Atli Fanndal flúði Reykjavík eftir einelti skólafélaga Heiðar Sumarliðason skrifar 30. nóvember 2019 12:15 Atli Þór Fanndal hefur látið til sín taka í umræðu um Samherjamálið. Atli Þór Fanndal vakti heldur betur athygli fyrir vasklega framgöngu í Silfrinu á RÚV um síðustu helgi, þegar hann saumaði að þingmanninum Jóni Gunnarssyni. Þar var hann á endanum stöðvaður af stjórnanda þáttinarins, Agli Helgasyni, sem vildi ekki leyfa honum að tala meira um hagi þingmannsins. Atli Þór er einn af gestum Heiðars Sumarliðasonar og Snæbjörns Brynjarssonar í útvarpsþættinum Eldi og brennisteini á X977.Atli er fyrrverandi blaðamaður og lærði fagið við Edinburgh Napier University. Hann hefur meðal annars unnið fyrir DV og Kvennablaðið en býr nú í borginni Brno í Tékklandi, þar sem hann er sjálfstætt starfandi pólitískur ráðgjafi. Á uppvaxtarárum sínum bjó hann í Grafarvogi og gekk í Foldaskóla. Hann fór hins vegar í framhaldsskóla á Norðurlandi.Egill Helgason vildi ekki leyfa Atla að telja upp sakir þingmannsins.„Ég var lagður í gríðarlegt einelti í grunnskóla og þetta var ákveðin leið til að komast í nýtt umhverfi,“ segir Atli og vill meina að hann hafi haft mjög gott af því að kúpla sig út og komast frá borginni.„Svo er stór þáttur sem hafði mikil áhrif á þetta og mótar líka réttlætiskennd mína, að ég er tvíkynhneigður, eða sem sagt pankynhneigður, eða hvað sem þú myndir kalla það,“ segir Atli og rifjar upp neikvæð viðhorf til hinsegin fólks þegar hann var að alast upp.„Það eru náttúrulega allir búnir að gleyma þessu núna, því það eru allir svo hrikalega stoltir af hvað við erum frábær að fíla hinsegin fólk en það er bara mjög stutt síðan ástandið var ömurlegt.“ Rólegur gaurÞó svo að Atli komi oftast fyrir sjónir almennings í átakaham segist hann lítið fyrir átök í sínu daglega lífi og almennt mjög rólegur.„Þegar þú starfar í pólitík og blaðamennsku er birtingarmynd þín sem einhver mjög harkalegur gaur. En ég er hins vegar mjög róleg týpa. Ég nenni ekki að rífast í mínu einkalífi. Ég var alinn upp við það hjá móður minni og föður að það var svolítið alvarlegt mál að hækka róminn. Það singallaði einhvernveginn að málið væri mikilvægt og ég man ekki eftir að hafa séð þau rífast mikið,“ segir Atli. Hann bætir við að fólk eigi oft erfitt með að taka hann alvarlega sé hann ósáttur, svo yfirvegað beri hann ergelsi sitt á borð. Fanndal bræðurnir Atli Þór og Huginn eru menn orðsins.En hyggur Atli á pólitískt framboð? „Nei, það hygg ég ekki á. Ég er samt alltaf að segja að fólk verði að svara kallinu um framboð þegar það berst og ég hef svolítið verið spurður út í framboð eftir ræðuna mína síðastliðinn laugardag á Austurvelli. Og þetta er ekki þetta týpíska pólitíska svar að maður eigi aldrei að útiloka neitt. Ég hef raunverulega ekki verið að velta framboði fyrir mér og hef ekki áhuga á því,“ segir Atli. Ákallið virðist því þurfa að vera þeim mun hærra eigi honum að snúast hugur. Atli Fanndal talar við mótmælendur á Austurvelli.Þess má geta að í viðtalinu kemur fram að Atli er ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem hefur vakið athygli á síðustu misserum. Bróðir hans er rapparinn Huginn, sem samkvæmt Atla spilar svokallaða hippidíhopp-tónlist en hann virðist ekki deila áhuga litla bróður á hipp hoppinu. Huginn er þekktur fyrir að vera einn af Kópbois genginu ásamt Herra Hnetusmjöri, Birni og fleiri góðum. Önnur plata hans, Dögun, kom út fyrr á þessu ári. Hans þekktustu lög eru sennilega Hetjan og Klakar, sem hann rappar með Herra Hnetusmjöri. Huginn er þó ekki eini tónlistarmaðurinn í fjölskyldunni. Guðlaugur Örn Hjaltason, faðir þeirra bræðra, er gítarleikari og Sunna systir þeirra er söngkona og lagahöfundur. Sunna gaf út sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári. Í viðtalinu fer Atli um víðan völl varðandi ástandið í íslenskum stjórnmálum og ber umhverfi þeirra saman við þeirra bresku en hann hefur meðal annars starfað þar í landi fyrir þingkonuna Annette Brooke. Hér að neðan er hægt að hlýða á þáttinn í heild sinni. Hann inniheldur lengra viðtal við Atla, spjall við Róbert I. Douglas um tíma myndabandaleiganna, viðtal við son ríkasta mann Bretlandseyja og viðtal við mjög þekktan íslenskan tónlistarmann, sem er frægur fyrir sína einstöku snyrtimennsku og skoðanir á kynbótum manna. Eldur og brennisteinn Samherjaskjölin Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Fleiri fréttir Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Sjá meira
