Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-23 | Ótrúleg byrjun dugði FH Benedikt Grétarsson skrifar 15. september 2019 19:00 Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH. vísir/vilhelm FH lagði Val í stórleik 2 umferðar Olísdeildar karla en liðin mættust í Kaplakrika í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 26-23 en FH hafði sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17-11. Ásbjörn Friðriksson skoraði átta mörk fyrir FH og Phil Döhler varði 17 skot í markinu. Anton Rúnarsson var markahæstur Valsmanna með sjö mörk og Daníel Freyr Andrésson varði 10 skot. Það var engu líkara í upphafi leiks en Valsmenn hefðu verið á þrekæfingu í hádeginu. Leikmenn voru gjörsamlega úti á túni í bæði sókn og vörn og að sjálfsögðu nýtti frábærlega mannað lið FH sér það til fullnustu. Heimamenn muldu ráðlausa gestina undir sig fyrstu 20 mínútur leiksins og komust mest níu mörkum yfr í stöðunni 12-3. Þýski markvörðurinn Phil Döhler lokaði rammanum og varði t.a.m. 10 af fyrstu 13 skotum Vals á markið. Það gerir 77% markvarsla, sem verður að teljast nokkuð gott. Valsmenn náðu að berja vörnina saman í nokkrar mínútur og náðu að minnka muninn í fimm mörk, 15-10 en FH hélt inn í búningsherbergi með sex marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 17-11. Þessi hola sem Valsmenn grófu sér í fyrri hálfleik, reyndist liðinu dýrkeypt. Gestirnir komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og fyrr en varði var munurinn kominn niður i aðeins eitt mark. Þá fékk Þorgils Jón Svölu Baldursson beint rautt spjald fyrir brot á Einari Rafni Eiðssyni en Þorgils var að koma öflugur inn í varnarleik Vals á þessum tímapunkti. FH hélt undirtökunum en í stöðunni 23-20 kom ákveðinn vendipunktur. Þá fékk Ýmir Örn Gíslason dæmdan á sig ansi vafasaman ruðning og í kjölfarið komst FH fjórum mörkum yfir. Þennan mun náðu Valsmenn aldrei að brúa og heimamenn tóku bæði stigin.Af hverju vann FH leikinn?Byrjunin á leiknum skóp sigurinn. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og að ná 9 marka forystu á heimavelli á einfaldlega að duga til sigurs. FH fékk framlag frá mörgum leikmönnum á ýmsum tímapunktum í leiknum og það vóg þungt.Hverjir stóðu upp úr?Markvörðurinn Phil Döhler var geggjaður í fyrri hálfleik og endaði með 17 varin skot. Ásbjörn Friðriksson byrjar þetta mót eins og það síðasta og er ofsalega drjúgur leikmaður fyrir FH. Arnar Freyr Ársælsson var mjög góður í vörn og sókn og má fara að fá kredit fyrir sinn sóknarleik líka. Daníel Freyr Andrésson var flottur í marki Vals í seinni hálfleik og Arnór Snær Óskarsson hélt áfram að reyna allan leikinn þrátt fyrir nokkur klaufamistök.Hvað gekk illa?Það mætti segja að það hafi gengið illa hjá FH að halda hreðjatakinu sem þeir voru með í fyrri hálfleik. Það má hrósa Valsmönnum fyrir að koma til baka úr n´nast vonlausri stöðu en FH er of gott lið til að henda frá sér 9 marka forskoti á heimavelli.Hvað gerist næst?Bæði lið fara beint í krefjandi verkefni í þriðju umferð. FH siglir í rólegheitum út í Eyjar og mætir þar ÍBV á meðan Valsmenn taka á móti Íslandsmeisturum Selfyssinga á Hlíðarenda. Snorri: Ruðningurinn var bara fíflagangurSnorri Steinn Guðjónsson og hans menn mæta Fram í kvöld.vísir/ernirVið vorum bara ömurlegir og þá meina ég ekkert endilega bara í byrjun. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir tap Vals gegn FH í Olísdeild karla í handbolta. Lokatölur urðu 26-23 en FH komst í 12-3 og lagði grunninn að sigrinum. „Það eru bara gríðarleg vonbrigði hvernig við mætum til leiks hérna í dag. „Attitude-ið“ og holningin á okkur var bara léleg og ég er svekktur með það. Það er svo sem vel gert hjá okkur að vinna okkur inn í leikinn og bjóða FH upp á smá leik en við verðskulduðum tap í dag,“ sagði Snorri svekktur. Þorgils Jón Svölu Baldursson fékk beint rautt spjald í leiknum og Ýmir Örn Gíslason fékk dæmdan á sig ruðning á ansi mikilvægu augnabliki. Hvernig horfðu þessi atvik við Snorra? „Þessi ruðningsdómur er náttúrulega bara fíflagangur og þeir kíkja á atvikið með Þorgils í sjónvarpinu. Þú átt ekki að geta klúðrað því ef þú skoðar svona atvik í sjónvarpi og þá hlýtur þetta að vera klárt rautt spjald.“ Uppskera Vals er tvö stig að loknum tveimur leikjum og Valsmenn mæta næst Selfyssingum á heimavelli. Hvernig sér Snorri þann leik fyrir sér? „Við þurfum bara að fara að líta á okkur sjálfa og fara vel yfir málin. Þetta er sama sagan og á móti Fram, við erum að skjóta illa og gera mikið af tæknifeilum. Það eru bara atriði hjá okkur sem eru léleg. Við vorum ekkert spes á undirbúningstímabilinu og vorum að hiksta sóknarlega þar. Þetta er bara framhald af því,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla
FH lagði Val í stórleik 2 umferðar Olísdeildar karla en liðin mættust í Kaplakrika í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 26-23 en FH hafði sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17-11. Ásbjörn Friðriksson skoraði átta mörk fyrir FH og Phil Döhler varði 17 skot í markinu. Anton Rúnarsson var markahæstur Valsmanna með sjö mörk og Daníel Freyr Andrésson varði 10 skot. Það var engu líkara í upphafi leiks en Valsmenn hefðu verið á þrekæfingu í hádeginu. Leikmenn voru gjörsamlega úti á túni í bæði sókn og vörn og að sjálfsögðu nýtti frábærlega mannað lið FH sér það til fullnustu. Heimamenn muldu ráðlausa gestina undir sig fyrstu 20 mínútur leiksins og komust mest níu mörkum yfr í stöðunni 12-3. Þýski markvörðurinn Phil Döhler lokaði rammanum og varði t.a.m. 10 af fyrstu 13 skotum Vals á markið. Það gerir 77% markvarsla, sem verður að teljast nokkuð gott. Valsmenn náðu að berja vörnina saman í nokkrar mínútur og náðu að minnka muninn í fimm mörk, 15-10 en FH hélt inn í búningsherbergi með sex marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 17-11. Þessi hola sem Valsmenn grófu sér í fyrri hálfleik, reyndist liðinu dýrkeypt. Gestirnir komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og fyrr en varði var munurinn kominn niður i aðeins eitt mark. Þá fékk Þorgils Jón Svölu Baldursson beint rautt spjald fyrir brot á Einari Rafni Eiðssyni en Þorgils var að koma öflugur inn í varnarleik Vals á þessum tímapunkti. FH hélt undirtökunum en í stöðunni 23-20 kom ákveðinn vendipunktur. Þá fékk Ýmir Örn Gíslason dæmdan á sig ansi vafasaman ruðning og í kjölfarið komst FH fjórum mörkum yfir. Þennan mun náðu Valsmenn aldrei að brúa og heimamenn tóku bæði stigin.Af hverju vann FH leikinn?Byrjunin á leiknum skóp sigurinn. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og að ná 9 marka forystu á heimavelli á einfaldlega að duga til sigurs. FH fékk framlag frá mörgum leikmönnum á ýmsum tímapunktum í leiknum og það vóg þungt.Hverjir stóðu upp úr?Markvörðurinn Phil Döhler var geggjaður í fyrri hálfleik og endaði með 17 varin skot. Ásbjörn Friðriksson byrjar þetta mót eins og það síðasta og er ofsalega drjúgur leikmaður fyrir FH. Arnar Freyr Ársælsson var mjög góður í vörn og sókn og má fara að fá kredit fyrir sinn sóknarleik líka. Daníel Freyr Andrésson var flottur í marki Vals í seinni hálfleik og Arnór Snær Óskarsson hélt áfram að reyna allan leikinn þrátt fyrir nokkur klaufamistök.Hvað gekk illa?Það mætti segja að það hafi gengið illa hjá FH að halda hreðjatakinu sem þeir voru með í fyrri hálfleik. Það má hrósa Valsmönnum fyrir að koma til baka úr n´nast vonlausri stöðu en FH er of gott lið til að henda frá sér 9 marka forskoti á heimavelli.Hvað gerist næst?Bæði lið fara beint í krefjandi verkefni í þriðju umferð. FH siglir í rólegheitum út í Eyjar og mætir þar ÍBV á meðan Valsmenn taka á móti Íslandsmeisturum Selfyssinga á Hlíðarenda. Snorri: Ruðningurinn var bara fíflagangurSnorri Steinn Guðjónsson og hans menn mæta Fram í kvöld.vísir/ernirVið vorum bara ömurlegir og þá meina ég ekkert endilega bara í byrjun. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson eftir tap Vals gegn FH í Olísdeild karla í handbolta. Lokatölur urðu 26-23 en FH komst í 12-3 og lagði grunninn að sigrinum. „Það eru bara gríðarleg vonbrigði hvernig við mætum til leiks hérna í dag. „Attitude-ið“ og holningin á okkur var bara léleg og ég er svekktur með það. Það er svo sem vel gert hjá okkur að vinna okkur inn í leikinn og bjóða FH upp á smá leik en við verðskulduðum tap í dag,“ sagði Snorri svekktur. Þorgils Jón Svölu Baldursson fékk beint rautt spjald í leiknum og Ýmir Örn Gíslason fékk dæmdan á sig ruðning á ansi mikilvægu augnabliki. Hvernig horfðu þessi atvik við Snorra? „Þessi ruðningsdómur er náttúrulega bara fíflagangur og þeir kíkja á atvikið með Þorgils í sjónvarpinu. Þú átt ekki að geta klúðrað því ef þú skoðar svona atvik í sjónvarpi og þá hlýtur þetta að vera klárt rautt spjald.“ Uppskera Vals er tvö stig að loknum tveimur leikjum og Valsmenn mæta næst Selfyssingum á heimavelli. Hvernig sér Snorri þann leik fyrir sér? „Við þurfum bara að fara að líta á okkur sjálfa og fara vel yfir málin. Þetta er sama sagan og á móti Fram, við erum að skjóta illa og gera mikið af tæknifeilum. Það eru bara atriði hjá okkur sem eru léleg. Við vorum ekkert spes á undirbúningstímabilinu og vorum að hiksta sóknarlega þar. Þetta er bara framhald af því,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik