Sportpakkinn: Nýr íþróttamaður ársins hjá fötluðum vann jólalagakeppni Rásar tvö fyrr í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 16:46 Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir með verðlaun sín. Vísir/Vilhelm Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti 28 Íslandsmet á árinu og varð eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall á HM í Lundúnum. Hann bætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og vann bronsið í sínum flokki. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir náði góðum árangri í frjálsum íþróttum á árinu. Líkt og Már Gunnarsson stefnir hún á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Bergrún varð í 5. sæti í langstökki á alþjóðlegu móti, stökk 4,26 metra. Már var kátur þegar Arnar Björnsson hitti hann í dag. „Þetta er búið að vera geggjaður dagur en frekar sérstakur. Ég mætti í Sporthúsið í morgun á æfingu og þar var tekið á því. Svo ætlaði ég mér að fara að fá mér eitthvað að borða en það tókst ekki vel. Ég fékk símtal og mér tilkynnt að ég hefði unnið jólalagasamkepni Rásar tvö ásamt systur minni Ísold. Það átti að veita verðlaunin á sama tíma og ég þurfti að redda því að vera á tveimur stöðum í einu. Að vera valinn íþróttamaður fatlaðra er heiður sem ég er mjög stoltur af og þakklátur öllu því fagfólki sem valdi mig,“ sagði Már Gunnarsson. Dagurinn var bara hálfnaður og nóg að gera hjá íþrótta og tónlistarmanninum. „Það er sundæfing og það eru tónleikar, það er alveg slatt,“ sagði Már. Þarf hann ekki að vera með 29 klukkutíma í sólarhring? „Það eða gott skipulag. Prógrammið fram undan er afskaplega stíft. Ég er að æfa tvisvar á dag. Ég verð ekkert heima í janúar því ég er að fara að æfa í Lúxemborg. Æfi með landsliði ófatlaðra í Búlgaríu uppi í fjöllum. Þá kem ég heim til að undirbúa stórtónleika sem verða 13. mars í Stapanum. Ég er að flytja inn níu færustu tónlistarmenn Póllands til að spila með með mér í hljómsveit. Síðan kemur Evrópumeistaramótið í Madeira og vonandi Tókíó, ég ætla mér að komast þangað. Þetta er bara planið,“ sagði Már. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari fékk hvatningarverðlaunin. Hún hefur starfað með íþróttafélagi fatlaðra í mörg ár. Verðlaunin fær hún fyrir sérverkefni í leikskólastarfi með hreyfiþjálfun barna. Arnar Björnsson mætti í boð Íþróttasambands fatlaðra í dag og ræddi við íþróttafólk ársins eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Sportpakkinn Sund Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti 28 Íslandsmet á árinu og varð eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall á HM í Lundúnum. Hann bætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og vann bronsið í sínum flokki. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir náði góðum árangri í frjálsum íþróttum á árinu. Líkt og Már Gunnarsson stefnir hún á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Bergrún varð í 5. sæti í langstökki á alþjóðlegu móti, stökk 4,26 metra. Már var kátur þegar Arnar Björnsson hitti hann í dag. „Þetta er búið að vera geggjaður dagur en frekar sérstakur. Ég mætti í Sporthúsið í morgun á æfingu og þar var tekið á því. Svo ætlaði ég mér að fara að fá mér eitthvað að borða en það tókst ekki vel. Ég fékk símtal og mér tilkynnt að ég hefði unnið jólalagasamkepni Rásar tvö ásamt systur minni Ísold. Það átti að veita verðlaunin á sama tíma og ég þurfti að redda því að vera á tveimur stöðum í einu. Að vera valinn íþróttamaður fatlaðra er heiður sem ég er mjög stoltur af og þakklátur öllu því fagfólki sem valdi mig,“ sagði Már Gunnarsson. Dagurinn var bara hálfnaður og nóg að gera hjá íþrótta og tónlistarmanninum. „Það er sundæfing og það eru tónleikar, það er alveg slatt,“ sagði Már. Þarf hann ekki að vera með 29 klukkutíma í sólarhring? „Það eða gott skipulag. Prógrammið fram undan er afskaplega stíft. Ég er að æfa tvisvar á dag. Ég verð ekkert heima í janúar því ég er að fara að æfa í Lúxemborg. Æfi með landsliði ófatlaðra í Búlgaríu uppi í fjöllum. Þá kem ég heim til að undirbúa stórtónleika sem verða 13. mars í Stapanum. Ég er að flytja inn níu færustu tónlistarmenn Póllands til að spila með með mér í hljómsveit. Síðan kemur Evrópumeistaramótið í Madeira og vonandi Tókíó, ég ætla mér að komast þangað. Þetta er bara planið,“ sagði Már. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari fékk hvatningarverðlaunin. Hún hefur starfað með íþróttafélagi fatlaðra í mörg ár. Verðlaunin fær hún fyrir sérverkefni í leikskólastarfi með hreyfiþjálfun barna. Arnar Björnsson mætti í boð Íþróttasambands fatlaðra í dag og ræddi við íþróttafólk ársins eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk ársins hjá fötluðum
Sportpakkinn Sund Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira