Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2019 08:00 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, sést hér á leið til fundar með dómsmálaráðherra í upphafi síðustu viku. Vísir/vilhelm „Orð mín um spillingu hafa fengið óvænt flug og verið útfærð í þá veru að ég hafi sagt að það sé grasserandi almenn spilling innan lögreglunnar. Það hef ég aldrei sagt, hvorki í þessu viðtali né annars staðar. Þannig að þeir sem halda þessu fram ættu að lesa þetta viðtal.“ Svona kemst Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, að orði við Morgunblaðið í dag, inntur eftir nánari útskýringu á ummælum hans um spillingu innan lögreglunnar. Allt frá því að hann ræddi síðast við Morgunblaðið, í opnuviðtali fyrir tæplega tveimur vikum, hefur logað stafnanna á milli í lögregluumdæmum landsins. Undirliggjandi óánægja með starfshætti hans blossaði upp. Átta af níu lögreglustjórum landsins auk Landssambands lögreglumanna segjast ekki lengur treysta Haraldi til að gegna embætti sínu. Viðtal hans við Morgunblaðið, þar sem spilling innan lögreglunnar bar á góma, hafi verið kornið sem fyllti mælinn.Mikið hefur verið rætt og ritað um meintar spillingarásakanir Haraldar í viðtalinu. Þannig hafa þingmenn sagt þau grafalvarleg og að til botns verði að komast í málinu, því ef spilling sé viðvarandi „þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann [Haraldur] þarf í raun og veru að útskýra það.“ Það þurfi hann ekki síst að gera í ljósi þess að hann hefur gegnt embætti ríkislögreglustjóra í rúm 20 ár, og því beri hann „einhverja ábyrgð [...] á ástandinu.“Ólga hefur verið innan lögreglunnar vegna ýmissa þátta er lúta að starfsháttum og samskiptum við embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Haraldur segir hins vegar í samtali við Morgunblaðið í dag að ummæli hans hafi verið oftúlkuð. Þau fáu orð sem hann hafi viðhaft um spillingu hafi byggst á faglegum forsendum: „Meðal annars á því sem fram kemur í skýrslu GRECO um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi. Ég er að vísa til hennar og þeirra ábendinga og viðvarana sem þar koma fram, en einnig til einstakra mála sem komið hafa upp á undanförnum árum.“Erfitt að sjá vísun í skýrslu Umrædd skýrsla GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, leit dagsins ljós í apríl í fyrra og fékk nokkra umfjöllun í fjölmiðlum. Meðal niðurstaðna hennar var að íslensk löggæsla þyki sérstaklega berskjölduð fyrir pólitískum áhrifum, auk þess sem uppbygging lögreglunnar geti komið í veg fyrir að upplýst sé um vandamálin sem þar kunna að þrífast. Við lestur á hinu umdeilda viðtali við Harald er þó ekki að sjá að hann víki að umræddri skýrslu, þvert á móti mætti ætla að um persónulega afstöðu hans í þessum málum sé að ræða. Þó drepur Haraldur á því sem hann telur óæskilega blöndu lögreglustarfa og stjórnmálavafsturs, eins og minnst er á í úttekt GRECO.„Ég hef líka bent á að ekki eigi að líða spillingu innan lögreglunnar. Hluti af umræðunni sem er að brjótast fram núna er kannski einnig vegna þeirrar afstöðu minnar. Ég hef til dæmis bent á að það fari ekki saman að lögreglumenn séu meðfram starfi sínu í pólitísku vafstri. Það fer að mínu viti ekki saman.“Ætla má að Haraldur vísi þar til ítarlegs viðtals við Fréttablaðið, sem hann veitti í upphafi árs 2016 og bar yfirskriftina „Það líðst engin spilling.“ Í viðtalinu segir Haraldur að á sínum langa ferli sem ríkislögreglustjóri hafi hann ekki upplifað mörg spillingarmál. „Það eru örfá mál þar sem lögreglumenn hafa misst tök á sjálfum sér. Þau mál hafa yfirleitt komið upp vegna innra eftirlits. Það eru engir lögreglustjórar sem líða það að spilling líðist innan síns embættis,“ sagði Haraldur og bætti við að hann væri opinn fyrir því að úfæra nánara eftirlit með starfsháttum lögreglunnar.Óbeinar hótanir óútskýrðar Þar að auki segist hann, í samtali við Morgunblaðið í dag, hafa verið að vísa til einstakra mála sem hafa komið upp að undanförnum árum. Tvö umdeildustu ummæli hans í upprunalega viðtalinu bera það þó ekki með sér. Þar talar hann undir rós, segist beinlínis ekki vilja nefna einstaka tilvik, „þeir sem þekkja til vita um hvað ég er að tala,“ og vísar til þess sem á að hafa gerst að tjaldabaki.„Það er efni í sérstakt viðtal ef til starfsloka kemur vegna þessara ásakana. Það myndi kalla á annað og dýpra viðtal um það sem hefur gengið á á bak við tjöldin.