„Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. nóvember 2019 11:00 Spekingarnir fara yfir málin í gær. vísir/skjáskot FH-ingar sóttu ekki gull í greipar Norðanmanna en Fimleikafélagið tapaði fyrir KA á útivelli í Olís-deild karla á sunnudaginn, 31-27. Það er fróðlegt að kíkja á leik liðanna frá því á síðustu leiktíð en nákvæmlega sama var uppi á teningnum þar. Dagur Gautason í banastuði og KA hafði betur. Seinni bylgjan gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og spekingarnir voru ekki sammála um hvað hafði farið úrskeiðis hjá FH. „Eins og í þessum leik þá var eins og þeir væru ekki tilbúnir en FH-ingum til varnar þá eru búið að vera gríðarleg meiðsli. Það eru margir mjög tæpir,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingurinn. „Einar Rafn er búinn að vera mjög tæpur og er að spila 70%. Það vantar ógn og hann er búinn að vera einn sá besti síðustu árin. Það er ekki sjón að sjá hann. Það sjá það allir.“ „Bjarni Ófeigur er búinn að vera meiddur, Egill var að detta út og Arnar alltaf í þessum ökklameiðslum. Phil Döhler er einnig búinn að vera meiddur. Við vitum ekki alltaf hvað er búið að vera gerast bakvið tjöldin.“ „Sigursteinn er ekkert að koma í viðtöl og afsaka neitt en ég veit að þetta er svipað með FH og með Val í upphafi leiktíðarinnar. Það eru meiðsli og verið að púsla liðinu saman. Ég reikna með þeim sterkari.“ Jóhann Gunnar Einarsson var ekki sammála félaga sínum í settinu og sagði að flest öll liðin væru að glíma við meiðsli. Frammistaða FH hafi heilt yfir verið vonbrigði. „Þeir spiluðu á móti HK og Fjölni, nýliðunum, og voru heppnir að vinna þá leiki. Það sem þú segir er rétt og gilt og allt það en það vantaði Tarik, Áka og Daða í KA. Það eru allir þannig séð að glíma við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH. Þetta er í öllum liðum en það sem við vitum ekki þegar lið er ekki að performa betur, er að menn eru að spila hálfmeiddir,“ bætti Logi við. Innslagið má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Sjúkrasaga FH Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Sjá meira
FH-ingar sóttu ekki gull í greipar Norðanmanna en Fimleikafélagið tapaði fyrir KA á útivelli í Olís-deild karla á sunnudaginn, 31-27. Það er fróðlegt að kíkja á leik liðanna frá því á síðustu leiktíð en nákvæmlega sama var uppi á teningnum þar. Dagur Gautason í banastuði og KA hafði betur. Seinni bylgjan gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og spekingarnir voru ekki sammála um hvað hafði farið úrskeiðis hjá FH. „Eins og í þessum leik þá var eins og þeir væru ekki tilbúnir en FH-ingum til varnar þá eru búið að vera gríðarleg meiðsli. Það eru margir mjög tæpir,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingurinn. „Einar Rafn er búinn að vera mjög tæpur og er að spila 70%. Það vantar ógn og hann er búinn að vera einn sá besti síðustu árin. Það er ekki sjón að sjá hann. Það sjá það allir.“ „Bjarni Ófeigur er búinn að vera meiddur, Egill var að detta út og Arnar alltaf í þessum ökklameiðslum. Phil Döhler er einnig búinn að vera meiddur. Við vitum ekki alltaf hvað er búið að vera gerast bakvið tjöldin.“ „Sigursteinn er ekkert að koma í viðtöl og afsaka neitt en ég veit að þetta er svipað með FH og með Val í upphafi leiktíðarinnar. Það eru meiðsli og verið að púsla liðinu saman. Ég reikna með þeim sterkari.“ Jóhann Gunnar Einarsson var ekki sammála félaga sínum í settinu og sagði að flest öll liðin væru að glíma við meiðsli. Frammistaða FH hafi heilt yfir verið vonbrigði. „Þeir spiluðu á móti HK og Fjölni, nýliðunum, og voru heppnir að vinna þá leiki. Það sem þú segir er rétt og gilt og allt það en það vantaði Tarik, Áka og Daða í KA. Það eru allir þannig séð að glíma við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH. Þetta er í öllum liðum en það sem við vitum ekki þegar lið er ekki að performa betur, er að menn eru að spila hálfmeiddir,“ bætti Logi við. Innslagið má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Sjúkrasaga FH
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Sjá meira