Atli Þór Fanndal vakti heldur betur athygli fyrir vasklega framgöngu í Silfrinu á RÚV um síðustu helgi, þegar hann saumaði að þingmanninum Jóni Gunnarssyni. Þar var hann á endanum stöðvaður af stjórnanda þáttinarins, Agli Helgasyni, sem vildi ekki leyfa honum að tala meira um hagi þingmannsins. Atli Þór er einn af gestum Heiðars Sumarliðasonar og Snæbjörns Brynjarssonar í útvarpsþættinum Eldi og brennisteini á X977.Atli er fyrrverandi blaðamaður og lærði fagið við Edinburgh Napier University. Hann hefur meðal annars unnið fyrir DV og Kvennablaðið en býr nú í borginni Brno í Tékklandi, þar sem hann er sjálfstætt starfandi pólitískur ráðgjafi. Á uppvaxtarárum sínum bjó hann í Grafarvogi og gekk í Foldaskóla. Hann fór hins vegar í framhaldsskóla á Norðurlandi.Egill Helgason vildi ekki leyfa Atla að telja upp sakir þingmannsins.„Ég var lagður í gríðarlegt einelti í grunnskóla og þetta var ákveðin leið til að komast í nýtt umhverfi,“ segir Atli og vill meina að hann hafi haft mjög gott af því að kúpla sig út og komast frá borginni.„Svo er stór þáttur sem hafði mikil áhrif á þetta og mótar líka réttlætiskennd mína, að ég er tvíkynhneigður, eða sem sagt pankynhneigður, eða hvað sem þú myndir kalla það,“ segir Atli og rifjar upp neikvæð viðhorf til hinsegin fólks þegar hann var að alast upp.„Það eru náttúrulega allir búnir að gleyma þessu núna, því það eru allir svo hrikalega stoltir af hvað við erum frábær að fíla hinsegin fólk en það er bara mjög stutt síðan ástandið var ömurlegt.“ Rólegur gaurÞó svo að Atli komi oftast fyrir sjónir almennings í átakaham segist hann lítið fyrir átök í sínu daglega lífi og almennt mjög rólegur.„Þegar þú starfar í pólitík og blaðamennsku er birtingarmynd þín sem einhver mjög harkalegur gaur. En ég er hins vegar mjög róleg týpa. Ég nenni ekki að rífast í mínu einkalífi. Ég var alinn upp við það hjá móður minni og föður að það var svolítið alvarlegt mál að hækka róminn. Það singallaði einhvernveginn að málið væri mikilvægt og ég man ekki eftir að hafa séð þau rífast mikið,“ segir Atli. Hann bætir við að fólk eigi oft erfitt með að taka hann alvarlega sé hann ósáttur, svo yfirvegað beri hann ergelsi sitt á borð. Fanndal bræðurnir Atli Þór og Huginn eru menn orðsins.En hyggur Atli á pólitískt framboð? „Nei, það hygg ég ekki á. Ég er samt alltaf að segja að fólk verði að svara kallinu um framboð þegar það berst og ég hef svolítið verið spurður út í framboð eftir ræðuna mína síðastliðinn laugardag á Austurvelli. Og þetta er ekki þetta týpíska pólitíska svar að maður eigi aldrei að útiloka neitt. Ég hef raunverulega ekki verið að velta framboði fyrir mér og hef ekki áhuga á því,“ segir Atli. Ákallið virðist því þurfa að vera þeim mun hærra eigi honum að snúast hugur. Atli Fanndal talar við mótmælendur á Austurvelli.Þess má geta að í viðtalinu kemur fram að Atli er ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem hefur vakið athygli á síðustu misserum. Bróðir hans er rapparinn Huginn, sem samkvæmt Atla spilar svokallaða hippidíhopp-tónlist en hann virðist ekki deila áhuga litla bróður á hipp hoppinu. Huginn er þekktur fyrir að vera einn af Kópbois genginu ásamt Herra Hnetusmjöri, Birni og fleiri góðum. Önnur plata hans, Dögun, kom út fyrr á þessu ári. Hans þekktustu lög eru sennilega Hetjan og Klakar, sem hann rappar með Herra Hnetusmjöri. Huginn er þó ekki eini tónlistarmaðurinn í fjölskyldunni. Guðlaugur Örn Hjaltason, faðir þeirra bræðra, er gítarleikari og Sunna systir þeirra er söngkona og lagahöfundur. Sunna gaf út sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári. Í viðtalinu fer Atli um víðan völl varðandi ástandið í íslenskum stjórnmálum og ber umhverfi þeirra saman við þeirra bresku en hann hefur meðal annars starfað þar í landi fyrir þingkonuna Annette Brooke. Hér að neðan er hægt að hlýða á þáttinn í heild sinni. Hann inniheldur lengra viðtal við Atla, spjall við Róbert I. Douglas um tíma myndabandaleiganna, viðtal við son ríkasta mann Bretlandseyja og viðtal við mjög þekktan íslenskan tónlistarmann, sem er frægur fyrir sína einstöku snyrtimennsku og skoðanir á kynbótum manna.
Eldur og brennisteinn Samherjaskjölin Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Fleiri fréttir Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið