Gæti tekið vikur að hreinsa upp alla olíuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2019 11:00 Frá slysstað á Öxnadalsheiði í gær. Mynd/Aðsend Framkvæmdastjóri Olíudreifingar, sem gerir út olíuflutningabílinn sem valt á Öxnadalsheiði í gær, segir að hreinsunarstarf á vettvangi muni standa yfir næstu daga – og jafnvel næstu vikur. Þrettán þúsund lítrar af olíu láku út í umhverfið á slysstað en hreinsun beinist aðallega að læk í grennd við þjóðveginn. Þá sé líðan ökumannsins, sem fluttur var alvarlega slasaður á sjúkrahús, betri en á horfðist í fyrstu. Slysið varð um hádegisbil í gær þegar olíuflutningabíll Olíudreifingar valt með 30 þúsund lítra af olíu í tankinum. Slökkviliðið á Akureyri, lögregla og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands voru kallaðir út á slysstað.Olía lekur enn þá út í lækinn Starfsmenn Olíudreifingar hafa auk þess sinnt hreinsunarstarfi á slysstað síðan í gær. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir í samtali við Vísi að enn sé unnið á vettvangi en ekki sé hægt að segja til um það hversu langan tíma hreinsunarstarfið muni taka. „Það getur þess vegna staðið yfir í nokkra daga og vikur ef því er að skipta.“Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurHörður segir að nú sé gróflega áætlað að 17 þúsund lítrum af olíu hafi verið dælt upp úr bílnum, líkt og fram kom í gær. Þannig hafi restin, um 13 þúsund lítrar, lekið út í umhverfið. Hreinsunarstarfið miðist að því að safna þessum 13 þúsund lítrum. Hörður segir það ganga greiðlega. „Við höfum stíflað þennan læk, það var gert strax í byrjun, sem bjargaði okkur frá stærri spjöllum heldur en orðið hafa. Í þennan læk berst töluvert eldsneyti enn þá og við föngum það með flotgirðingu,“ segir Hörður. Jarðvegurinn ekki nógu þéttur Eftir nóttina hafi safnast töluvert eldsneyti í sérstaka safnþró og því verði dælt upp í dag. Þá er einnig notast við sérstök ísogsefni við hreinsunina og í dag verður komið fyrir tæki sem veiðir olíu ofan af vatni og dælir henni frá. „Við vitum ekki hversu miklu við náum upp af því sem fór þarna niður. En við munum vakta það og dæla því upp jafnóðum næstu daga.“ Hörður segir að lækurinn sé í raun eina greiða leiðin sem hreinsunarmenn hafi að olíunni. Jarðvegurinn á slysstað er hrjúfur og eldsneytið hripar því niður í vatnið fyrir neðan. Því hafi nánast enginn jarðvegur verið fjarlægður í gær þar sem hann fangar eldsneytið illa.Slökkvilið Akureyrar var á meðal fyrstu viðbragðsaðila á vettvang í gær.Mynd/AðsendHeimsóttu bílstjórann í gærkvöldi Bílstjóri olíuflutningabílsins var fluttur alvarlega slasaður með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Hörður segir að líðan hans sé mun betri en á horfðist í fyrstu. „Við heimsóttum hann í gærkvöldi. Það er mun betra útlit með hann en við fengum fyrstu fréttir af. Eins og staðan var á honum í gær mun hann ná fullum bata.“ Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins í morgun. Hörður segir fyrirtækið ekki heldur hafa verið upplýst um það en ítrekar að bíllinn hafi uppfyllt allar kröfur, bílstjórinn hafi haft öll réttindi og vinnutímar hans hafi verið innan leyfilegra marka. Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Tengdar fréttir Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39 Þyrlan var afturkölluð vegna slyssins Liggur á sjúkrahúsi á Akureyri. 24. júlí 2019 14:33 Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Olíudreifingar, sem gerir út olíuflutningabílinn sem valt á Öxnadalsheiði í gær, segir að hreinsunarstarf á vettvangi muni standa yfir næstu daga – og jafnvel næstu vikur. Þrettán þúsund lítrar af olíu láku út í umhverfið á slysstað en hreinsun beinist aðallega að læk í grennd við þjóðveginn. Þá sé líðan ökumannsins, sem fluttur var alvarlega slasaður á sjúkrahús, betri en á horfðist í fyrstu. Slysið varð um hádegisbil í gær þegar olíuflutningabíll Olíudreifingar valt með 30 þúsund lítra af olíu í tankinum. Slökkviliðið á Akureyri, lögregla og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands voru kallaðir út á slysstað.Olía lekur enn þá út í lækinn Starfsmenn Olíudreifingar hafa auk þess sinnt hreinsunarstarfi á slysstað síðan í gær. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir í samtali við Vísi að enn sé unnið á vettvangi en ekki sé hægt að segja til um það hversu langan tíma hreinsunarstarfið muni taka. „Það getur þess vegna staðið yfir í nokkra daga og vikur ef því er að skipta.“Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurHörður segir að nú sé gróflega áætlað að 17 þúsund lítrum af olíu hafi verið dælt upp úr bílnum, líkt og fram kom í gær. Þannig hafi restin, um 13 þúsund lítrar, lekið út í umhverfið. Hreinsunarstarfið miðist að því að safna þessum 13 þúsund lítrum. Hörður segir það ganga greiðlega. „Við höfum stíflað þennan læk, það var gert strax í byrjun, sem bjargaði okkur frá stærri spjöllum heldur en orðið hafa. Í þennan læk berst töluvert eldsneyti enn þá og við föngum það með flotgirðingu,“ segir Hörður. Jarðvegurinn ekki nógu þéttur Eftir nóttina hafi safnast töluvert eldsneyti í sérstaka safnþró og því verði dælt upp í dag. Þá er einnig notast við sérstök ísogsefni við hreinsunina og í dag verður komið fyrir tæki sem veiðir olíu ofan af vatni og dælir henni frá. „Við vitum ekki hversu miklu við náum upp af því sem fór þarna niður. En við munum vakta það og dæla því upp jafnóðum næstu daga.“ Hörður segir að lækurinn sé í raun eina greiða leiðin sem hreinsunarmenn hafi að olíunni. Jarðvegurinn á slysstað er hrjúfur og eldsneytið hripar því niður í vatnið fyrir neðan. Því hafi nánast enginn jarðvegur verið fjarlægður í gær þar sem hann fangar eldsneytið illa.Slökkvilið Akureyrar var á meðal fyrstu viðbragðsaðila á vettvang í gær.Mynd/AðsendHeimsóttu bílstjórann í gærkvöldi Bílstjóri olíuflutningabílsins var fluttur alvarlega slasaður með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Hörður segir að líðan hans sé mun betri en á horfðist í fyrstu. „Við heimsóttum hann í gærkvöldi. Það er mun betra útlit með hann en við fengum fyrstu fréttir af. Eins og staðan var á honum í gær mun hann ná fullum bata.“ Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins í morgun. Hörður segir fyrirtækið ekki heldur hafa verið upplýst um það en ítrekar að bíllinn hafi uppfyllt allar kröfur, bílstjórinn hafi haft öll réttindi og vinnutímar hans hafi verið innan leyfilegra marka.
Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Tengdar fréttir Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39 Þyrlan var afturkölluð vegna slyssins Liggur á sjúkrahúsi á Akureyri. 24. júlí 2019 14:33 Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39
Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50