Myndi ekki sakna Tesla.is Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2019 10:45 Skjáskot af vefsíðunni Tesla.is, sem er þyrnir í augum bandaríska bílaframleiðandans. Skjáskot Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla kannar nú hvað hann getur gert í vefsíðunni Tesla.is, sem tengist bílaframleiðandanum ekki neitt. „Við vitum af vefsíðunni og erum að skoða málið. Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar rugli formlegum fulltrúum Tesla [á Íslandi] saman við algjörlega ótengdan þriðja aðila,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi. Síðan umrædda er á vegum íslensku bílasölunnar Betri bílakaup, sem hefur aðstoðað Íslendinga við innflutning á Tesla-bifreiðum á undanförnum árum. Brynjar Valdimarsson, annar eigandi Betri bílakaupa og lénsins Tesla.is, segir Elon Musk og félaga ekki hafa verið í neinum samskiptum við íslensku bílasöluna vegna síðunnar - ekki enn sem komið er alla vega.Brynjar Valdimarsson.Vísir/AðsendSjá einnig: Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Brynjar tekur réttilega fram að bandaríski bílarisinn virðist þó aðeins eiga lénið Tesla.com. Önnur landslén; eins og tesla.dk, .de, .it eða .no, tengist rafbílunum ekki neitt. Tesla reiði sig á Tesla.com og undirsíður fyrir hvert land fyrir sig, eins og íslensku undirsíðuna sem vígð var í gær. Brynjar segist þó ekki bera sterkar tilfinningar til Tesla.is og myndi ekki gráta það þó að rafbílaframleiðandinn myndi næla sér í lénið. „Ég fór meira að segja sjálfur upp á Krókháls [þar sem Tesla-umboðið er að finna] og bauð þeim að kaupa lénið ef þau vildu,“ segir Brynjar. Hann bætir við að þrátt fyrir að starfsmenn hafi tekið tilboðinu vel hafi þau ekki umboð til viðskiptanna. „En þau ætluðu að koma þessu áleiðis,“ segir Brynjar. Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. 9. september 2019 09:15 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla kannar nú hvað hann getur gert í vefsíðunni Tesla.is, sem tengist bílaframleiðandanum ekki neitt. „Við vitum af vefsíðunni og erum að skoða málið. Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar rugli formlegum fulltrúum Tesla [á Íslandi] saman við algjörlega ótengdan þriðja aðila,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi. Síðan umrædda er á vegum íslensku bílasölunnar Betri bílakaup, sem hefur aðstoðað Íslendinga við innflutning á Tesla-bifreiðum á undanförnum árum. Brynjar Valdimarsson, annar eigandi Betri bílakaupa og lénsins Tesla.is, segir Elon Musk og félaga ekki hafa verið í neinum samskiptum við íslensku bílasöluna vegna síðunnar - ekki enn sem komið er alla vega.Brynjar Valdimarsson.Vísir/AðsendSjá einnig: Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Brynjar tekur réttilega fram að bandaríski bílarisinn virðist þó aðeins eiga lénið Tesla.com. Önnur landslén; eins og tesla.dk, .de, .it eða .no, tengist rafbílunum ekki neitt. Tesla reiði sig á Tesla.com og undirsíður fyrir hvert land fyrir sig, eins og íslensku undirsíðuna sem vígð var í gær. Brynjar segist þó ekki bera sterkar tilfinningar til Tesla.is og myndi ekki gráta það þó að rafbílaframleiðandinn myndi næla sér í lénið. „Ég fór meira að segja sjálfur upp á Krókháls [þar sem Tesla-umboðið er að finna] og bauð þeim að kaupa lénið ef þau vildu,“ segir Brynjar. Hann bætir við að þrátt fyrir að starfsmenn hafi tekið tilboðinu vel hafi þau ekki umboð til viðskiptanna. „En þau ætluðu að koma þessu áleiðis,“ segir Brynjar.
Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. 9. september 2019 09:15 Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. 9. september 2019 09:15