Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2019 15:05 Talið var að lambahryggir myndu seljast upp á næstu vikum. Af þeim sökum var veitt undanþága fyrir innflutning - sem nú er verið að endurskoða vegna nýrra upplýsinga um birgðastöðu í landinu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ráðherra taki þessa ákvörðun vegna „nýrra upplýsinga sem nefndinni bárust frá framleiðendum.“ „Frá því í vor hefur ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara reglulega fengið tilkynningar um skort á lambahryggjum frá dreifingaraðilum. Hinn 22. júlí síðastliðinn fékk nefndin upplýsingar sem bentu til þess að það stefndi í skort hjá stórum hluta framleiðendanna sem ýmist voru búnir að tæma sínar birgðir, áttu lítið eftir eða gátu ekki annað dreifingu með góðum hætti,“ segir á vef ráðuneytisins. Af þeim sökum lagði ráðgjafanefndin til í síðustu viku að felld yrði niður innflutningsvernd á lambahryggjum tímabundið, eða frá 29. júlí fram til 30. ágúst 2019. Hagsmunasamtök verslunarinnar fögnuðu tillögu nefndarinnar um leið og þau kölluðu eftir því að „háttsemi afurðastöðva sem leitt hefur til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum, og viðbrögð stjórnvalda við fyrirsjáanlegum skorti,“ yrðu tekin til skoðunar. Í tilkynningu Félags atvinnurekenda var þess getið að „yfirvofandi skortur eigi ekki rætur sínar að rekja til óvenjumikillar neyslu landsmanna á lambakjöti eða framleiðslubrests, heldur til stórtæks útflutnings afurðastöðva á lambakjöti til útlanda á verði sem er mun lægra en íslenskum verslunum stendur til boða.“ Ráðherra gaf hins vegar ekki út reglugerð sem hefði heimilað innflutning á lambahryggjum fyrir 29. júlí. Að sögn ráðuneytisins var það vegna þess að ráðgjafanefndin fékk upplýsingar um „breytta birgðastöðu framleiðenda sem kunna að hafa áhrif á hvort lagaskilyrðum fyrir opnun tollkvóta sé fullnægt.“ Ekki er hins vegar tekið fram hvenær þessar upplýsingar bárust eða hvað þær bera nákvæmlega með sér. Ráðherra óskaði þó eftir því að nefndin tæki málið aftur til afgreiðslu og ljúki yfirferð sinni í þessari viku. Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11 Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ráðherra taki þessa ákvörðun vegna „nýrra upplýsinga sem nefndinni bárust frá framleiðendum.“ „Frá því í vor hefur ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara reglulega fengið tilkynningar um skort á lambahryggjum frá dreifingaraðilum. Hinn 22. júlí síðastliðinn fékk nefndin upplýsingar sem bentu til þess að það stefndi í skort hjá stórum hluta framleiðendanna sem ýmist voru búnir að tæma sínar birgðir, áttu lítið eftir eða gátu ekki annað dreifingu með góðum hætti,“ segir á vef ráðuneytisins. Af þeim sökum lagði ráðgjafanefndin til í síðustu viku að felld yrði niður innflutningsvernd á lambahryggjum tímabundið, eða frá 29. júlí fram til 30. ágúst 2019. Hagsmunasamtök verslunarinnar fögnuðu tillögu nefndarinnar um leið og þau kölluðu eftir því að „háttsemi afurðastöðva sem leitt hefur til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum, og viðbrögð stjórnvalda við fyrirsjáanlegum skorti,“ yrðu tekin til skoðunar. Í tilkynningu Félags atvinnurekenda var þess getið að „yfirvofandi skortur eigi ekki rætur sínar að rekja til óvenjumikillar neyslu landsmanna á lambakjöti eða framleiðslubrests, heldur til stórtæks útflutnings afurðastöðva á lambakjöti til útlanda á verði sem er mun lægra en íslenskum verslunum stendur til boða.“ Ráðherra gaf hins vegar ekki út reglugerð sem hefði heimilað innflutning á lambahryggjum fyrir 29. júlí. Að sögn ráðuneytisins var það vegna þess að ráðgjafanefndin fékk upplýsingar um „breytta birgðastöðu framleiðenda sem kunna að hafa áhrif á hvort lagaskilyrðum fyrir opnun tollkvóta sé fullnægt.“ Ekki er hins vegar tekið fram hvenær þessar upplýsingar bárust eða hvað þær bera nákvæmlega með sér. Ráðherra óskaði þó eftir því að nefndin tæki málið aftur til afgreiðslu og ljúki yfirferð sinni í þessari viku.
Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11 Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11
Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34
Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30