Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 22-24 | Fram kastaði frá sér sex marka forystu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 28. september 2019 16:30 Adam Haukur skoraði fimm mörk. vísir/daníel Vandræðin halda áfram í Safamýrinni eftir tveggja marka tap gegn Haukum í dag, 22-24. Fram leiddi hálfleik með fimm mörkum, 13-8. Leikurinn var í járnum fyrstu 20 mínútur leiksins, staðan var þá 8-8. Liðin skiptust á að leiða leikinn fram að þessu en Haukar náðu ekki að skora það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og var fimm mörkum undir að honum loknum eftir 5-0 kafla Fram. Staðan í hálfleik var því 13-8 heimamönnum í vil. Lárus Helgi Ólafsson var stór ástæða þess að Fram náði þessari forystu en hann varði allt sem á markið kom á lokakafla fyrri hálfleiks og var með tæpa 60% markvörslu í hálfleik. Fyrsta mark síðari hálfleiks kom eftir fimm mínútna leik, en Fram hélt síðan uppteknum hætti og var með undirtökin á leiknum. Heimamenn leiddu með sex mörkum þegar tæpar 20 mínútur eru til leiksloka, 17-11. Gestirnir úr Hafnarfirði rifu sig þá í gang og bættu um betur með 7-0 kafla og leiddu með einu marki þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 17-18. Loka mínúturnar voru hörkuspennandi en Haukarnir gáfu þessa forystu ekki eftir og unnu að lokum tveggja marka sigur, 22-24. Af hverju unnu Haukar? Haukar sýndu gríðalegan karakter þegar þeir snéru leiknum sér í vil á loka korterinu. Eftir að hafa elt allan leikinn náðu þeir tökunum á Fram sem missti alla trú á því sem þeir voru að gera.Hverjir stóðu upp úr?Bræðurnir Lárus Helgi og Þorgrímur Smári Ólafssynir voru frábærir í liði Fram að síðasta korterinu undanskildu. Þorgrímur hélt sínu liði algjörlega uppi í leiknum, hann skoraði 9 mörk, með 6 sköpuð færi og stóð vörnina allan leikinn. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var aftur hetja Haukanna, hann átti frábæran endasprett í liði gestanna ásamt því að vera markahæstur í þeirra liði með 6 mörkHvað gekk illa? Enn og aftur voru Haukarnir að ströggla sóknarlega. Það var átakanlegt að fylgjast með þeirra leik í fyrri hálfleik. Fram halda einnig áfram uppteknum hætti og geta ekki spilað góðan handbolta í 60 mínútur. Hvað er framundan? Tveir frábærir leikir framundan þegar Fram fær alvöru verkefni og mæta Fjölni, báðum liðum spáð falli svo það er mikilvægt fyrir bæði lið að sanna sig í þessum leik. Miðvikudaginn 9 október verður svo sannkallaður stórleikur, Hafnarfjarðaslagurinn verður á Ásvöllum þegar Haukar taka á móti FH. Guðmundur Helgi er ráðþrota eftir enn eitt tap Framvísir/báraGummi Páls: Við þurfum að vera lengur góðir„Ég er ógeðslega svekktur, nánast orðlaus“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir svekkjandi tap gegn Haukum á heimavelli í dag „Við vorum að spila fínan bolta allan fyrri hálfleikinn, skeytin inn en svo hættu menn að horfa á markið. Við töpuðum 12 boltum í seinni hálfleik, á móti Hauka liðinu er það dauði“ „Svona hafa síðustu leikir verið, við spilum vel í 40-50 mínútur svo búið. Þetta er bara rannsóknarefni. Ég þarf að komast inní hausinn á strákunum til að vita hvað sé í gangi. Þetta er svo skrítið því að við grípum ekki einu sinni bolta“ sagði Gummi Eins og Gummi kom inná þá tapaði Fram ótal bolta í síðari hálfleik en þeir náðu varla að klára heila sókn á 7-0 kafla Hauka. „Við fáum á okkur tvígrip og allar þessar ólöglegu blokkeringar sem við fengum á okkur, ég næ þessu bara ekki“ „Ef ég vissi það núna þá myndi ég segja þér það, veistu það ég veit það ekki ég er tómur núna“ sagði Guðmundur sem skilur ekki af hverju liðið geti ekki spilað góðar 60 mínútur Bræðurnir, Þorgrímur Smári og Lárus Helgi voru ljósið í myrkrinu hjá Guðmundi, þeir áttu frábæran leik „Þeir voru frábærir, það var allt inni hjá Togga og það var allt ON hjá okkur í 45 mínútur. Við getum alveg verið góðir, við þurfum bara að vera lengur góðir“ Gunnar Magnússon þjálfari Hauka og Brynjólfur Snær situr á bekknum hjá honumvísir/vilhelmGunni Magg: Brynjólfur Snær bað um að fara inná„Spilaðu bara viðtalið mitt eftir Stjörnuleikinn, þetta var nákvæmlega eins í dag“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir ótrúlegan karaktersigur sinna manna „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður en karakter að snúa þessu við, ég er ánægður með það“ sagði Gunnar en Haukar komu sér úr stöðunni 17-11 í 17-18. „Sóknarleikurinn var afleiddur til að byrja með, skánaði svo á síðustu tuttugu og við náðum að klára þetta en fyrst og fremst er þetta karakter. Margir myndu henda inn handklæðinu í stöðunni 17-11 þegar lítið er eftir en við náðum að klára þetta og ég er ógeðslega ángæður með strákana fyrir það“ „Við eigum að geta spilað betur en þetta en það er samt ekkert óeðlilegt að hökta smá þegar við erum án fjögurra lykilmanna. Við erum að reyna eins og við getum að bæta okkur milli leikja, það gengur hægt en auðvitað mun þetta skána hratt þegar lykilmenn fara að koma inn.“ Gunnar er ánægður með það hvernig loka mínútan spilaðist, Haukar voru einu marki yfir og með boltann þegar rétt tæp mínúta var eftir. Hann leyfði Brynjólfi Snæ Brynjólfssyni að koma inn eftir að hann hafi kallað eftir því sjálfur, Gunnar sá ekki eftir þeirra ákvörðun „Ég er mjög ánægður með loka markið, það voru fáar sendingar eftir, það var of mikið eftir á klukkunni og við einum færri. Binni kallaði á mig og vildi fá að fara inná, ég sagði að það væri alltof mikið eftir en við ákváðum að taka sénsinn og unnum þetta svo á marki frá honum.“ Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum á leik Hauka, Gunnar minnir okkur á að þeir hafi unnið alla leikina í september án lykilmanna. „Við erum búnir að vinna alla leikina í september, með 8 stig. Við getum alveg spilað betur en hvernig væru hin liðin ef þau þyrftu að spila án Darra, Heimis, Ásgeirs og Orra? Auðvitað höktum við.“ sagði Gunnar Olís-deild karla
Vandræðin halda áfram í Safamýrinni eftir tveggja marka tap gegn Haukum í dag, 22-24. Fram leiddi hálfleik með fimm mörkum, 13-8. Leikurinn var í járnum fyrstu 20 mínútur leiksins, staðan var þá 8-8. Liðin skiptust á að leiða leikinn fram að þessu en Haukar náðu ekki að skora það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og var fimm mörkum undir að honum loknum eftir 5-0 kafla Fram. Staðan í hálfleik var því 13-8 heimamönnum í vil. Lárus Helgi Ólafsson var stór ástæða þess að Fram náði þessari forystu en hann varði allt sem á markið kom á lokakafla fyrri hálfleiks og var með tæpa 60% markvörslu í hálfleik. Fyrsta mark síðari hálfleiks kom eftir fimm mínútna leik, en Fram hélt síðan uppteknum hætti og var með undirtökin á leiknum. Heimamenn leiddu með sex mörkum þegar tæpar 20 mínútur eru til leiksloka, 17-11. Gestirnir úr Hafnarfirði rifu sig þá í gang og bættu um betur með 7-0 kafla og leiddu með einu marki þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 17-18. Loka mínúturnar voru hörkuspennandi en Haukarnir gáfu þessa forystu ekki eftir og unnu að lokum tveggja marka sigur, 22-24. Af hverju unnu Haukar? Haukar sýndu gríðalegan karakter þegar þeir snéru leiknum sér í vil á loka korterinu. Eftir að hafa elt allan leikinn náðu þeir tökunum á Fram sem missti alla trú á því sem þeir voru að gera.Hverjir stóðu upp úr?Bræðurnir Lárus Helgi og Þorgrímur Smári Ólafssynir voru frábærir í liði Fram að síðasta korterinu undanskildu. Þorgrímur hélt sínu liði algjörlega uppi í leiknum, hann skoraði 9 mörk, með 6 sköpuð færi og stóð vörnina allan leikinn. Brynjólfur Snær Brynjólfsson var aftur hetja Haukanna, hann átti frábæran endasprett í liði gestanna ásamt því að vera markahæstur í þeirra liði með 6 mörkHvað gekk illa? Enn og aftur voru Haukarnir að ströggla sóknarlega. Það