki íþróttahetjunni. Afrek hans var eins og Íslendingasögurnar fyrir ungan dreng sem kom löngu seinna í heiminn. Pabbi minn missti aldrei tækifæri til þess kenna manni eitthvað nýtt, opna hugan gagnvart nýjum sjónarhornum eða segja sögur. Enda var aldrei þögn í bíltúrum eða yfir kaffibollanum, það er alltaf eitthvað áhugavert að gerast í heiminum sem krefst umhugsunar og umræðu. Umburðarlyndi, kærleikur og rökhugsun var efst á blaði dygða hjá Pabba. Fordómaleysið algert og trú hans á að allir hefðu snilligàfu sem þyrfti bara finna og virkja var mikil.“Færslu Sigmars má lesa í heild hér að neðan. Andlát Tengdar fréttir Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48 Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og sonur Vilhálms Einarssonar frjálsíþróttamanns, minnist föður síns í færslu á Facebook í dag. Sigmar segist stoltur af föður sínum, bæði sem íþróttamanni og manneskju. Vilhjálmur lést í gær, 85 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júní 1934. Hann lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála og var meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Gerður Unndórsdóttir. Þau eignuðust sex syni, Rúnar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar og Sigmar. Sá síðastnefndi byrjar minningarorð sín á því að minnast silfurverðlauna föður síns á Ólympíuleikunum árið 1956. „Elsku Pabbi minn kvaddi í gær. Opinberlega er hann Silfurmaðurinn frá Melbourne 1956, þar sem hann fékk silfurverðlaun á Olympíuleikunum. Hefur það afrek fylgt mér frá fæðingu og rifjað upp árlega við veitingu Íþróttamanns ársins. Það er því táknrænt að hann hafi kvatt okkur sama dag og kjör íþróttamanns ársins fór fram. Ég er svo sannarlega stoltur af því afreki föður míns,“ skrifar Sigmar. Þetta afrek hafi aldrei stigið Vilhjálmi til höfuðs. Sigmar kveðst þó stoltastur af pabba sínum sem manneskju. „Ég ólst upp hjá Skólameistaranum Vilhjálmi en ekki íþróttahetjunni. Afrek hans var eins og Íslendingasögurnar fyrir ungan dreng sem kom löngu seinna í heiminn. Pabbi minn missti aldrei tækifæri til þess kenna manni eitthvað nýtt, opna hugan gagnvart nýjum sjónarhornum eða segja sögur. Enda var aldrei þögn í bíltúrum eða yfir kaffibollanum, það er alltaf eitthvað áhugavert að gerast í heiminum sem krefst umhugsunar og umræðu. Umburðarlyndi, kærleikur og rökhugsun var efst á blaði dygða hjá Pabba. Fordómaleysið algert og trú hans á að allir hefðu snilligàfu sem þyrfti bara finna og virkja var mikil.“Færslu Sigmars má lesa í heild hér að neðan.
Andlát Tengdar fréttir Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48 Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48
Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58