Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 22-30 | Stórsigur Mosfellinga sem eru með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2019 20:15 Arnór Freyr varði rúmlega helming þeirra skota sem hann fékk á sig gegn Stjörnunni. vísir/bára Afturelding rúllaði yfir Stjörnuna, 22-30, þegar liðin áttust við í Garðabænum í 2. umferð Olís-deildar karla í dag. Mosfellingar eru með fullt hús stiga á meðan Stjörnumenn eru án stiga og virðast eiga talsvert langt í land. Guðmundur Árni Ólafsson skoraði tíu mörk fyrir Aftureldingu og þeir Sveinn Jose Rivera og Gestur Ólafur Ingvarsson sitt hvor sex mörkin. Besti maður Mosfellinga var þó Arnór Freyr Stefánsson sem varði 19 skot, eða 51% þeirra skota sem hann fékk á sig. Gunnar Valdimar Johnsen skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Leó Snær Pétursson sex. Stjarnan byrjaði leikinn vel, þó enginn betur en Leó sem skoraði sex af fyrstu sjö mörkum Garðbæinga. Stephen Nielsen var líka góður í markinu og Stjarnan náði mest þriggja marka forskoti, 7-4. Í stöðunni 7-5 þurfti Tandri Már Konráðsson að fara af velli vegna meiðsla. Hann hafði ekki verið góður í sókninni en við brotthvarf hans fór mikil skotógn úr sóknarleik Garðbæinga. Mikilvægi Tandra í Stjörnuvörninni sást líka bersýnilega þegar hans naut ekki við. Afturelding skoraði að vild það sem eftir lifði fyrri hálfleiks á meðan sóknarleikur Stjörnunnar hrökk í baklás. Vörn Mosfellinga var sterk og Stjörnumenn áttu engin svör við henni. Leó skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum en aðrir leikmenn Garðbæinga voru aðeins með þrjú mörk úr samtals 15 skotum. Þrátt fyrir að fá engin hraðaupphlaup jók Afturelding muninn jafnt og þétt og Gestur Ólafur Ingvarsson kom gestunum fimm mörkum yfir, 9-14, með lokaskoti fyrri hálfleiks. Stjörnumenn sýndu engin viðbrögð í seinni hálfleik á meðan Mosfellingar héldu uppteknum hætti. Afturelding náði mest ellefu marka forskoti, 12-23, og sigur gestanna var aldrei í hættu. Gunnar Valdimar Johnsen raðaði inn mörkum fyrir Stjörnuna undir lokin og átti kannski stærstan þátt í því að munurinn í leikslok var ekki meiri en átta mörk, 22-30.Af hverju vann Afturelding? Mosfellingar voru lengi í gang en þegar það gerðist áttu Stjörnumenn ekki möguleika. Fjarvera Tandra hafði stór áhrif á gang leiksins. Stjarnan saknaði hans á báðum endum vallarins og aðrir stigu ekki upp. Þá var Arnór frábær í markinu eins og áður var getið og samvinna hans og varnar Aftureldingar var til mikillar fyrirmyndar.Hverjir stóðu upp úr? Arnór var hetja Aftureldingar í sigrinum á KA í 1. umferð en lék miklu betur í dag og varði vel allan leikinn. Guðmundur Árni var frábær í hægra horninu og Gestur átti einnig skínandi góðan leik í stöðu hægri skyttu. Sveinn skoraði grimmt af línunni og þeir Tumi Steinn Rúnarsson ná einkar vel saman. Leó byrjaði af krafti hjá Stjörnunni og Gunnar raðaði inn mörkum undir lokin. Og þrátt fyrir átta marka tap var markvarslan hjá heimamönnum mjög fín. Stephen og Brynjar Darri Baldursson vörðu samtals 17 skot (36%).Hvað gekk illa? Eftir góða byrjun datt sóknarleikur Stjörnunnar algjörlega niður. Ógnin fyrir utan var lítil og liðið náði nánast aldrei að opna hornin eða finna línuna. Ari Magnús Þorgeirsson vill eflaust gleyma þessum leik sem allra fyrst. Hann skaut eintómum púðurskotum og endaði með tvö mörk í níu skotum. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson náði sér engan veginn á strik hjá Aftureldingu en það kom ekki að sök.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki sunnudaginn 22. september. Stjarnan sækir Hauka heim á meðan Afturelding fær Fram í heimsókn.Rúnar sagði að brotthvarf Tandra hafi skipt sköpum í leiknum í dag.vísir/báraRúnar: Vörnin var kannski ekki vatnsheld en hún var rakaþolin Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að það hafi haft mikil áhrif á sitt lið að missa Tandra Má Konráðsson meiddan út af um miðjan fyrri hálfleik. „Það sem gerir útslagið fyrir okkur er þegar Tandri sneri sig. Eftir það vorum við ekki hættulegir fyrir utan. Við gerðum líka fullt af mistökum sem þeir refsuðu fyrir. Það er ekki fyrr en undir lokin sem við urðum hættulegir fyrir utan, sérstaklega Gunnar [Valdimar Johnsen] sem hefði mátt byrja fyrr því hann getur þetta,“ sagði Rúnar. „Við koðnuðum niður í sókninni eftir að Tandri meiddist þótt hann hafi ekki verið frábær fram að því. Menn í útilínunni voru hræddir að sækja á markið og það og tæknileg mistök urðu okkur að falli. Markvarslan var hins vegar mjög fín.“ Vörn Stjörnunnar var mjög sterk framan af leik en brotthvarf Tandra hafði einnig áhrif á þeim enda vallarins. „Tandri er góður varnarmaður og við erum með nokkra þannig meidda. Við eigum ekki endalaust af góðum varnarmönnum. Vörnin var kannski ekki vatnsheld en hún var rakaþolin. En sóknin var skelfilega slök,“ sagði Rúnar. Þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu er engan bilbug á Rúnari að finna. „Við förum bara í næsta leik og ætlum að gera betur. Við þurfum að skora fleiri mörk og ég vona að við séum búnir að læra að þeir skora sem þora. Við þurfum að vera grimmari,“ sagði Rúnar að lokum.Einar Andri hrósaði sínum mönnum eftir leikinn.vísir/báraEinar Andri: Stórir sigrar fyrir okkur Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega sáttur með sigurinn á Stjörnunni. Mosfellingar unnu nauman sigur á KA-mönnum í síðustu umferð, 28-27, þar sem Arnór Freyr Stefánsson varði víti undir lokin. Sigurinn í dag var öllu þægilegri. „Við spiluðum frábæra vörn og Arnór var flottur í markinu. Við spiluðum líka mjög góða vörn í síðasta leik en Arnór skuldaði nokkra bolta þótt hann hafi stolið fyrirsögnunum í lok síðasta leiks. Hann var frábær í dag,“ sagði Einar Andri. Afturelding var lengi í gang og um miðbik fyrri hálfleiks var liðið þremur mörkum undir, 7-4. „Við klikkuðum á nokkrum færum og ég hafði ekkert sérstaklega miklar áhyggjur. Mér fannst góð holning á liðinu. Fimm einn vörnin hjá þeim kom okkur aðeins á óvart en við fundum svo svör við henni,“ sagði Einar Andri. Afturelding var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og náði mest ellefu marka forskoti, 12-23. „Við töluðum um að byrja seinni hálfleikinn af krafti og þá gætum við farið langt með að klára þetta. Strákarnir brugðust mjög vel við því,“ sagði Einar Andri sem er að vonum sáttur með uppskeruna hingað til. „Ég er mjög ánægður. Við höfum mætt tveimur liðum sem var spáð í kringum okkur þannig að þetta eru stórir sigrar fyrir okkur.“ Olís-deild karla
Afturelding rúllaði yfir Stjörnuna, 22-30, þegar liðin áttust við í Garðabænum í 2. umferð Olís-deildar karla í dag. Mosfellingar eru með fullt hús stiga á meðan Stjörnumenn eru án stiga og virðast eiga talsvert langt í land. Guðmundur Árni Ólafsson skoraði tíu mörk fyrir Aftureldingu og þeir Sveinn Jose Rivera og Gestur Ólafur Ingvarsson sitt hvor sex mörkin. Besti maður Mosfellinga var þó Arnór Freyr Stefánsson sem varði 19 skot, eða 51% þeirra skota sem hann fékk á sig. Gunnar Valdimar Johnsen skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Leó Snær Pétursson sex. Stjarnan byrjaði leikinn vel, þó enginn betur en Leó sem skoraði sex af fyrstu sjö mörkum Garðbæinga. Stephen Nielsen var líka góður í markinu og Stjarnan náði mest þriggja marka forskoti, 7-4. Í stöðunni 7-5 þurfti Tandri Már Konráðsson að fara af velli vegna meiðsla. Hann hafði ekki verið góður í sókninni en við brotthvarf hans fór mikil skotógn úr sóknarleik Garðbæinga. Mikilvægi Tandra í Stjörnuvörninni sást líka bersýnilega þegar hans naut ekki við. Afturelding skoraði að vild það sem eftir lifði fyrri hálfleiks á meðan sóknarleikur Stjörnunnar hrökk í baklás. Vörn Mosfellinga var sterk og Stjörnumenn áttu engin svör við henni. Leó skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum en aðrir leikmenn Garðbæinga voru aðeins með þrjú mörk úr samtals 15 skotum. Þrátt fyrir að fá engin hraðaupphlaup jók Afturelding muninn jafnt og þétt og Gestur Ólafur Ingvarsson kom gestunum fimm mörkum yfir, 9-14, með lokaskoti fyrri hálfleiks. Stjörnumenn sýndu engin viðbrögð í seinni hálfleik á meðan Mosfellingar héldu uppteknum hætti. Afturelding náði mest ellefu marka forskoti, 12-23, og sigur gestanna var aldrei í hættu. Gunnar Valdimar Johnsen raðaði inn mörkum fyrir Stjörnuna undir lokin og átti kannski stærstan þátt í því að munurinn í leikslok var ekki meiri en átta mörk, 22-30.Af hverju vann Afturelding? Mosfellingar voru lengi í gang en þegar það gerðist áttu Stjörnumenn ekki möguleika. Fjarvera Tandra hafði stór áhrif á gang leiksins. Stjarnan saknaði hans á báðum endum vallarins og aðrir stigu ekki upp. Þá var Arnór frábær í markinu eins og áður var getið og samvinna hans og varnar Aftureldingar var til mikillar fyrirmyndar.Hverjir stóðu upp úr? Arnór var hetja Aftureldingar í sigrinum á KA í 1. umferð en lék miklu betur í dag og varði vel allan leikinn. Guðmundur Árni var frábær í hægra horninu og Gestur átti einnig skínandi góðan leik í stöðu hægri skyttu. Sveinn skoraði grimmt af línunni og þeir Tumi Steinn Rúnarsson ná einkar vel saman. Leó byrjaði af krafti hjá Stjörnunni og Gunnar raðaði inn mörkum undir lokin. Og þrátt fyrir átta marka tap var markvarslan hjá heimamönnum mjög fín. Stephen og Brynjar Darri Baldursson vörðu samtals 17 skot (36%).Hvað gekk illa? Eftir góða byrjun datt sóknarleikur Stjörnunnar algjörlega niður. Ógnin fyrir utan var lítil og liðið náði nánast aldrei að opna hornin eða finna línuna. Ari Magnús Þorgeirsson vill eflaust gleyma þessum leik sem allra fyrst. Hann skaut eintómum púðurskotum og endaði með tvö mörk í níu skotum. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson náði sér engan veginn á strik hjá Aftureldingu en það kom ekki að sök.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki sunnudaginn 22. september. Stjarnan sækir Hauka heim á meðan Afturelding fær Fram í heimsókn.Rúnar sagði að brotthvarf Tandra hafi skipt sköpum í leiknum í dag.vísir/báraRúnar: Vörnin var kannski ekki vatnsheld en hún var rakaþolin Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að það hafi haft mikil áhrif á sitt lið að missa Tandra Má Konráðsson meiddan út af um miðjan fyrri hálfleik. „Það sem gerir útslagið fyrir okkur er þegar Tandri sneri sig. Eftir það vorum við ekki hættulegir fyrir utan. Við gerðum líka fullt af mistökum sem þeir refsuðu fyrir. Það er ekki fyrr en undir lokin sem við urðum hættulegir fyrir utan, sérstaklega Gunnar [Valdimar Johnsen] sem hefði mátt byrja fyrr því hann getur þetta,“ sagði Rúnar. „Við koðnuðum niður í sókninni eftir að Tandri meiddist þótt hann hafi ekki verið frábær fram að því. Menn í útilínunni voru hræddir að sækja á markið og það og tæknileg mistök urðu okkur að falli. Markvarslan var hins vegar mjög fín.“ Vörn Stjörnunnar var mjög sterk framan af leik en brotthvarf Tandra hafði einnig áhrif á þeim enda vallarins. „Tandri er góður varnarmaður og við erum með nokkra þannig meidda. Við eigum ekki endalaust af góðum varnarmönnum. Vörnin var kannski ekki vatnsheld en hún var rakaþolin. En sóknin var skelfilega slök,“ sagði Rúnar. Þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu er engan bilbug á Rúnari að finna. „Við förum bara í næsta leik og ætlum að gera betur. Við þurfum að skora fleiri mörk og ég vona að við séum búnir að læra að þeir skora sem þora. Við þurfum að vera grimmari,“ sagði Rúnar að lokum.Einar Andri hrósaði sínum mönnum eftir leikinn.vísir/báraEinar Andri: Stórir sigrar fyrir okkur Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega sáttur með sigurinn á Stjörnunni. Mosfellingar unnu nauman sigur á KA-mönnum í síðustu umferð, 28-27, þar sem Arnór Freyr Stefánsson varði víti undir lokin. Sigurinn í dag var öllu þægilegri. „Við spiluðum frábæra vörn og Arnór var flottur í markinu. Við spiluðum líka mjög góða vörn í síðasta leik en Arnór skuldaði nokkra bolta þótt hann hafi stolið fyrirsögnunum í lok síðasta leiks. Hann var frábær í dag,“ sagði Einar Andri. Afturelding var lengi í gang og um miðbik fyrri hálfleiks var liðið þremur mörkum undir, 7-4. „Við klikkuðum á nokkrum færum og ég hafði ekkert sérstaklega miklar áhyggjur. Mér fannst góð holning á liðinu. Fimm einn vörnin hjá þeim kom okkur aðeins á óvart en við fundum svo svör við henni,“ sagði Einar Andri. Afturelding var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og náði mest ellefu marka forskoti, 12-23. „Við töluðum um að byrja seinni hálfleikinn af krafti og þá gætum við farið langt með að klára þetta. Strákarnir brugðust mjög vel við því,“ sagði Einar Andri sem er að vonum sáttur með uppskeruna hingað til. „Ég er mjög ánægður. Við höfum mætt tveimur liðum sem var spáð í kringum okkur þannig að þetta eru stórir sigrar fyrir okkur.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik