„Sannfærður um að þetta sé rétt skref“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2019 17:30 Haukur er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildar karla í vetur. vísir/vilhelm Kielce í Póllandi verður fyrsti viðkomustaður Selfyssingsins Hauks Þrastarsonar í atvinnumennsku. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Kielce og gengur í raðir liðsins næsta sumar. „Ég hef skoðað mín mál lengi. Í lok sumars fór ég og kíkti á aðstæður hjá félaginu. Ég talaði við þjálfarana og skoðaði bæinn. Ég er sannfærður um að þetta sé rétt skref,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Hann verður annar Íslendingurinn sem leikur með Kielce. Sveitungi Hauks, Þórir Ólafsson, var í herbúðum liðsins á árunum 2011-14. „Ég talaði við Þóri og fékk ráðleggingar hjá honum. Hann þekkir auðvitað vel til þarna,“ sagði Haukur. Mjög ánægður með niðurstöðunaHaukur í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar.vísir/gettyHann hefur verið einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims undanfarna mánuði og mörg stórlið renndu hýru auga til hans. Haukur segir að heimsóknin til Kielce í sumar hafi gert útslagið. „Eftir að ég fór út og skoðaði aðstæður hjá Kielce var það fyrsti kostur. Þeir voru mjög áhugasamir en maður þarf að standa sig,“ sagði Haukur. „Ég hef tekið mér góðan tíma og farið vel yfir þetta. Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.“ Kielce er eitt stærsta lið Evrópu og vann Meistaradeild Evrópu fyrir þremur árum. „Þetta er risastórt félag sem ég er mjög spenntur að spila fyrir. Þetta er krefjandi verkefni,“ sagði Haukur. Líst vel á DujshebaevHaukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðasta tímabili.vísir/vilhelmTalant Dujshebaev er þjálfari Kielce og hefur verið frá 2014. Haukur hlakkar til að vinna með honum. „Hann virkaði mjög vel á mig. Ég átti mjög gott spjall við hann. Þetta er frábær þjálfari og ég efast ekki um að ég geti bætt mig undir hans stjórn. Þetta verður frábær skóli,“ sagði Haukur. Hann klárar tímabilið með Selfossi áður en hann heldur út. Hann segir að félagaskiptin muni ekki trufla hann það sem eftir er tímabils. „Alls ekki. Það er gott að þetta sé komið frá og komið út,“ sagði Haukur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Þrjú lið börðust um Hauk Póllandsmeistarar Kielce klófestu Hauk Þrastarson. 19. nóvember 2019 14:06 Haukur semur við Kielce Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar. 19. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira
Kielce í Póllandi verður fyrsti viðkomustaður Selfyssingsins Hauks Þrastarsonar í atvinnumennsku. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Kielce og gengur í raðir liðsins næsta sumar. „Ég hef skoðað mín mál lengi. Í lok sumars fór ég og kíkti á aðstæður hjá félaginu. Ég talaði við þjálfarana og skoðaði bæinn. Ég er sannfærður um að þetta sé rétt skref,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Hann verður annar Íslendingurinn sem leikur með Kielce. Sveitungi Hauks, Þórir Ólafsson, var í herbúðum liðsins á árunum 2011-14. „Ég talaði við Þóri og fékk ráðleggingar hjá honum. Hann þekkir auðvitað vel til þarna,“ sagði Haukur. Mjög ánægður með niðurstöðunaHaukur í leik með íslenska landsliðinu á HM í janúar.vísir/gettyHann hefur verið einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims undanfarna mánuði og mörg stórlið renndu hýru auga til hans. Haukur segir að heimsóknin til Kielce í sumar hafi gert útslagið. „Eftir að ég fór út og skoðaði aðstæður hjá Kielce var það fyrsti kostur. Þeir voru mjög áhugasamir en maður þarf að standa sig,“ sagði Haukur. „Ég hef tekið mér góðan tíma og farið vel yfir þetta. Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna.“ Kielce er eitt stærsta lið Evrópu og vann Meistaradeild Evrópu fyrir þremur árum. „Þetta er risastórt félag sem ég er mjög spenntur að spila fyrir. Þetta er krefjandi verkefni,“ sagði Haukur. Líst vel á DujshebaevHaukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðasta tímabili.vísir/vilhelmTalant Dujshebaev er þjálfari Kielce og hefur verið frá 2014. Haukur hlakkar til að vinna með honum. „Hann virkaði mjög vel á mig. Ég átti mjög gott spjall við hann. Þetta er frábær þjálfari og ég efast ekki um að ég geti bætt mig undir hans stjórn. Þetta verður frábær skóli,“ sagði Haukur. Hann klárar tímabilið með Selfossi áður en hann heldur út. Hann segir að félagaskiptin muni ekki trufla hann það sem eftir er tímabils. „Alls ekki. Það er gott að þetta sé komið frá og komið út,“ sagði Haukur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Þrjú lið börðust um Hauk Póllandsmeistarar Kielce klófestu Hauk Þrastarson. 19. nóvember 2019 14:06 Haukur semur við Kielce Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar. 19. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira
Haukur semur við Kielce Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar. 19. nóvember 2019 13:30