Í senn fyndin og mikilfengleg Jónas Sen skrifar 10. september 2019 10:00 Útkoman einkenndist af óheftu flæði, spennu og léttleika. Kvikmyndin The Shawshank Redemption er byggð á sögu eftir Stephen King og fjallar um mann ranglega dæmdan í fangelsi. Aðalpersónan, sem leikin er af Tim Robbins, fær það verkefni að setja upp bókasafn í fangelsinu. Hann þarf að fara í gegnum gnægð bóka og rekst á kassa með hljómplötum. Þar á meðal eru atriði úr óperum eftir Mozart. Hann læsir þá fangavörðinn inni á klósetti, tengir kallkerfi fangelsins við plötuspilarann og leyfir föngunum að njóta tónlistarinnar um stund. Þetta er ein áhrifamesta senan í myndinni, fegurð tónlistarinnar er svo háleit að fangarnir upplifa sig frjálsa í nokkur augnablik. Tónlistin er úr Brúðkaupi Fígarós, sem var frumsýnd í Íslensku óperunni á laugardagskvöldið. Þetta er gamanópera, söguþráðurinn er farsi sem gengur út á misskilning á misskilning ofan. Fólk bregður sér í dulargervi, villir á sér heimildir og upplifir öfgakenndar tilfinningasveiflur. Sagan er óttaleg della, en tónlistin er ægifögur og meistaralega samsett, með ótal grípandi melódíum.Hringsviðið kom vel út Að þessu sinni er sýningin í Þjóðleikhúsinu, en ekki í Hörpu eins og undanfarin ár. Ég veit ekki hvort þetta er framtíðarstefna Íslensku óperunnar, en breytingin er ekki slæm. Eldborg Hörpu er vissulega góður tónleikasalur með voldugum hljómburði, og sem slíkur ber hann höfuð og herðar yfir sal Þjóðleikhússins. Hins vegar er sviðið í Eldborginni ekki leiksvið; þar er enginn turn til að geyma leikmynd á milli atriða, og svo er ekkert hringsvið. Það sem hér var notað var einstaklega skemmtilegt, sífellt var eitthvað að gerast. Hin svokallaða kóreógrafía, sem var stýrt af Katrínu Gunnarsdóttur, byggðist á stöðugri hreyfingu á milli sviðsmynda. Meginþráðurinn var ávallt áhugaverður, þrunginn togstreitu sem þó leitaði alltaf jafnvægis, og smáatriðin í bakgrunninum vöktu kátínu. Hvort tveggja hélt manni föngnum, hvergi var dauður punktur.Fyndið og spennandi Leikstjórnin, sem var í höndunum á John Ramster, var sérlega lífleg og vel heppnuð. Leikurinn var eðlilegur og fyndinn. Söngvarar eru ekkert endilega trúverðugir leikararar, en þeir voru það svo sannarlega hér. Útkoman einkenndist af óheftu flæði, spennu og léttleika. Tónlistarflutningurinn var frábær. Hljómsveitin var í banastuði undir öflugri stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Samspil hljóðfæraleikara og söngvara var í góðu samræmi. Tónlistin byggir að hluta á flóknum samsöngsatriðum sem voru snilldarlega útfærð, skýr og fumlaus. Hver einasti söngvari skilaði þar hlutverki sínu af fagmennsku.Stórbrotinn söngur Einsöngvararnir voru hver öðrum betri. Andrey Zhilikhovsky og Andri Björn Róbertsson voru magnaðir, söngurinn lifandi og glæsilegur. Eyrún Unnarsdóttir var líka stórfengleg, sem og Þóra Einarsdóttir. Sérstaka aðdáun vakti frammistaða Karinar Bjargar Torbjörnsdóttur, sem lék unglinginn Cherubino. Söngur hennar var svo föngulegur og dillandi að einstakt var. Í minni hlutverkum voru Davíð Ólafsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Sveinn Dúa Hjörleifsson, Eyjólfur Eyjólfsson og fleiri. Leikur þeirra allra var kostulegur og hnyttinn. Oft er valin sú leið að færa óperur til nútímans, með misjöfnum árangri. Að þessu sinni tilheyrðu búningarnir fornri tíð og komu prýðilega út. Búningarnir voru gerðir af Bridget Kimak, og voru smekklegir og sköpuðu flotta heildarmynd. Almennt talað er þessi uppfærsla á Brúðkaupi Fígarós afar skemmtileg, full af húmor og mikilfengleik. Hér verður enginn svikinn.Niðurstaða: Ákaflega vel heppnuð frumsýning sem einkenndist af gleði og fagmennsku. Svo sannarlega verður enginn svikinn. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndin The Shawshank Redemption er byggð á sögu eftir Stephen King og fjallar um mann ranglega dæmdan í fangelsi. Aðalpersónan, sem leikin er af Tim Robbins, fær það verkefni að setja upp bókasafn í fangelsinu. Hann þarf að fara í gegnum gnægð bóka og rekst á kassa með hljómplötum. Þar á meðal eru atriði úr óperum eftir Mozart. Hann læsir þá fangavörðinn inni á klósetti, tengir kallkerfi fangelsins við plötuspilarann og leyfir föngunum að njóta tónlistarinnar um stund. Þetta er ein áhrifamesta senan í myndinni, fegurð tónlistarinnar er svo háleit að fangarnir upplifa sig frjálsa í nokkur augnablik. Tónlistin er úr Brúðkaupi Fígarós, sem var frumsýnd í Íslensku óperunni á laugardagskvöldið. Þetta er gamanópera, söguþráðurinn er farsi sem gengur út á misskilning á misskilning ofan. Fólk bregður sér í dulargervi, villir á sér heimildir og upplifir öfgakenndar tilfinningasveiflur. Sagan er óttaleg della, en tónlistin er ægifögur og meistaralega samsett, með ótal grípandi melódíum.Hringsviðið kom vel út Að þessu sinni er sýningin í Þjóðleikhúsinu, en ekki í Hörpu eins og undanfarin ár. Ég veit ekki hvort þetta er framtíðarstefna Íslensku óperunnar, en breytingin er ekki slæm. Eldborg Hörpu er vissulega góður tónleikasalur með voldugum hljómburði, og sem slíkur ber hann höfuð og herðar yfir sal Þjóðleikhússins. Hins vegar er sviðið í Eldborginni ekki leiksvið; þar er enginn turn til að geyma leikmynd á milli atriða, og svo er ekkert hringsvið. Það sem hér var notað var einstaklega skemmtilegt, sífellt var eitthvað að gerast. Hin svokallaða kóreógrafía, sem var stýrt af Katrínu Gunnarsdóttur, byggðist á stöðugri hreyfingu á milli sviðsmynda. Meginþráðurinn var ávallt áhugaverður, þrunginn togstreitu sem þó leitaði alltaf jafnvægis, og smáatriðin í bakgrunninum vöktu kátínu. Hvort tveggja hélt manni föngnum, hvergi var dauður punktur.Fyndið og spennandi Leikstjórnin, sem var í höndunum á John Ramster, var sérlega lífleg og vel heppnuð. Leikurinn var eðlilegur og fyndinn. Söngvarar eru ekkert endilega trúverðugir leikararar, en þeir voru það svo sannarlega hér. Útkoman einkenndist af óheftu flæði, spennu og léttleika. Tónlistarflutningurinn var frábær. Hljómsveitin var í banastuði undir öflugri stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Samspil hljóðfæraleikara og söngvara var í góðu samræmi. Tónlistin byggir að hluta á flóknum samsöngsatriðum sem voru snilldarlega útfærð, skýr og fumlaus. Hver einasti söngvari skilaði þar hlutverki sínu af fagmennsku.Stórbrotinn söngur Einsöngvararnir voru hver öðrum betri. Andrey Zhilikhovsky og Andri Björn Róbertsson voru magnaðir, söngurinn lifandi og glæsilegur. Eyrún Unnarsdóttir var líka stórfengleg, sem og Þóra Einarsdóttir. Sérstaka aðdáun vakti frammistaða Karinar Bjargar Torbjörnsdóttur, sem lék unglinginn Cherubino. Söngur hennar var svo föngulegur og dillandi að einstakt var. Í minni hlutverkum voru Davíð Ólafsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Sveinn Dúa Hjörleifsson, Eyjólfur Eyjólfsson og fleiri. Leikur þeirra allra var kostulegur og hnyttinn. Oft er valin sú leið að færa óperur til nútímans, með misjöfnum árangri. Að þessu sinni tilheyrðu búningarnir fornri tíð og komu prýðilega út. Búningarnir voru gerðir af Bridget Kimak, og voru smekklegir og sköpuðu flotta heildarmynd. Almennt talað er þessi uppfærsla á Brúðkaupi Fígarós afar skemmtileg, full af húmor og mikilfengleik. Hér verður enginn svikinn.Niðurstaða: Ákaflega vel heppnuð frumsýning sem einkenndist af gleði og fagmennsku. Svo sannarlega verður enginn svikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira