Indverjar skutu ómönnuðu geimfari til tunglsins eftir misheppnaða tilraun Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2019 10:24 Skotið er hluti af metnaðarfullum geimferðaáætlunum Indverja. Vísir/AP Indverska geimferðastofnunin tilkynnti fyrr í dag að hún hafi náð að skjóta ómönnuðu geimfari út í geim sem er ætlað að ná til tunglsins. Skotið var framkvæmt viku á eftir áætlun, þegar Indverjar hættu skyndilega við geimskotið vegna tæknilegra örðuleika.. Greint er frá því að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í stjórnstöð geimferðarstofnunarinnar í kjölfar þess að skotið heppnaðist. Indverska geimfarinu var skotið á loft einum degi eftir að Bandaríkjamenn fögnuðu því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Apollo 11 sendiferðin setti bandaríska geimfara á tunglið. Geimfarið hefur hlotið nafnið Chandrayaan, sem útleggst sem tunglfar á tungumálinu sanskrit. Chandrayaan er hannað til þess að lenda á suðurpól tunglsins í september og senda af stað könnunarfar sem er ætlað að kanna vatnssetlög á tunglinu. Fyrsta sendiför Indlands til tunglsins var farin árið 2008 og átti hún þátt í að staðfesta tilvist vatns á tunglinu. Í mars síðastliðnum framkvæmdu Indverjar vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði afrekið gera Indland að „geim-ofurveldi.“ Einungis þrjú önnur ríki hafa skotið niður gervihnetti. Indland áætlar að senda fyrsta mannaða geimfar sitt út í geim fyrir lok ársins 2022. Geimurinn Indland Tengdar fréttir Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Indverska geimferðastofnunin tilkynnti fyrr í dag að hún hafi náð að skjóta ómönnuðu geimfari út í geim sem er ætlað að ná til tunglsins. Skotið var framkvæmt viku á eftir áætlun, þegar Indverjar hættu skyndilega við geimskotið vegna tæknilegra örðuleika.. Greint er frá því að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í stjórnstöð geimferðarstofnunarinnar í kjölfar þess að skotið heppnaðist. Indverska geimfarinu var skotið á loft einum degi eftir að Bandaríkjamenn fögnuðu því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Apollo 11 sendiferðin setti bandaríska geimfara á tunglið. Geimfarið hefur hlotið nafnið Chandrayaan, sem útleggst sem tunglfar á tungumálinu sanskrit. Chandrayaan er hannað til þess að lenda á suðurpól tunglsins í september og senda af stað könnunarfar sem er ætlað að kanna vatnssetlög á tunglinu. Fyrsta sendiför Indlands til tunglsins var farin árið 2008 og átti hún þátt í að staðfesta tilvist vatns á tunglinu. Í mars síðastliðnum framkvæmdu Indverjar vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði afrekið gera Indland að „geim-ofurveldi.“ Einungis þrjú önnur ríki hafa skotið niður gervihnetti. Indland áætlar að senda fyrsta mannaða geimfar sitt út í geim fyrir lok ársins 2022.
Geimurinn Indland Tengdar fréttir Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Indland orðið að „geim-ofurveldi“ Indverjar framkvæmdu í nótt vel heppnað tilraunaskot þar sem eldflaug var notuð til að granda gervihnetti. 27. mars 2019 10:22
Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00
Fyrst kvenna til að fljúga umhverfis hnöttinn á fisflugvél 23 ára indversk kona, sem stefnir á að verða fyrsta konan til að fljúga fisflugvél umhverfis hnöttinn hefur undanfarnar vikur undirbúið sig hér á Íslandi fyrir seinni hluta ferðarinnar. Tilgangurinn er meðal annars að sýna indverskum konum að þeim séu allir vegir færir. 29. apríl 2019 21:00