“ Hann útskýrir þessi ummæli þó ekki nánar í samtali við Morgunblaðið í dag og því erfitt að sjá hvort ummælin vísi til meintrar spillingar eða valdabaráttunnar sem Haraldur segir eiga sér stað inn an lögreglunnar og þorri viðtalsins lýtur að.Arinbjörn Snorrason var meðal þeirra sem gangrýndu óbeinar hótanir ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur HrafnkellÞað eru þó ekki síst þessi ummæli um baktjaldamakkið sem fóru fyrir brjóstið á lögreglumönnum. Þannig sagði Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, strax eftir upprunalega viðtalið við Harald að ríkislögreglustjóri væri með þessu að hóta lögreglumönnum. „Þetta eru bara óbeinar hótanir, „ef að ég fell þá tek ég fleiri með mér í fallinu.“ Síðan er hann að segja að það sé þarna hópur lögreglumanna innan hans embættis sem hann talar niður til á mjög ósvífinn og niðrandi hátt,“ sagði Arinbjörn. Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands, tók í sama streng eftir fund lögreglustjóra í Borgarnesi á mánudag. Loðin ummæli Haraldar í upprunlega viðtalinu hafi ekki verið honum til framdráttar. „Að okkar mati talar hann mjög óábyrgt, hann talar um spillingu og gefur sitt lítið af hverju í ljós. Hann talar um að segja frá einhverju sem enginn veit hvað er. Ég tek það fram að lögreglustjórar þekkja ekki þessa umræðu, [hann hefur] aldrei rætt þetta við okkur svo að ég viti,“ sagði Úlfar.Málefni embættisins verið til skoðunar síðan í sumar Málefni embættis ríkislögreglustjóra hafa undanfarna mánuði verið til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Deilur lögregluembætta landsins við ríkislögreglustjóra hafa ekki hvað síst snúist um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra, sem tekin var ákvörðun um í sumar að leggja niður, sem og fatamál lögreglunnar. Þá hafa að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn kvartað undan einelti Haraldar í sinn garð og hafa þau mál verið til umfjöllunar í ráðuneytinu. Þannig greindi fréttastofa frá því í gær að ráðuneytið hefði fengið til sín utanaðkomandi sérfræðinga í mannauðsmálum til þess að fjalla um eineltismálin sem komið hafa upp en sérfræðingarnir hafa meðal annars rætt við sérsveitarmenn. Að auki skoðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipulagsbreytingar á löggæslunni í landinu og hefur til dæmis viðrað hugmyndir um að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vonast hún til þess að sú vinna sem nú er í gangi hjá ráðuneytinu vegna þeirrar ólgu sem er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar taki aðeins örfáar vikur. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
„Orð mín um spillingu hafa fengið óvænt flug og verið útfærð í þá veru að ég hafi sagt að það sé grasserandi almenn spilling innan lögreglunnar. Það hef ég aldrei sagt, hvorki í þessu viðtali né annars staðar. Þannig að þeir sem halda þessu fram ættu að lesa þetta viðtal.“ Svona kemst Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, að orði við Morgunblaðið í dag, inntur eftir nánari útskýringu á ummælum hans um spillingu innan lögreglunnar. Allt frá því að hann ræddi síðast við Morgunblaðið, í opnuviðtali fyrir tæplega tveimur vikum, hefur logað stafnanna á milli í lögregluumdæmum landsins. Undirliggjandi óánægja með starfshætti hans blossaði upp. Átta af níu lögreglustjórum landsins auk Landssambands lögreglumanna segjast ekki lengur treysta Haraldi til að gegna embætti sínu. Viðtal hans við Morgunblaðið, þar sem spilling innan lögreglunnar bar á góma, hafi verið kornið sem fyllti mælinn.Mikið hefur verið rætt og ritað um meintar spillingarásakanir Haraldar í viðtalinu. Þannig hafa þingmenn sagt þau grafalvarleg og að til botns verði að komast í málinu, því ef spilling sé viðvarandi „þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann [Haraldur] þarf í raun og veru að útskýra það.“ Það þurfi hann ekki síst að gera í ljósi þess að hann hefur gegnt embætti ríkislögreglustjóra í rúm 20 ár, og því beri hann „einhverja ábyrgð [...] á ástandinu.“Ólga hefur verið innan lögreglunnar vegna ýmissa þátta er lúta að starfsháttum og samskiptum við embætti ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Haraldur segir hins vegar í samtali við Morgunblaðið í dag að ummæli hans hafi verið oftúlkuð. Þau fáu orð sem hann hafi viðhaft um spillingu hafi byggst á faglegum forsendum: „Meðal annars á því sem fram kemur í skýrslu GRECO um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi. Ég er að vísa til hennar og þeirra ábendinga og viðvarana sem þar koma fram, en einnig til einstakra mála sem komið hafa upp á undanförnum árum.