var átakanlegt að fylgjast með þeirra leik í fyrri hálfleik. Fram halda einnig áfram uppteknum hætti og geta ekki spilað góðan handbolta í 60 mínútur. Hvað er framundan? Tveir frábærir leikir framundan þegar Fram fær alvöru verkefni og mæta Fjölni, báðum liðum spáð falli svo það er mikilvægt fyrir bæði lið að sanna sig í þessum leik. Miðvikudaginn 9 október verður svo sannkallaður stórleikur, Hafnarfjarðaslagurinn verður á Ásvöllum þegar Haukar taka á móti FH. Guðmundur Helgi er ráðþrota eftir enn eitt tap Framvísir/báraGummi Páls: Við þurfum að vera lengur góðir„Ég er ógeðslega svekktur, nánast orðlaus“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir svekkjandi tap gegn Haukum á heimavelli í dag „Við vorum að spila fínan bolta allan fyrri hálfleikinn, skeytin inn en svo hættu menn að horfa á markið. Við töpuðum 12 boltum í seinni hálfleik, á móti Hauka liðinu er það dauði“ „Svona hafa síðustu leikir verið, við spilum vel í 40-50 mínútur svo búið. Þetta er bara rannsóknarefni. Ég þarf að komast inní hausinn á strákunum til að vita hvað sé í gangi. Þetta er svo skrítið því að við grípum ekki einu sinni bolta“ sagði Gummi Eins og Gummi kom inná þá tapaði Fram ótal bolta í síðari hálfleik en þeir náðu varla að klára heila sókn á 7-0 kafla Hauka. „Við fáum á okkur tvígrip og allar þessar ólöglegu blokkeringar sem við fengum á okkur, ég næ þessu bara ekki“ „Ef ég vissi það núna þá myndi ég segja þér það, veistu það ég veit það ekki ég er tómur núna“ sagði Guðmundur sem skilur ekki af hverju liðið geti ekki spilað góðar 60 mínútur Bræðurnir, Þorgrímur Smári og Lárus Helgi voru ljósið í myrkrinu hjá Guðmundi, þeir áttu frábæran leik „Þeir voru frábærir, það var allt inni hjá Togga og það var allt ON hjá okkur í 45 mínútur. Við getum alveg verið góðir, við þurfum bara að vera lengur góðir“ Gunnar Magnússon þjálfari Hauka og Brynjólfur Snær situr á bekknum hjá honumvísir/vilhelmGunni Magg: Brynjólfur Snær bað um að fara inná„Spilaðu bara viðtalið mitt eftir Stjörnuleikinn, þetta var nákvæmlega eins í dag“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir ótrúlegan karaktersigur sinna manna „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður en karakter að snúa þessu við, ég er ánægður með það“ sagði Gunnar en Haukar komu sér úr stöðunni 17-11 í 17-18. „Sóknarleikurinn var afleiddur til að byrja með, skánaði svo á síðustu tuttugu og við náðum að klára þetta en fyrst og fremst er þetta karakter. Margir myndu henda inn handklæðinu í stöðunni 17-11 þegar lítið er eftir en við náðum að klára þetta og ég er ógeðslega ángæður með strákana fyrir það“ „Við eigum að geta spilað betur en þetta en það er samt ekkert óeðlilegt að hökta smá þegar við erum án fjögurra lykilmanna. Við erum að reyna eins og við getum að bæta okkur milli leikja, það gengur hægt en auðvitað mun þetta skána hratt þegar lykilmenn fara að koma inn.“ Gunnar er ánægður með það hvernig loka mínútan spilaðist, Haukar voru einu marki yfir og með boltann þegar rétt tæp mínúta var eftir. Hann leyfði Brynjólfi Snæ Brynjólfssyni að koma inn eftir að hann hafi kallað eftir því sjálfur, Gunnar sá ekki eftir þeirra ákvörðun „Ég er mjög ánægður með loka markið, það voru fáar sendingar eftir, það var of mikið eftir á klukkunni og við einum færri. Binni kallaði á mig og vildi fá að fara inná, ég sagði að það væri alltof mikið eftir en við ákváðum að taka sénsinn og unnum þetta svo á marki frá honum.“ Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum á leik Hauka, Gunnar minnir okkur á að þeir hafi unnið alla leikina í september án lykilmanna. „Við erum búnir að vinna alla leikina í september, með 8 stig. Við getum alveg spilað betur en hvernig væru hin liðin ef þau þyrftu að spila án Darra, Heimis, Ásgeirs og Orra? Auðvitað höktum við.“ sagði Gunnar
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik