Microsoft gerir aðra atlögu að símanum Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 11:34 Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Vísir/getty Forsvarsmenn Microsoft kynntu í gær símann Surface Duo og er fyrirtækið þar með að gera aðra atlögu að símaframleiðslu rúmum tveimur árum eftir að framleiðslu síma var „hætt“ hjá Microsoft. Að þessu sinni munu símar fyrirtækisins keyra á Android en ekki stýrikerfi Microsoft, sem mun án efa laða að fleiri notendur. Duo þykir nokkuð merkilegur fyrir þær sakir að hann er með tvo skjái og er samanbrjótanlegur. Skjáirnir eru ekki samanbrjótanlegir eins og með Galaxy Fold, heldur síminn sjálfur. Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Kynning Microsoft í gær innihélt þó ekki mikið meiri upplýsingar um símann en það. Síminn mun þó ekki birtast í hillum verslana fyrr en seint á næsta ári. Samhliða símanum kynnti fyrirtækið einnig tveggja skjáa spjaldtölvu sem ber heitið Suface Neo. Sú spjaldtölva mun þó keyra á nýrri útgáfu af stýrikerfi Microsoft sem kallast Windows 10X.Blaðamenn CNet vekja athygli á því að það gæti reynst Microsoft erfitt að ná góðri stöðu á markaðssímum heimsins. Í dag séu í raun þrjú fyrirtæki sem stýri mörkuðunum. Á öðrum fjórðungi þessa árs voru 22 prósent seldra síma frá Samsung, 17 prósent frá Huawei og ellefu prósent frá Apple. Samkvæmt greiningaraðilum er ekkert annað fyrirtæki með tíu prósent markaðshlutdeild. Hér að neðan má sjá myndbönd um þær vörur sem Microsoft kynnti í gær. Microsoft Tækni Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Forsvarsmenn Microsoft kynntu í gær símann Surface Duo og er fyrirtækið þar með að gera aðra atlögu að símaframleiðslu rúmum tveimur árum eftir að framleiðslu síma var „hætt“ hjá Microsoft. Að þessu sinni munu símar fyrirtækisins keyra á Android en ekki stýrikerfi Microsoft, sem mun án efa laða að fleiri notendur. Duo þykir nokkuð merkilegur fyrir þær sakir að hann er með tvo skjái og er samanbrjótanlegur. Skjáirnir eru ekki samanbrjótanlegir eins og með Galaxy Fold, heldur síminn sjálfur. Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Kynning Microsoft í gær innihélt þó ekki mikið meiri upplýsingar um símann en það. Síminn mun þó ekki birtast í hillum verslana fyrr en seint á næsta ári. Samhliða símanum kynnti fyrirtækið einnig tveggja skjáa spjaldtölvu sem ber heitið Suface Neo. Sú spjaldtölva mun þó keyra á nýrri útgáfu af stýrikerfi Microsoft sem kallast Windows 10X.Blaðamenn CNet vekja athygli á því að það gæti reynst Microsoft erfitt að ná góðri stöðu á markaðssímum heimsins. Í dag séu í raun þrjú fyrirtæki sem stýri mörkuðunum. Á öðrum fjórðungi þessa árs voru 22 prósent seldra síma frá Samsung, 17 prósent frá Huawei og ellefu prósent frá Apple. Samkvæmt greiningaraðilum er ekkert annað fyrirtæki með tíu prósent markaðshlutdeild. Hér að neðan má sjá myndbönd um þær vörur sem Microsoft kynnti í gær.
Microsoft Tækni Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira