Gott veður víðast hvar á landinu um helgina Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. júlí 2019 14:15 Fjöldi fólks mun leggja leið sína til Akureyrar um helgina þar sem fram fara N1 mótið og Pollamótið í fótbolta. vísir/vilhelm Búast má við að umferðin þyngist allverulega út úr Reykjavík um og eftir þrjú í dag og biður lögreglan fólk um að hafa þolinmæði og góða skapið með í ferðalagið svo allt gangi sem best. Þá er veðurspáin góð víðast hvar á landinu og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að morgundagurinn verði eiginlega góður á öllu landinu. Fyrsta helgin í júlí er ein af stærstu ferðahelgum sumarsins og mikið um að vera um land allt. Írskir dagar eru á Akranesi, N1 fótboltamótið og Pollamótið á Akureyri sem og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Það má því búast við töluverðri umferð um landið og í kringum höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag. Árni Friðleifsson, varðstjóri í Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga strax í gær. „Miðað við reynslu síðustu ára eru margir að leggja land undir fót. Umferðin verður þung út úr bænum, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Það virðist engu máli skipta hvorn legginn menn ætla að fara. Þeir verða báðir þungir í dag,“ segir Árni.Hlýjast á Suður- og Suðausturlandi Hann segir engar vegaframkvæmdir fyrirhugaðar á þessum leiðum í dag, en þó beri fólki að hafa í huga að mikið er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og gott sé að gera ráð fyrir því. Árni segir því mikilvægt að sýna þolinmæði. „Svo vil ég líka bara benda fólki á að það er langbest að komast leiðar sinnar í góðu skapi og ekki vera með stressið í hæstu hæðum. Svo er ágætis ráð þegar menn eru að leggja af stað heim á mánudegi eða sunnudegi ef menn verða þreyttir, af því oft eru vökur þessa helgi, það er einfaldlega að fara inn á eitthvað bílastæði og leggja sig í tíu mínútur í bílnum. Þetta er gullráð sem margir hafa farið eftir og svínvirkar alveg,“ segir Árni. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlýjast verði á Suður- og Suðausturlandi þar sem hitinn gæti farið um og yfir 20 stig. „Það verður bara gott veður víða á landinu, allavega á morgun. Það verður jart og fínt veður og hlýtt sunnanlands en svolítið svalara fyrir norðan. Á sunnudeginum er heldur síðra, þá er komin dálítil væta á Norður- og Austurlandi en áfram þurrt fyrir sunnan og vestan. Þannig að það verður hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þar getur hitinn farið um og yfir 20 stig,“ segir Þorsteinn. Seint annað kvöld fer svo að rigna við austurströndina og má búast við einhverri vætu norðan og austan til sem og á Vestfjörðum á sunnudeginum. Spurður út í það hvort það verði vindasamt, eða allavega gola svo fólk losni við lúsmýið sem getur illa flogið ef smá vindur er, segir Þorsteinn að það verði svolítið gola eiginlega á öllu landinu sem ætti þá að halda flugunni niðri á flestum stöðum.Nánar má kynna sér veðurspána á vef Veðurstofu Íslands. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Búast má við að umferðin þyngist allverulega út úr Reykjavík um og eftir þrjú í dag og biður lögreglan fólk um að hafa þolinmæði og góða skapið með í ferðalagið svo allt gangi sem best. Þá er veðurspáin góð víðast hvar á landinu og segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að morgundagurinn verði eiginlega góður á öllu landinu. Fyrsta helgin í júlí er ein af stærstu ferðahelgum sumarsins og mikið um að vera um land allt. Írskir dagar eru á Akranesi, N1 fótboltamótið og Pollamótið á Akureyri sem og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Það má því búast við töluverðri umferð um landið og í kringum höfuðborgarsvæðið seinni partinn í dag. Árni Friðleifsson, varðstjóri í Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga strax í gær. „Miðað við reynslu síðustu ára eru margir að leggja land undir fót. Umferðin verður þung út úr bænum, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg. Það virðist engu máli skipta hvorn legginn menn ætla að fara. Þeir verða báðir þungir í dag,“ segir Árni.Hlýjast á Suður- og Suðausturlandi Hann segir engar vegaframkvæmdir fyrirhugaðar á þessum leiðum í dag, en þó beri fólki að hafa í huga að mikið er um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og gott sé að gera ráð fyrir því. Árni segir því mikilvægt að sýna þolinmæði. „Svo vil ég líka bara benda fólki á að það er langbest að komast leiðar sinnar í góðu skapi og ekki vera með stressið í hæstu hæðum. Svo er ágætis ráð þegar menn eru að leggja af stað heim á mánudegi eða sunnudegi ef menn verða þreyttir, af því oft eru vökur þessa helgi, það er einfaldlega að fara inn á eitthvað bílastæði og leggja sig í tíu mínútur í bílnum. Þetta er gullráð sem margir hafa farið eftir og svínvirkar alveg,“ segir Árni. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hlýjast verði á Suður- og Suðausturlandi þar sem hitinn gæti farið um og yfir 20 stig. „Það verður bara gott veður víða á landinu, allavega á morgun. Það verður jart og fínt veður og hlýtt sunnanlands en svolítið svalara fyrir norðan. Á sunnudeginum er heldur síðra, þá er komin dálítil væta á Norður- og Austurlandi en áfram þurrt fyrir sunnan og vestan. Þannig að það verður hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þar getur hitinn farið um og yfir 20 stig,“ segir Þorsteinn. Seint annað kvöld fer svo að rigna við austurströndina og má búast við einhverri vætu norðan og austan til sem og á Vestfjörðum á sunnudeginum. Spurður út í það hvort það verði vindasamt, eða allavega gola svo fólk losni við lúsmýið sem getur illa flogið ef smá vindur er, segir Þorsteinn að það verði svolítið gola eiginlega á öllu landinu sem ætti þá að halda flugunni niðri á flestum stöðum.Nánar má kynna sér veðurspána á vef Veðurstofu Íslands.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira