Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2019 11:14 Árni Gils og faðir hans Hjalti Úrsus sem hefur staðið þétt við bak sonar síns í málinu. Vísir/Vilhelm Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Mál Árna hefur verið lengi til meðferðar í dómskerfinu og er þetta í annað skiptið sem fjögurra ára dómur er kveðinn upp yfir honum í héraði. Árni var sakfelldur fyrir að hafa stungið annan mann með hnífi í höfuðið í átökum á milli þeirra við Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017. Fékk maðurinn gat í höfuðkúpuna. Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið í höfuðið. Til átakanna kom þegar Árni kom að sjoppunni til að skila þáverandi vinkonu sinni bíl hennar og hundi sem hann var með. Maðurinn sem varð fyrir höfuðáverkanum hafði verið með konunni í samkvæmi í íbúð nærri sjoppunni og fór með henni til móts við Árna. Réttað var í málinu í annað skiptið. Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Árna fyrir árásina og fleiri brot árið 2017 og dæmdi í fjögurra ára fangelsi. Hæstiréttur ómerkti dóminn í manndrápstilraunarmálinu og vísaði aftur heim í hérað. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði því aftur um málið og komst að niðurstöðu í gær.Fanney Björk Frostadóttir sótti málið fyrir embætti héraðssaksóknara.Vísir/VilhelmSaksóknari fór fram á fimm ára fangelsi Fanney Björk Frostadóttir saksóknari í málinu vísaði til brotaferils Árna þegar hún krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir honum. Sagði hún að yrði Árni sakfelldur væri um að ræða þriðja ofbeldisdóm hans frá árinu 2015. Auk þess hafi hann ítrekað gerst sekur um umferðar- og fíkniefnabrot sem ættu að telja til refsiþyngingar. Fanney saksóknari sagði í málflutningi sínum við aðalmeðferð málsins að leggja þyrfti framburð meints brotaþola og þáverandi vinkonu Árna til grundvallar í málinu. Við meðferð málsins fór ýmsum sögum af hver hefði komið með hnífinn en saksóknari byggði á að brotaþoli hafi gert það. Samkvæmt vitnisburði brotaþola og konunnar veitti Árni manninum höfuðhögg. Fanney sagði að hending ein hefði ráðið því að höggið hafi komið niður á höfuðkúpuna þar sem hún er þykkust. Hefði krafturinn verið meiri eða hornið verið aðeins annað hefði höggið hæglega getað leitt til dauða mannsins. Framburður sérfræðinga styddi lýsingar brotaþola á áverkunum þó að þeir hafi ekki útilokað að þeir hefðu getað komið til fyrir slysni undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir hafi útilokað að maðurinn hafi getað veitt sér áverkann sjálfur. Fyrrverandi vinkona Árna, sem hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegu sambandi við á köflum, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins. Þinghaldi var lokað á meðan. Saksóknari gerði þá kröfu þar sem konan væri óttaslegin og teldi að viðvera fólks í dómsalnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Í málflutningsræðu sinni hafði saksóknari eftir konunni að Árni hefði kennt sér um hvernig hefði farið fyrir honum eftir atvikið við Leifasjoppu. Hann hefði reynt að hafa áhrif á framburð hennar með hótunum og mikilli áreitni. Þá hafi Árni ráðist að henni í tvígang og hótað að dreifa kynferðislegum myndum af henni. Árni neitaði því ekki að hafa hótað dreifingu myndanna fyrir dómi.Árni Gils Hjaltason í dómsal ásamt verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni.Vísir/VilhelmEinn ótrúverðugasti framburður sem hann hafði heyrt Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, vísaði í ástæður Hæstaréttar fyrir því að upphaflegi dómurinn var ómerktur. Héraðsdómur hafi ekki fjallað um hvort útilokað væri að áverkar meints brotaþola hafi komið til af slysni í átökum þeirra Árna. „Það hefur ekki verið útilokað ennþá,“ sagði Oddgeir við aðalmeðferð málsins. Sagði hann framburð Árna í málinu hafa verið stöðugan frá upphafi þrátt fyrir að honum hafi oft ekki verið trúað. Ný gögn sem hefðu komið fram í málinu hafi engu að síður stutt framburð hans. Gagnrýndi hann rannsókn lögreglu og mat sérfræðinga sem hann taldi „hræðilegt klúður“. Enginn sérfræðingur hefði staðfest að hnífur hafi verið notaður í átökunum. Hnífurinn fannst aldrei og fer ólíkum sögum um afdrif hans. Dró hann framburð bæði brotaþola og fyrrverandi vinkonu Árna í efa. Lýsti hann vitnisburði mannsins sem einum þeim ótrúverðugasta sem hefði komið fram í slíku máli. Framburður konunnar yrði svo mikið á reiki að dómurinn yrði að víkja honum til hliðar. „Ákærði á eftir allt þetta skilið að njóta vafans,“ sagði Oddgeir. Þessu var fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur ekki sammála og dæmdi Árna Gils í fjögurra ára fangelsi. Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 „Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Mál Árna hefur verið lengi til meðferðar í dómskerfinu og er þetta í annað skiptið sem fjögurra ára dómur er kveðinn upp yfir honum í héraði. Árni var sakfelldur fyrir að hafa stungið annan mann með hnífi í höfuðið í átökum á milli þeirra við Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017. Fékk maðurinn gat í höfuðkúpuna. Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið í höfuðið. Til átakanna kom þegar Árni kom að sjoppunni til að skila þáverandi vinkonu sinni bíl hennar og hundi sem hann var með. Maðurinn sem varð fyrir höfuðáverkanum hafði verið með konunni í samkvæmi í íbúð nærri sjoppunni og fór með henni til móts við Árna. Réttað var í málinu í annað skiptið. Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi Árna fyrir árásina og fleiri brot árið 2017 og dæmdi í fjögurra ára fangelsi. Hæstiréttur ómerkti dóminn í manndrápstilraunarmálinu og vísaði aftur heim í hérað. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði því aftur um málið og komst að niðurstöðu í gær.Fanney Björk Frostadóttir sótti málið fyrir embætti héraðssaksóknara.Vísir/VilhelmSaksóknari fór fram á fimm ára fangelsi Fanney Björk Frostadóttir saksóknari í málinu vísaði til brotaferils Árna þegar hún krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir honum. Sagði hún að yrði Árni sakfelldur væri um að ræða þriðja ofbeldisdóm hans frá árinu 2015. Auk þess hafi hann ítrekað gerst sekur um umferðar- og fíkniefnabrot sem ættu að telja til refsiþyngingar. Fanney saksóknari sagði í málflutningi sínum við aðalmeðferð málsins að leggja þyrfti framburð meints brotaþola og þáverandi vinkonu Árna til grundvallar í málinu. Við meðferð málsins fór ýmsum sögum af hver hefði komið með hnífinn en saksóknari byggði á að brotaþoli hafi gert það. Samkvæmt vitnisburði brotaþola og konunnar veitti Árni manninum höfuðhögg. Fanney sagði að hending ein hefði ráðið því að höggið hafi komið niður á höfuðkúpuna þar sem hún er þykkust. Hefði krafturinn verið meiri eða hornið verið aðeins annað hefði höggið hæglega getað leitt til dauða mannsins. Framburður sérfræðinga styddi lýsingar brotaþola á áverkunum þó að þeir hafi ekki útilokað að þeir hefðu getað komið til fyrir slysni undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir hafi útilokað að maðurinn hafi getað veitt sér áverkann sjálfur. Fyrrverandi vinkona Árna, sem hann viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegu sambandi við á köflum, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins. Þinghaldi var lokað á meðan. Saksóknari gerði þá kröfu þar sem konan væri óttaslegin og teldi að viðvera fólks í dómsalnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Í málflutningsræðu sinni hafði saksóknari eftir konunni að Árni hefði kennt sér um hvernig hefði farið fyrir honum eftir atvikið við Leifasjoppu. Hann hefði reynt að hafa áhrif á framburð hennar með hótunum og mikilli áreitni. Þá hafi Árni ráðist að henni í tvígang og hótað að dreifa kynferðislegum myndum af henni. Árni neitaði því ekki að hafa hótað dreifingu myndanna fyrir dómi.Árni Gils Hjaltason í dómsal ásamt verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni.Vísir/VilhelmEinn ótrúverðugasti framburður sem hann hafði heyrt Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, vísaði í ástæður Hæstaréttar fyrir því að upphaflegi dómurinn var ómerktur. Héraðsdómur hafi ekki fjallað um hvort útilokað væri að áverkar meints brotaþola hafi komið til af slysni í átökum þeirra Árna. „Það hefur ekki verið útilokað ennþá,“ sagði Oddgeir við aðalmeðferð málsins. Sagði hann framburð Árna í málinu hafa verið stöðugan frá upphafi þrátt fyrir að honum hafi oft ekki verið trúað. Ný gögn sem hefðu komið fram í málinu hafi engu að síður stutt framburð hans. Gagnrýndi hann rannsókn lögreglu og mat sérfræðinga sem hann taldi „hræðilegt klúður“. Enginn sérfræðingur hefði staðfest að hnífur hafi verið notaður í átökunum. Hnífurinn fannst aldrei og fer ólíkum sögum um afdrif hans. Dró hann framburð bæði brotaþola og fyrrverandi vinkonu Árna í efa. Lýsti hann vitnisburði mannsins sem einum þeim ótrúverðugasta sem hefði komið fram í slíku máli. Framburður konunnar yrði svo mikið á reiki að dómurinn yrði að víkja honum til hliðar. „Ákærði á eftir allt þetta skilið að njóta vafans,“ sagði Oddgeir. Þessu var fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur ekki sammála og dæmdi Árna Gils í fjögurra ára fangelsi.
Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 „Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
„Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59
Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47
Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15