Elfar á í hættu að missa af bikarsumrinu 2020 Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 11:30 Elfar Freyr Helgason í leik með Blikum vísir/bára Elfar Freyr Helgason gæti misst af allri bikarkeppninni á næsta ári fari svo að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmi hann í nokkurra leikja bann fyrir hegðun sína í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Elfar Freyr tæklaði Víkinginn Ágúst Eðvald Hlynsson á 82. mínútu leiks Breiðabliks og Víkings í gærkvöld og fékk fyrir það rautt spjald. Elfar var ekki sáttur, tók rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni dómara og henti því í grasið áður en hann gekk af velli. Beint rautt spjald þýðir að Elfar Freyr fer í bann í næsta leik.Allar brottvísanir og atvik sem þessi sem gerast í kringum þær fara inn á borð aga- og úrskurðarnefndar. Nefndin kemur saman á þriðjudögum og mun þetta mál verða tekið fyrir næsta þriðjudag. Fordæmi eru fyrir því að dæma menn í lengra bann fyrir athæfi sem þetta. Kassim Doumbia, þáverandi leikmaður FH, fékk tveggja leikja bann fyrir samskonar hegðun í leik Breiðabliks og FH í Pepsideildinni fyrir fimm árum síðan. Aga- og úrskurðarnefnd hefur svigrúm til þess að dæma Elfar í allt að sex leikja bann. Samkvæmt reglum KSÍ gilda spjöld og refsingar vegna þeirra bara í viðeigandi keppni. Því mun leikbann Elfars, hversu langt sem það verður, aðeins gilda í bikarkeppninni. Pepsi Max deildar lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn spila 5 bikarleiki á sumri, miðað við að fyrirkomulag síðustu ára þar sem þau koma inn í 32-liða úrslitum haldist, svo ef aga- og úrskurðarnefnd dæmir tvo eða þrjá auka leiki ofan á hefðbundna eins leiks bannið fyrir rauða spjaldið þá gæti farið svo að Elfar fái ekki að spila bikarleik sumarið 2020. Þar sem Blikar töpuðu undanúrslitaleiknum í gær er þátttöku þeirra í bikarkeppninni á þessu ári lokið. Refsingin færist því yfir á næsta ár og mun Elfar byrja næsta bikartímabil í banni. Elfar er hins vegar ekki löglegur í næsta leik Breiðabliks í Pepsi Max deildinni heldur, hann var á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefndar dæmdur í eins leiks bann fyrir uppsöfnuð gul spjöld. Hann gæti komið aftur inn í liðið þegar Blikar sækja FH heim þann 25. ágúst. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld. 15. ágúst 2019 22:02 Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd Í annað sinn á fimm árum tók leikmaður rauða spjaldið af dómaranum Þorvaldi Árnasyni. 16. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Elfar Freyr Helgason gæti misst af allri bikarkeppninni á næsta ári fari svo að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmi hann í nokkurra leikja bann fyrir hegðun sína í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Elfar Freyr tæklaði Víkinginn Ágúst Eðvald Hlynsson á 82. mínútu leiks Breiðabliks og Víkings í gærkvöld og fékk fyrir það rautt spjald. Elfar var ekki sáttur, tók rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni dómara og henti því í grasið áður en hann gekk af velli. Beint rautt spjald þýðir að Elfar Freyr fer í bann í næsta leik.Allar brottvísanir og atvik sem þessi sem gerast í kringum þær fara inn á borð aga- og úrskurðarnefndar. Nefndin kemur saman á þriðjudögum og mun þetta mál verða tekið fyrir næsta þriðjudag. Fordæmi eru fyrir því að dæma menn í lengra bann fyrir athæfi sem þetta. Kassim Doumbia, þáverandi leikmaður FH, fékk tveggja leikja bann fyrir samskonar hegðun í leik Breiðabliks og FH í Pepsideildinni fyrir fimm árum síðan. Aga- og úrskurðarnefnd hefur svigrúm til þess að dæma Elfar í allt að sex leikja bann. Samkvæmt reglum KSÍ gilda spjöld og refsingar vegna þeirra bara í viðeigandi keppni. Því mun leikbann Elfars, hversu langt sem það verður, aðeins gilda í bikarkeppninni. Pepsi Max deildar lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn spila 5 bikarleiki á sumri, miðað við að fyrirkomulag síðustu ára þar sem þau koma inn í 32-liða úrslitum haldist, svo ef aga- og úrskurðarnefnd dæmir tvo eða þrjá auka leiki ofan á hefðbundna eins leiks bannið fyrir rauða spjaldið þá gæti farið svo að Elfar fái ekki að spila bikarleik sumarið 2020. Þar sem Blikar töpuðu undanúrslitaleiknum í gær er þátttöku þeirra í bikarkeppninni á þessu ári lokið. Refsingin færist því yfir á næsta ár og mun Elfar byrja næsta bikartímabil í banni. Elfar er hins vegar ekki löglegur í næsta leik Breiðabliks í Pepsi Max deildinni heldur, hann var á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefndar dæmdur í eins leiks bann fyrir uppsöfnuð gul spjöld. Hann gæti komið aftur inn í liðið þegar Blikar sækja FH heim þann 25. ágúst.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00 Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld. 15. ágúst 2019 22:02 Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd Í annað sinn á fimm árum tók leikmaður rauða spjaldið af dómaranum Þorvaldi Árnasyni. 16. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 3-1 | Víkingar í bikarúrslit í fyrsta sinn 48 ár Víkingur R. vann Breiðablik, 3-1, í seinni undanúrslitaleik Mjólkurbikars karla. Víkingar mæta FH-ingum í bikarúrslitaleiknum 14. september. 15. ágúst 2019 22:00
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Varnarmaður Breiðabliks missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Víkingi R. í kvöld. 15. ágúst 2019 22:02
Ekki í fyrsta sinn sem leikmaður tekur rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni | Myndbönd Í annað sinn á fimm árum tók leikmaður rauða spjaldið af dómaranum Þorvaldi Árnasyni. 16. ágúst 2019 07:00