Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. ágúst 2019 21:33 Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. Á Hólmavík hefur strandveiðin aldrei verið jafn slök og í ár. Fjögurra mánaða strandveiðitímabili umhverfis landið fer að ljúka en á tímabilinu er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Heimilt er að veiða á handfæri allt að 11.100 lestir af óslægðum botnfiski en í fyrra tókst aðeins að veiða níutíu og sex prósent af heildaraflanum. Staðan virðist ætla verða svipuð í ár.Hafa áhyggjur af stöðunni Heimamenn á Hólmavík segja að strandveiðin sjaldan eða aldrei verið jafn slök. Strandveiðitímabilinu lýkur mánaðamótin ágúst september og líkur á að veiðiheimildir verði ekki fullnýttar.Hvernig hefur strandveiðin gengið á þessu tímabili? „Hún hefur eiginlega, því miður, gengið hræðilega,“ segir Sigurður Marínó Þorvaldsson, hafnarvörður á Hólmavík. Sigurður segir að strandveiðimenn þurfi nú að sigla lengra en áður og að margir bátanna séu hæggengir. Áður hafi þeir veitt í Steingrímsfirði. „Í fyrra var verið að landa hérna um tvö hundurð tonn. Það eru komin hundrað og tíu tonn í ár,“ segir Sigurður.Svipuð staða á Hornafirði Svipuð virðist sagan á suðausturhorni landsins en smábátafélagið Hrollaugur á Hornafirði sendu á dögunum áskorun til sjávarútvegsráðherra um að leyfa strandveiðar í september eða þar til að áætluðu heildaraflamagni til strandveiða yrði náð. Sigurður er því sammála og segir að veðurfarslega aðstæður ættu ekki að koma í veg fyrir það. Hann segir strandveiðimenn ekki sátta með fyrirkomulagið. „Auðvitað leggst þetta alveg skelfilega í þá og þeir eru auðvitað ekki sáttir og það eru einhverjir bátar sem hafa bara farið héðan, til dæmis norður í Árneshrepp, sem er gott fyrir þá. En þetta er hræðilegt fyrir okkur að missa þessa báta og vonandi breytist þetta og við förum að fá meiri fisk hérna inn,“ segir Sigurður. Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. Á Hólmavík hefur strandveiðin aldrei verið jafn slök og í ár. Fjögurra mánaða strandveiðitímabili umhverfis landið fer að ljúka en á tímabilinu er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Heimilt er að veiða á handfæri allt að 11.100 lestir af óslægðum botnfiski en í fyrra tókst aðeins að veiða níutíu og sex prósent af heildaraflanum. Staðan virðist ætla verða svipuð í ár.Hafa áhyggjur af stöðunni Heimamenn á Hólmavík segja að strandveiðin sjaldan eða aldrei verið jafn slök. Strandveiðitímabilinu lýkur mánaðamótin ágúst september og líkur á að veiðiheimildir verði ekki fullnýttar.Hvernig hefur strandveiðin gengið á þessu tímabili? „Hún hefur eiginlega, því miður, gengið hræðilega,“ segir Sigurður Marínó Þorvaldsson, hafnarvörður á Hólmavík. Sigurður segir að strandveiðimenn þurfi nú að sigla lengra en áður og að margir bátanna séu hæggengir. Áður hafi þeir veitt í Steingrímsfirði. „Í fyrra var verið að landa hérna um tvö hundurð tonn. Það eru komin hundrað og tíu tonn í ár,“ segir Sigurður.Svipuð staða á Hornafirði Svipuð virðist sagan á suðausturhorni landsins en smábátafélagið Hrollaugur á Hornafirði sendu á dögunum áskorun til sjávarútvegsráðherra um að leyfa strandveiðar í september eða þar til að áætluðu heildaraflamagni til strandveiða yrði náð. Sigurður er því sammála og segir að veðurfarslega aðstæður ættu ekki að koma í veg fyrir það. Hann segir strandveiðimenn ekki sátta með fyrirkomulagið. „Auðvitað leggst þetta alveg skelfilega í þá og þeir eru auðvitað ekki sáttir og það eru einhverjir bátar sem hafa bara farið héðan, til dæmis norður í Árneshrepp, sem er gott fyrir þá. En þetta er hræðilegt fyrir okkur að missa þessa báta og vonandi breytist þetta og við förum að fá meiri fisk hérna inn,“ segir Sigurður.
Sjávarútvegur Strandabyggð Tengdar fréttir Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00
Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00