Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sylvía Hall skrifar 6. október 2019 18:15 "Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar.“ Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn. Sólveig Anna var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar. Þar er hægt að tala um þá pressu sem verður á það að geta haldið launum niðri þegar atvinnurekendur, kapítalistar, geta ávallt stækkað pottinn sem þeir svo veiða vinnandi hendurnar úr,“ segir Sólveig Anna. Að hennar sögn er um það bil helmingur félagsmanna Eflingar aðflutt verkafólk sem sé oft að flýja ómannúðlegar aðstæður í heimalandinu. Hérna á Íslandi bíði þeirra oft ekki betri aðstæður. „Ég nefndi hérna starfsmannaleigur, við hér á Íslandi höfum fengið að fylgjast með því í fjölmiðlum hvernig fer fyrir mörgum þeirra sem koma þannig hingað. Við inn í Eflingu erum að díla við geigvænleg vandamál sem hafa fylgt því að hér hefur verið opnað mjög rösklega á innflæði vinnuafls en hagsmunagæsla, henni hefur ekki verið sinnt að sama skapi af hálfu þeirra sem fara með völd í þessu samfélagi.“ Hún segir aðflutt verkafólk oft ekki meðvitað um réttindi sín og verði því fyrir slæmri meðferð á vinnumarkaði og oft á tíðum launaþjófnaði. Slík mál komi í sífellt auknu mæli inn á borð Eflingar. „Ég fór núna fyrir helgi og heimsótti vinnustað þar sem eiginlega allir starfsmennirnir, ef ekki allir, eru útlendingar sem hingað koma til þess að vinna. Þau eru öll upp á sinn atvinnurekanda kominn með húsnæði sem segir okkur, ef við erum með örðu af viti í kollinum, hversu viðkvæmri stöðu þetta fólk er í,“ segir Sólveig Anna. „Öll þessi stórkostlegu vandamál, þau hafa algjörlega fallið í skuggann af því að hér geti meðlimir millistéttarinnar farið og sótt nám hingað og þangað og svo framvegis.“Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Sólveigu Önnu og Oddnýju byrjar á mínútu 22:05. Kjaramál Vinnumarkaður Víglínan Tengdar fréttir Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00 Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn. Sólveig Anna var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar. Þar er hægt að tala um þá pressu sem verður á það að geta haldið launum niðri þegar atvinnurekendur, kapítalistar, geta ávallt stækkað pottinn sem þeir svo veiða vinnandi hendurnar úr,“ segir Sólveig Anna. Að hennar sögn er um það bil helmingur félagsmanna Eflingar aðflutt verkafólk sem sé oft að flýja ómannúðlegar aðstæður í heimalandinu. Hérna á Íslandi bíði þeirra oft ekki betri aðstæður. „Ég nefndi hérna starfsmannaleigur, við hér á Íslandi höfum fengið að fylgjast með því í fjölmiðlum hvernig fer fyrir mörgum þeirra sem koma þannig hingað. Við inn í Eflingu erum að díla við geigvænleg vandamál sem hafa fylgt því að hér hefur verið opnað mjög rösklega á innflæði vinnuafls en hagsmunagæsla, henni hefur ekki verið sinnt að sama skapi af hálfu þeirra sem fara með völd í þessu samfélagi.“ Hún segir aðflutt verkafólk oft ekki meðvitað um réttindi sín og verði því fyrir slæmri meðferð á vinnumarkaði og oft á tíðum launaþjófnaði. Slík mál komi í sífellt auknu mæli inn á borð Eflingar. „Ég fór núna fyrir helgi og heimsótti vinnustað þar sem eiginlega allir starfsmennirnir, ef ekki allir, eru útlendingar sem hingað koma til þess að vinna. Þau eru öll upp á sinn atvinnurekanda kominn með húsnæði sem segir okkur, ef við erum með örðu af viti í kollinum, hversu viðkvæmri stöðu þetta fólk er í,“ segir Sólveig Anna. „Öll þessi stórkostlegu vandamál, þau hafa algjörlega fallið í skuggann af því að hér geti meðlimir millistéttarinnar farið og sótt nám hingað og þangað og svo framvegis.“Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Sólveigu Önnu og Oddnýju byrjar á mínútu 22:05.
Kjaramál Vinnumarkaður Víglínan Tengdar fréttir Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00 Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00
Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15
Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30