“Erfitt að sjá vísun í skýrslu Umrædd skýrsla GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, leit dagsins ljós í apríl í fyrra og fékk nokkra umfjöllun í fjölmiðlum. Meðal niðurstaðna hennar var að íslensk löggæsla þyki sérstaklega berskjölduð fyrir pólitískum áhrifum, auk þess sem uppbygging lögreglunnar geti komið í veg fyrir að upplýst sé um vandamálin sem þar kunna að þrífast. Við lestur á hinu umdeilda viðtali við Harald er þó ekki að sjá að hann víki að umræddri skýrslu, þvert á móti mætti ætla að um persónulega afstöðu hans í þessum málum sé að ræða. Þó drepur Haraldur á því sem hann telur óæskilega blöndu lögreglustarfa og stjórnmálavafsturs, eins og minnst er á í úttekt GRECO.„Ég hef líka bent á að ekki eigi að líða spillingu innan lögreglunnar. Hluti af umræðunni sem er að brjótast fram núna er kannski einnig vegna þeirrar afstöðu minnar. Ég hef til dæmis bent á að það fari ekki saman að lögreglumenn séu meðfram starfi sínu í pólitísku vafstri. Það fer að mínu viti ekki saman.“Ætla má að Haraldur vísi þar til ítarlegs viðtals við Fréttablaðið, sem hann veitti í upphafi árs 2016 og bar yfirskriftina „Það líðst engin spilling.“ Í viðtalinu segir Haraldur að á sínum langa ferli sem ríkislögreglustjóri hafi hann ekki upplifað mörg spillingarmál. „Það eru örfá mál þar sem lögreglumenn hafa misst tök á sjálfum sér. Þau mál hafa yfirleitt komið upp vegna innra eftirlits. Það eru engir lögreglustjórar sem líða það að spilling líðist innan síns embættis,“ sagði Haraldur og bætti við að hann væri opinn fyrir því að úfæra nánara eftirlit með starfsháttum lögreglunnar.Óbeinar hótanir óútskýrðar Þar að auki segist hann, í samtali við Morgunblaðið í dag, hafa verið að vísa til einstakra mála sem hafa komið upp að undanförnum árum. Tvö umdeildustu ummæli hans í upprunalega viðtalinu bera það þó ekki með sér. Þar talar hann undir rós, segist beinlínis ekki vilja nefna einstaka tilvik, „þeir sem þekkja til vita um hvað ég er að tala,“ og vísar til þess sem á að hafa gerst að tjaldabaki.„Það er efni í sérstakt viðtal ef til starfsloka kemur vegna þessara ásakana. Það myndi kalla á annað og dýpra viðtal um það sem hefur gengið á á bak við tjöldin.“ Hann útskýrir þessi ummæli þó ekki nánar í samtali við Morgunblaðið í dag og því erfitt að sjá hvort ummælin vísi til meintrar spillingar eða valdabaráttunnar sem Haraldur segir eiga sér stað inn an lögreglunnar og þorri viðtalsins lýtur að.Arinbjörn Snorrason var meðal þeirra sem gangrýndu óbeinar hótanir ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur HrafnkellÞað eru þó ekki síst þessi ummæli um baktjaldamakkið sem fóru fyrir brjóstið á lögreglumönnum. Þannig sagði Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, strax eftir upprunalega viðtalið við Harald að ríkislögreglustjóri væri með þessu að hóta lögreglumönnum. „Þetta eru bara óbeinar hótanir, „ef að ég fell þá tek ég fleiri með mér í fallinu.“ Síðan er hann að segja að það sé þarna hópur lögreglumanna innan hans embættis sem hann talar niður til á mjög ósvífinn og niðrandi hátt,“ sagði Arinbjörn. Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands, tók í sama streng eftir fund lögreglustjóra í Borgarnesi á mánudag. Loðin ummæli Haraldar í upprunlega viðtalinu hafi ekki verið honum til framdráttar. „Að okkar mati talar hann mjög óábyrgt, hann talar um spillingu og gefur sitt lítið af hverju í ljós. Hann talar um að segja frá einhverju sem enginn veit hvað er. Ég tek það fram að lögreglustjórar þekkja ekki þessa umræðu, [hann hefur] aldrei rætt þetta við okkur svo að ég viti,“ sagði Úlfar.Málefni embættisins verið til skoðunar síðan í sumar Málefni embættis ríkislögreglustjóra hafa undanfarna mánuði verið til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Deilur lögregluembætta landsins við ríkislögreglustjóra hafa ekki hvað síst snúist um bílamiðstöð ríkislögreglustjóra, sem tekin var ákvörðun um í sumar að leggja niður, sem og fatamál lögreglunnar. Þá hafa að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn kvartað undan einelti Haraldar í sinn garð og hafa þau mál verið til umfjöllunar í ráðuneytinu. Þannig greindi fréttastofa frá því í gær að ráðuneytið hefði fengið til sín utanaðkomandi sérfræðinga í mannauðsmálum til þess að fjalla um eineltismálin sem komið hafa upp en sérfræðingarnir hafa meðal annars rætt við sérsveitarmenn. Að auki skoðar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipulagsbreytingar á löggæslunni í landinu og hefur til dæmis viðrað hugmyndir um að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vonast hún til þess að sú vinna sem nú er í gangi hjá ráðuneytinu vegna þeirrar ólgu sem er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar taki aðeins örfáar vikur.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Rústabjörgun eða slökkvistarf KOM í krísustjórnun fyrir ríkislögreglustjóra. 24. september 2019 12:48