Markús og Viðar Már kveðja Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 13:02 Aðeins ein kona á sæti í Hæstarétti, Gréta Baldursdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Tveir af átta dómurum við Hæstarétt hafa beðist lausnar frá störfum. Um er að ræða þá Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta réttarins, og Viðar Má Matthíasson. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í morgun að því er fram kemur á dagskrá fundarins. Markús og Viðar Már óska eftir að láta af störfum sökum aldurs en þeir verða báðir orðnir 65 ára þann 1. október samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Þeir hætta þann dag og eitt embætti verður auglýst því samkvæmt lögum um dómstóla eiga hæstaréttardómarar að vera sjö.Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.HæstirétturMarkús hefur verið Hæstaréttardómari frá árinu 1994. Hann var forseti réttarins 2002-2003 og aftur 2012-2016. Á síðara tímabilinu var Viðar Már varaforseti réttarins. Hann var skipaður dómari við Hæstarétt árið 2010. Athygli vekur að þeir Markús og Viðar Már eru ekki aldursforsetar Hæstaréttar. Þorgeir Örlygsson, forseti réttarins, er fæddur árið 1952 og þá er Greta Baldursdóttir, eini kvendómarinn við réttinn, fædd sömuleiðis árið 1954. Hæstaréttardómarar mega láta af störfum við 65 ára aldur en er frjálst að starfa til sjötugs kjósi þeir svo. Umsvif Hæstaréttar minnkuðu til muna við skipun Landsréttar sem millidómstigs. Nú fara aðeins valin mál fyrir Hæstarétt og velur Hæstiréttur sjálfur þau mál sem rétturinn telur að eigi erindi við dómstólinn. Dómstólar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira
Tveir af átta dómurum við Hæstarétt hafa beðist lausnar frá störfum. Um er að ræða þá Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta réttarins, og Viðar Má Matthíasson. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í morgun að því er fram kemur á dagskrá fundarins. Markús og Viðar Már óska eftir að láta af störfum sökum aldurs en þeir verða báðir orðnir 65 ára þann 1. október samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Þeir hætta þann dag og eitt embætti verður auglýst því samkvæmt lögum um dómstóla eiga hæstaréttardómarar að vera sjö.Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.HæstirétturMarkús hefur verið Hæstaréttardómari frá árinu 1994. Hann var forseti réttarins 2002-2003 og aftur 2012-2016. Á síðara tímabilinu var Viðar Már varaforseti réttarins. Hann var skipaður dómari við Hæstarétt árið 2010. Athygli vekur að þeir Markús og Viðar Már eru ekki aldursforsetar Hæstaréttar. Þorgeir Örlygsson, forseti réttarins, er fæddur árið 1952 og þá er Greta Baldursdóttir, eini kvendómarinn við réttinn, fædd sömuleiðis árið 1954. Hæstaréttardómarar mega láta af störfum við 65 ára aldur en er frjálst að starfa til sjötugs kjósi þeir svo. Umsvif Hæstaréttar minnkuðu til muna við skipun Landsréttar sem millidómstigs. Nú fara aðeins valin mál fyrir Hæstarétt og velur Hæstiréttur sjálfur þau mál sem rétturinn telur að eigi erindi við dómstólinn.
Dómstólar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira