Sílemenn eiga enn möguleika á að jafna 72 ára gamalt afrek Argentínumanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 16:30 Sílemaðurinn Alexis Sánchez fagnar öðru marka sinna í keppninni í ár. Getty/ Buda Mendes Seinni undanúrslitaleikur Copa America 2019 fer fram í kvöld en í boði er úrslitaleikur á móti Brasilíu á Maracana á sunnudaginn. Sílemaðurinn Alexis Sánchez fær þarna tækifæri til að upplifa betri tíma inn á knattspyrnuvellinum en á nýloknu tímabili með Manchester United sem reyndist honum mjög erfitt. Sánchez þarf að sanna það fyrir heiminum að hann sé ekki búinn að vera og góður leikur hjá honum í kvöld væri risaskref í þá átt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Það er nokkur tími liðin síðan að eitthvað annað lið en Síle gat kallað sig Suðurameríkumeistara í knattspyrnu karla. Síle getur í kvöld komist í þriðja úrslitaleikinn í röð. Úrúgvæ vann keppnina árið 2011 en enginn gefur náð að stoppa Síle í síðustu tveimur keppnum. Brasilíumenn komust fyrst í úrslitaleikinn eftir sigur á Argentínu í fyrri undanúrslitaleiknum í nótt. Þar var á ferðinni hinn eini og sanni Clasico leikur Suður-Ameríku en í viðureign Síle og Perú í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld er aftur á móti uppgjör Kyrrahafsstrandþjóðanna. Síle getur orðið fyrsta þjóðin í 72 ár til að vinna þrjár Copa America keppnir í röð en það gerðist síðast þegar Argentínumenn unnu þrjár keppnir í röð frá 1945 til 1947. Síle vann 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir vítaspyrnukeppni og í bæði skiptin mætti Síle Lionel Messi og félögum í Argentínu í úrslitaleiknum. Síle varð í öðru sæti á eftir Úrúgvæ í sínum riðli í riðlakeppni Copa America í ár en Perú sló síðan Úrúgvæ út úr átta liða úrslitunum. Síle vann á sama tíma Kólumbíu í vítakeppni. Síle vann 2-1 sigur á Perú í undanúrslitunum fyrir fjórum árum en þá skoraði Eduardo Vargas bæði mörkin. Eduardo Vargas er markahæstur Sílemanna í keppninni í ár ásamt Alexis Sánchez. Báðir hafa skorað tvö mörk. Chile Copa América Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Seinni undanúrslitaleikur Copa America 2019 fer fram í kvöld en í boði er úrslitaleikur á móti Brasilíu á Maracana á sunnudaginn. Sílemaðurinn Alexis Sánchez fær þarna tækifæri til að upplifa betri tíma inn á knattspyrnuvellinum en á nýloknu tímabili með Manchester United sem reyndist honum mjög erfitt. Sánchez þarf að sanna það fyrir heiminum að hann sé ekki búinn að vera og góður leikur hjá honum í kvöld væri risaskref í þá átt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Það er nokkur tími liðin síðan að eitthvað annað lið en Síle gat kallað sig Suðurameríkumeistara í knattspyrnu karla. Síle getur í kvöld komist í þriðja úrslitaleikinn í röð. Úrúgvæ vann keppnina árið 2011 en enginn gefur náð að stoppa Síle í síðustu tveimur keppnum. Brasilíumenn komust fyrst í úrslitaleikinn eftir sigur á Argentínu í fyrri undanúrslitaleiknum í nótt. Þar var á ferðinni hinn eini og sanni Clasico leikur Suður-Ameríku en í viðureign Síle og Perú í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld er aftur á móti uppgjör Kyrrahafsstrandþjóðanna. Síle getur orðið fyrsta þjóðin í 72 ár til að vinna þrjár Copa America keppnir í röð en það gerðist síðast þegar Argentínumenn unnu þrjár keppnir í röð frá 1945 til 1947. Síle vann 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir vítaspyrnukeppni og í bæði skiptin mætti Síle Lionel Messi og félögum í Argentínu í úrslitaleiknum. Síle varð í öðru sæti á eftir Úrúgvæ í sínum riðli í riðlakeppni Copa America í ár en Perú sló síðan Úrúgvæ út úr átta liða úrslitunum. Síle vann á sama tíma Kólumbíu í vítakeppni. Síle vann 2-1 sigur á Perú í undanúrslitunum fyrir fjórum árum en þá skoraði Eduardo Vargas bæði mörkin. Eduardo Vargas er markahæstur Sílemanna í keppninni í ár ásamt Alexis Sánchez. Báðir hafa skorað tvö mörk.
Chile Copa América Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira