Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2019 21:38 Helgi hættir með Fylki eftir tímabilið. vísir/bára Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir sigurinn á Víkingi, 3-1, í kvöld. Með honum komust Fylkismenn upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Þetta var sanngjarn sigur. Við hefðum átt að vera 2-3 mörkum yfir í hálfleik og fengum tvö dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Svo tóku þeir aðeins yfir og jafna en við sýndum þvílíkan karakter eins og við höfum oft gert í sumar. Ég er hrikalega stoltur af strákunum sem eru búnir að leggja alla þessa vinnu á sig þessi þrjú ár sem ég hef verið með liðið,“ sagði Helgi eftir leik. „Við erum í 5. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Það eru mörg ár síðan Fylkir hefur verið í þessari stöðu. En við viljum meira og komast ofar. Þetta var gríðarlega öflug liðsframmistaða.“ Helgi sagði leikinn í kvöld einn af þeim bestu hjá Fylki í sumar. „Þetta var heilsteyptur leikur. Við gáfum engin færi á okkur í fyrri hálfleik en 2-3 í þeim seinni. Við óðum í færum og með smá klókindum hefðum við skorað fleiri mörk. En ég kvarta ekki yfir 3-1 sigri,“ sagði Helgi. „Við gerðum vel að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu. Strákarnir ætluðu sér sigur. Það er alveg sama hvort menn byrja inn á eða koma inn á, þeir gera sitt. Við erum með góðan hóp sem Fylkismenn mega vera stoltir af.“ Í síðustu viku var greint frá því að Helgi yrði ekki þjálfari Fylkis á næsta tímabili. Heyra mátti að hann er ekkert sérstaklega ánægður með þann ráðahag. „Það er frábært að sjá þessa stráka dafna. Ég tók við þeim í Inkasso-deildinni og verkefnið var að koma liðinu upp og festa það í sessi í efstu deild. Við höfum staðist allar raunir. Við erum í 5. sæti núna og eigum möguleika að komast enn ofar. Það eru kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum. Ég veit ekki,“ sagði Helgi að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir sigurinn á Víkingi, 3-1, í kvöld. Með honum komust Fylkismenn upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. „Þetta var sanngjarn sigur. Við hefðum átt að vera 2-3 mörkum yfir í hálfleik og fengum tvö dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Svo tóku þeir aðeins yfir og jafna en við sýndum þvílíkan karakter eins og við höfum oft gert í sumar. Ég er hrikalega stoltur af strákunum sem eru búnir að leggja alla þessa vinnu á sig þessi þrjú ár sem ég hef verið með liðið,“ sagði Helgi eftir leik. „Við erum í 5. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Það eru mörg ár síðan Fylkir hefur verið í þessari stöðu. En við viljum meira og komast ofar. Þetta var gríðarlega öflug liðsframmistaða.“ Helgi sagði leikinn í kvöld einn af þeim bestu hjá Fylki í sumar. „Þetta var heilsteyptur leikur. Við gáfum engin færi á okkur í fyrri hálfleik en 2-3 í þeim seinni. Við óðum í færum og með smá klókindum hefðum við skorað fleiri mörk. En ég kvarta ekki yfir 3-1 sigri,“ sagði Helgi. „Við gerðum vel að koma til baka eftir að þeir jöfnuðu. Strákarnir ætluðu sér sigur. Það er alveg sama hvort menn byrja inn á eða koma inn á, þeir gera sitt. Við erum með góðan hóp sem Fylkismenn mega vera stoltir af.“ Í síðustu viku var greint frá því að Helgi yrði ekki þjálfari Fylkis á næsta tímabili. Heyra mátti að hann er ekkert sérstaklega ánægður með þann ráðahag. „Það er frábært að sjá þessa stráka dafna. Ég tók við þeim í Inkasso-deildinni og verkefnið var að koma liðinu upp og festa það í sessi í efstu deild. Við höfum staðist allar raunir. Við erum í 5. sæti núna og eigum möguleika að komast enn ofar. Það eru kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum. Ég veit ekki,“ sagði Helgi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45