Dómarinn hunsaði VAR-dómarana og neitaði í tvígang að skoða Varsjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 09:30 Lionel Messi reynir að tala við ekvadorska dómarann og aðstoðarmenn hans. AP//Ricardo Mazalan Argentínumenn hafa sent inn formlega kvörtun vegna ekvadorska dómarans sem dæmdi undanúrslitaleik Argentínu og Brasilíu í Copa America. Brasilía vann leikinn 2-0 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Lionel Messi missir því af enn einum titlinum og hann var mjög reiður út í dómara leiksins í viðtölum eftir leik. Það er óvenjulegt að heyra Messi missa sig í viðtali en hann var mjög svekktur. Messi vildi eins og fleiri að dómarinn skoðaði betur tvö umdeild atvik þar sem argentínska liðið átti að fá vítaspyrnu. Nú eru komnar fram upplýsingar um að VAR-dómararnir hafi viljað að dómarinn skoðaði þessi atvik en að dómarinn frá Ekvador hafi tvisvar neitað að skoða Varsjána. Úrúgvæmaðurinn Leodan Gonzalez, sem var hæstráðandi í VAR-herberginu, segist hafa beðið Roddy Zambrano dómara um að skoða þessi atvik betur. Zambrano vildi aftur á móti ekki heyra á það minnst. Argentínska knattspyrnusambandið hefur nú óskað eftir því að samtal Zambrano dómara og VAR-herbergisins verði gert opinbert til að fá þetta á hreint. Suðurameríska sambandið, CONMEBOL, hefur staðfest að það voru einhver vandræði með VAR-kerfið fyrir leikinn í Belo Horizonte en það hafi verið búið að laga það þegar leikurinn hófst. Vandræðin tengdust því að Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, var meðal áhorfenda. Samskipti öryggisvarða hans voru á sömu tíðni og VAR-kerfið. Það verður fróðlegt að sjá hvort að argentínska sambandið fái það í gegn að samskipti dómarans og VAR-herbergisins verði gerð opinber og þetta mál kallar líka á umræðu um rétt VAR-dómaranna. Hversu miklu ráða þeir þegar umdeild atvik kalla á frekari skoðun? Copa América Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Argentínumenn hafa sent inn formlega kvörtun vegna ekvadorska dómarans sem dæmdi undanúrslitaleik Argentínu og Brasilíu í Copa America. Brasilía vann leikinn 2-0 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Lionel Messi missir því af enn einum titlinum og hann var mjög reiður út í dómara leiksins í viðtölum eftir leik. Það er óvenjulegt að heyra Messi missa sig í viðtali en hann var mjög svekktur. Messi vildi eins og fleiri að dómarinn skoðaði betur tvö umdeild atvik þar sem argentínska liðið átti að fá vítaspyrnu. Nú eru komnar fram upplýsingar um að VAR-dómararnir hafi viljað að dómarinn skoðaði þessi atvik en að dómarinn frá Ekvador hafi tvisvar neitað að skoða Varsjána. Úrúgvæmaðurinn Leodan Gonzalez, sem var hæstráðandi í VAR-herberginu, segist hafa beðið Roddy Zambrano dómara um að skoða þessi atvik betur. Zambrano vildi aftur á móti ekki heyra á það minnst. Argentínska knattspyrnusambandið hefur nú óskað eftir því að samtal Zambrano dómara og VAR-herbergisins verði gert opinbert til að fá þetta á hreint. Suðurameríska sambandið, CONMEBOL, hefur staðfest að það voru einhver vandræði með VAR-kerfið fyrir leikinn í Belo Horizonte en það hafi verið búið að laga það þegar leikurinn hófst. Vandræðin tengdust því að Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, var meðal áhorfenda. Samskipti öryggisvarða hans voru á sömu tíðni og VAR-kerfið. Það verður fróðlegt að sjá hvort að argentínska sambandið fái það í gegn að samskipti dómarans og VAR-herbergisins verði gerð opinber og þetta mál kallar líka á umræðu um rétt VAR-dómaranna. Hversu miklu ráða þeir þegar umdeild atvik kalla á frekari skoðun?
Copa América Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira